Veðmál verða gerð upp út frá opinberum úrslitum tilheyrandi samtaka strax að loknum bardaga, óháð brottvísunum eða breytingum sem gætu síðar orðið á úrslitunum (nema breytingin hafi verið gerð vegna mannlegra mistaka sem hafi orðið þegar úrslitin voru tilkynnt).
Veðmál á að tiltekinn bardagamaður nái tilteknum fjölda af teljanlegum/markverðum höggum, tilraunum til að leggja andstæðing eða tökur/brögð verða gerð upp út frá tölfræði sem gefin er upp af tilheyrandi samtökum (til dæmis UFC).
Ef bardaga er breytt úr þremur lotum í fimm eða úr fimm í þrjár munu veðmál á viðureignir (e. Match Betting) standa, en allir aðrir markaðir verða ógildir.
Ef því er lýst yfir að það sé „engin keppni“ (e. „no contest“) eru öll veðmál ógild nema í þeim tilvikum sem niðurstaðan hefur þegar ráðist skilyrðislaust.
Ef bardaga er frestað munu veðmál standa ef viðburðurinn hefst aftur samkvæmt uppfærðri dagskrá innan 48 klukkustunda. Annars verða veðmál á þann bardaga ógild.
Ef öðrum bardagamanninum er skipt út verða veðmál á upphaflegu keppnina ógild.
Stuðlar eru boðnir á hvorn bardagamann fyrir sig, að hann vinni bardagann. Ef það verður jafntefli verða öll veðmál ógild og því sem var lagt undir skilað (í þessum tilvikum nær jafntefli yfir bardaga sem lýkur með „meirihlutajafntefli“ (e. „majority draw“).
Fyrir þennan markað skal rothögg/tæknilegt rothögg (e. KO/TKO) innihalda eftirfarandi:
Fyrir þennan markað skal uppgjöf (e. submission) innihalda eftirfarandi:
Ef það gerist að einhver er dæmdur úr leik eða lýst yfir „engri keppni“ (e. no contest) verða veðmál á þennan markað ógild.
Ef bardagamaður dregur sig úr keppni á tímanum sem er á milli lota er litið svo á að bardaga hafi lokið í lotunni á undan þegar um er að ræða uppgjör á lotuveðmálum (e. Round Betting).
Ef lotufjölda skv. dagskrá er breytt fyrir bardagann verða öll lotuveðmál ógild.
Fyrir uppgjör á heildarlotum (e. Total Rounds) teljast 2 mínútur og 30 sekúndur sem hálf lota (ef lota stendur yfir í 5 mínútur). Til dæmis til að veðmálið á „yfir 1,5 lota“ (e. „Over 1.5 rounds“ vinni verður bardaginn að standa lengur yfir en 2 mínútur og 30 sekúndur í annarri lotu. Ef lotufjölda í bardaga er breytt eftir að markaðir á samtals lotur (e. Total Rounds) hefur verið ákveðinn verða öll veðmál á þessa markaði ógild.
Ef bardagi er stöðvaður eftir nákvæmlega 2 mínútur og 30 sekúndur lotunnar verða veðmál á samtals lotur fyrir þá tilteknu lotu ógild.
Jafnteflisreglur (e. dead heat rules) gilda ef fleiri en einn bardagamaður fær verðlaun fyrir bardaga kvöldsins (e. Fight of the Night), uppgjöf kvöldsins (e. Submission of the Night) eða frammistöðu kvöldsins (e. Performance of the Night).
Veðmál á hraðasta bardaga kvöldsins (e. Quickest Fight of the Night) verða gerð upp miðað við opinbera tíma sem gefnir eru upp af tilheyrandi samtökum (til dæmis UFC) og sigurinn verður gerður upp samkvæmt því hvaða bardaga lauk á skemmstum tíma. Jafnteflisreglur (e. dead heat rules) gilda ef tveimur bardögum líkur eftir jafnlangan tíma.
Bardagamaður sem vinnur áður en bardaginn klárast samkvæmt áætlun verður yfirlýstur sigurvegari. Ef bardaginn fer í úrskurð verða uppsöfnuð skor allra dómaranna notuð til að skera úr um sigurvegarann.
Veðmál verða gerð upp út frá lotunni sem bardaganum lýkur í og aðferðinni sem tryggði sigurinn. Veðmál á þennan markað teljast hafa tapað ef bardaganum lýkur með stigaúrskurði (e. decision).
Ef kemur til tæknilegs úrskurðar telst bardaginn ekki hafa farið alla leið (þ.e. lotufjölda skv. dagskrá), þegar kemur að því að úrskurða um þetta veðmál.
Almennar reglur Sportbókar gilda þegar kemur að öllum flokkum veðmála eða markaða sem ekki er vísað til í sértæku íþróttareglunum/reglum fyrir sport.