Ef það er verðlaunaathöfn verða veðmál gerð upp í samræmi við opinber úrslit íþróttayfirvalds sem þar ræður á þeim tíma sem athöfnin fer fram.
Ef það er engin verðlaunaathöfn verða veðmál gerð upp í samræmi við opinber úrslit íþróttayfirvalds sem þar ræður strax eftir að viðburðinum lýkur.
Ofangreint gildir óháð því hvort síðar verði einhver dæmdur úr keppni eða breytingar gerðar á úrslitunum (nema ef breytingin er tilkynnt innan 24 stunda frá því að upphaflegt uppgjör fór fram á tilheyrandi markaði til þess að leiðrétta mistök við tilkynningu úrslitanna).
Ef keppni er hætt (e. abandoned), frestað eða aflýst, verða öll veðmál ógild nema keppni ljúki innan 24 klukkustunda frá upprunalegum „off-tíma“ (lokatíma) skv. dagskrá.
Allir ökumenn sem ljúka 90% keppnishringja teljast hafa klárað keppnina, skv. opinberri skilgreiningu FIA (e. classification). Allir ökumenn fá hins vegar röðunarnúmer (e. ranking) og við uppgjör viðureignaveðmála og veðmála um stöðu/lokaröð gildir þetta röðunarnúmer.
Kappakstur er talinn hefjast þegar merki er gefið til að hefja upphitunarhring. Allir ökumenn eru með í keppni frá þeim tímapunkti.
Frá því að markaður fyrir veðmál verður til, er litið svo á að um öll veðmál gildi „ekki ökumaður, ekkert veðmál“ (e. non-driver no bet) reglan. Öll veðmál á ökumenn sem ekki ná að taka þátt í kappakstri af einhverjum ástæðum öðrum en að hafa ekki komist í gegnum undankeppni (e. non qualification) verða úrskurðuð ógild.
Ef það gerist að ökumaður skiptir um lið í keppnisviku eða ef ökumaður sem ekki var áður skráður mætir til leiks, eru öll veðmál sem fóru fram áður en þessi breyting var reiknuð inn í veðmál gerð upp aftur og endurútgefin á rétta stuðla sem tekur þessar breytingar á liði/bíl til greina.
Ökumaðurinn sem endar í hæstu stöðunni telst vera sigurvegarinn.
Meistaratitlar ökumanna og bílasmiða eru veittir ökumanninum og bílasmiðnum sem skorar flest stig yfir allt tímabilið. Ef einhverjir eru jafnir (e. dead heat) í keppni um meistaratitilinn skal sá ökumaður og bílasmiður sem oftar hefur endað í hærra sæti í keppnunum hljóta sætið.
Veðmál verða gerð upp miðað við hraðasta hring sem náðist í þriðju og síðustu undanumferð (Q3). Ef Q3 fer ekki fram verða veðmál gerð upp ef rásstaðir keppninnar miðast við tíma úr Q1 eða Q2. Öll veðmál verða ógild ef keppnisröð/rásstaðir fyrir aðalkeppnina eða fyrir undanspretti (e. Sprint Qualifying - þar sem slíkt fyrirkomulag er notað) er byggt á einhverjum öðrum forsendum. Með tilliti til allra annarra veðmála á undankeppni, annað hvort bein veðmál (e. outright) eða viðureignarveðmál (e. match betting), skulu opinberir tímar eins og þeir eru skráðir af FIA gilda við uppgjör veðmála. Ökumenn verða að hefja fyrstu umferð undankeppni til að veðmál standi. Refsingar eða tilfærslur sem gætu komið fram síðar verða ekki tekin með í reikninginn.
Öll veðmál á keppni eru gerð upp samkvæmt opinberum úrslitum FIA strax að loknum undansprettum og brottvísanir eða refsingar sem komið gætu fram síðar eru ekki með. Keppni verður að fara fram innan 24 klukkustunda frá áætluðum lokatíma (e. „off time“) skv. dagskrá til að veðmál standi.
Ef ökumanni tekst ekki að komast út í braut í neinum hluta keppninnar telst valið vera ógilt fyrir þennan markað. Veðmál eru gerð upp miðað við númer hrings sem bíllinn var að fara þegar hann varð úr leik. Ef fleiri en einn bíll hættir í sama hringnum gilda reglur um jafntefli (e. dead heat rules).
Veðmál eru gerð upp miðað við númer hrings sem bíllinn var að fara þegar hann varð úr leik. Ef fleiri en einn bíll hættir í sama hringnum gilda reglur um jafntefli (e. dead heat rules). Ökumenn sem af einhverjum ástæðum komast ekki í brautina í neinum hluta keppninnar verða ekki teknir með við uppgjör á þessum markaði.
Þetta er veðmál á hversu margir ökumenn hætti keppni áður en þeir ná að ljúka einum löglegum hring í keppninni (ekki upphitunarhringur).
Allir ökumenn sem ljúka 90% keppnishringja teljast hafa klárað keppnina, skv. opinberri skilgreiningu FIA. Ef ökumanni tekst ekki að komast út á braut í neinum hluta keppninnar telst valið vera ógilt fyrir þennan markað.
Við uppgjör telst sigurvegarinn vera ökumaðurinn sem er fremstur í keppninni þegar hann fer yfir rásmark eftir að einn löglega talinn hringur af kappakstri er búinn (upphitunarhringur telst ekki með). Ef það gerist að einn hringur klárast ekki að fullu verða öll veðmál ógild. Ef keppnin hefst undir forystu öryggisbíls verða öll veðmál ógild.
Ef kappaksturinn hefst með öryggisbílinn fremstan munu öll veðmál á þennan markað vera gerð upp sem „Já“. Ef keppni lýkur undir akstri öryggisbílsins en öryggisbílnum tókst ekki að ná að komast fram fyrir fremsta bíl, eru öll veðmál á þennan markað gerð upp sem „Já“. Tímabil undir stafrænum öryggisbíll (e. Virtual Safety Car (VSC)) teljast ekki með.
Opinberir brautartímar eins og þeir eru skráðir af FIA verða notaðir til uppgjörs. Að minnsta kosti einn ökumaður verður að ná skráðum tíma á tilgreindum hluta æfingarinnar til að veðmál standi. Ef enginn brautartími fæst skráður á neinn ökumann verða öll veðmál ógild.
„Keppnishópur" (e. the „field“) nær yfir alla ökumenn sem ekki eru skráðir fyrir beinum stuðlum. Takist ökumanni ekki að vinna sér inn sæti í kappakstrinum telst hann ekki hafa verið með (e. non-runner). Keppnin verður að fara fram innan 24 klukkustunda frá áætluðum lokatíma (e. „off time“) skv. dagskrá til að veðmál standi. Opinber sigurvegari í keppni í NASCAR/INDY er gerður upp sem sigurvegari við uppgjör veðmála og þetta nær yfir allar keppnir sem eru stöðvaðar á undan áætlun.
Ef einum ökumanni tekst ekki að ljúka keppni er hinn ökumaðurinn álitinn sigurvegari. Ef báðum ökumönnum mistekst að klára keppnina mun fjöldi hringja sem þeir kláruðu ráða hver er álitinn sigurvegari. Ef báðir ökumenn verða úr leik í sama hring mun opinber lokaröðun keppnisstjórnar ráða því hver er telst sigurvegarinn. Báðir ökumenn verða að hefja keppni til að veðmál standi. Ef það gerist að varaökumaður taki sæti eru öll veðmál ógild.
Ökumenn verða að hefja undankeppni/tímatökur til að veðmál á undankeppni standi. Refsingar eða frádráttur sem komið gæti síðar hefur ekki áhrif á uppgjör veðmála.
Báðir ökumenn verða að taka þátt í undankeppninni og a.m.k. annar þeirra verður að ljúka gildum hring í undankeppni til að veðmál standi.
Báðir ökumenn verða að hefja keppni til að veðmál standi. Ef hvorugum ökumanni tekst að ljúka keppninni telst ökumaðurinn með fleiri kláraða hringi hafa unnið og ef báðir ökumenn ljúka sama hringjafjölda verða veðmál ógild. Refsingar eða frádráttur sem komið gæti fram síðar hefur ekki áhrif á uppgjör veðmála.
Ef öllum ökumönnum í hópi/riðli mistekst að hljóta sæti í lokaröð (e. classified) mun ökumaðurinn sem lauk flestum hringjum verða talinn sigurvegarinn. Ef engum ökumanni í hópnum/riðlinum tekst að ná sætisröð og tveir eða fleiri ökumenn hætta keppni í sama hring, þá gilda jafnteflisreglur (e. dead heat rules). Ökumenn eru hópaðir saman eingöngu fyrir sakir veðmálamarkaða.
Ef viðureign er hætt (e. abandoned) verða öll veðmál ógild, nema ef það sem eftir væri af keppninni væri klárað hefði ekki haft áhrif á úrslitin.
Allir fjórir ökumennirnir sem eru tilteknir verða að hefja keppni í tilteknum riðli. Annars verða veðmál ógild.
Báðir ökumenn verða að hefja a.m.k. eina keppni til að veðmál standi. Veðmál verða ógild ef keppni er hætt nema úrslitin hafi þegar ráðist án nokkurs vafa. Sigurvegarinn telst vera sá ökumaður sem hefur fengið flest stig að lokinni venjulegri riðlakeppni móts og eina undantekningin á þessu er ef báðir ökumenn ná í lokaúrslitin, en þá skal lokastaðan í sjálfum lokaúrslitunum skera úr um sigurvegarann.
Bónusstig sem ökumaður gæti hafa unnið sér inn teljast ekki með upp í heildarstigafjölda hans og verða dregin frá áður en það ræðst hver er sigurvegarinn við uppgjör veðmála.
Almennar reglur Sportbókar gilda þegar kemur að öllum flokkum veðmála eða markaða sem ekki er vísað til í sértæku íþróttareglunum/reglum fyrir sport.