pokercasinosports
pokercasinosports

Veðhlaup hesta/Kappreiðar

Almennt

Allir einstakir keppnismarkaðir gerðir upp miðað við opinber úrslit á þeim tíma sem tilkynning úrskurðar fer fram (e. „weigh-in“ announcement). Úrskurðir um brottvísanir, áfrýjanir eða aðrar breytingar á úrslitum verða ekki teknar með í reikninginn.

Spjaldnúmer eru einungis gefin upp til viðmiðunar; veðmál eru lögð undir á nefnt hross. Upplýsingar eins og litur knapa og númer hnakkdýnu eru eingöngu ætlaðar til hliðsjónar. Við ábyrgjumst ekki réttmæti þessara upplýsinga og notkun þeirra til veðmála er algjörlega á eigin ábyrgð viðskiptavinar.

Ef breyting verður á áður auglýstum keppnisstað samkvæmt dagskrá eftir að veðmál er lagt undir eru öll veðmál ógild. Ef breyting verður á yfirborði brautar (til dæmis af grasi á möl) munu öll veðmál standa.

Líklegastur (e. favorite) er nefndur valmöguleiki á opinbera upphafsverðinu á stystu líkunum/lægsta stuðlinum (e. shortest odds). Næstlíklegastur er hesturinn sem er nefndur með næststystu líkurnar/næstlægstu stuðlana. Ef tveir hestar eru tilteknir á sömu stuðlum og þessir stuðlar eru styttri/lægri en er gefið upp á aðra hesta, þá eru þessir tveir hestar jafnir sem líklegastir og næstlíklegastir til sigurs. Ef tveir eða fleiri jafnlíklegir eru þá valdir verður stuðlinum skipt jafnt á milli þeirra.

Leik hætt, aflýsingar og frestanir (e. abandonments, cancellations, postponements)

Ef keppni er hætt eða á annan hátt dæmd ógildar, eða ef einhverjum er dæmdur sigur (w. walkover), eru öll veðmál á þá keppni ógild.

Ef keppni fer ekki fram á auglýstum keppnisdegi eru öll veðmál ógild.

Ekki með (e. non-runners), dregið sig í hlé (e. withdrawals) og brottvísanir (e. disqualifications)

Ef hestur komst undir stjórn ræsis (e. Starter's Orders) en neitar að hlaupa eru öll tengd veðmál á þann hest gerð upp sem töpuð.

Ef frá eru talin „Ante Post“ veðmál gildir að ef hlaupari er dreginn úr keppni, eða telst ekki hafa hafið keppni, telst hann ekki hafa hlaupið (e. non-runner) og veðmál verða ógild.

Veðmál á aðra hlaupara í þeirri keppni, þar sem verð hefur verið skráð, gæti fallið undir frádrátt skv. Tattersalls-reglu 4(c) (sjá neðar) sem er háð verðinu á hestinn sem var dreginn úr keppni á þeim tíma sem hann var dreginn úr keppninni.

Veðmál á hesta á endurmynduðum mörkuðum, sem svo hafa misst einn eða fleiri hesta sem dregnir hafa verið úr keppni, gætu líka lent í að þessi frádráttur eigi við um verð á hvaða hest(a) sem er á þeim tíma sem viðkomandi hestur(hestar) er dreginn úr keppni.

Ef ekki er nægur tími til að mynda nýjan markað á keppnina, verða veðmál sem lögð voru undir á upphafsverðinu mögulega líka aðlöguð með frádrætti skv. Tattersalls-reglu 4(c).

Í veðmálum þar sem verði er tekið, gæti notkun á Reglu 4(c) ráðist af síðasta verði sem var í boði á þeim tíma sem viðkomandi hestur var dreginn úr keppni.

Frádráttur í €/$/£ verður lagður á miðað við stuðla á hest sem dreginn hefur verið úr keppni eins og hér segir:

Verð vals Frádráttur Verð vals Frádráttur
1/9 eða styttri €/$/£ 0,90 6/5 til jafnar (e. Evens) €/$/£ 0,45
2/11 til 2/17 €/$/£ 0,85 6/4 til 5/4 €/$/£ 0,40
1/4 til 1/5 €/$/£ 0,80 7/4 til 13/8 €/$/£ 0,35
3/10 til 2/7 €/$/£ 0,75 9/4 til 15/8 €/$/£ 0,30
2/5 til 1/3 €/$/£ 0,70 3/1 til 5/2 €/$/£ 0,25
8/15 til 4/9 €/$/£ 0,65 4/1 til 10/3 €/$/£ 0,20
8/13 til 4/7 €/$/£ 0,60 11/2 til 9/2 €/$/£ 0,15
4/5 til 4/6 €/$/£ 0,55 9/1 til 6/1 €/$/£ 0,10
20/21 til 5/6 €/$/£ 0,50 14/1 til 10/1 €/$/£ 0,05
yfir 14/1 Enginn frádráttur

Ef það eru tveir eða fleiri sem draga sig úr keppni í einum viðburði fer frádráttur ekki yfir €/$/£ 0,90. Ef verð á frádráttarhlutanum er ekki sýnt í töflunni hér að ofan verður Regla 4 (c) notuð á næst hæsta verð sem hefur verið gefið. Til dæmis myndi 21/5 verða flokkað í 9/2 flokkinn vegna Reglu 4(c).

Í hlaupum með varamöguleikum (varahestum) munu þeir sem eru til vara almennt reiknaðir út í verði innan markaðar. Ef, hins vegar, tekið hefur verið við einhverjum veðmálum áður en því hefur verið lýst yfir að varahestur hlaupi og þar sem varahesturinn hafði ekki verið reiknaður í verði um leið og veðmál var lagt undir, munu öll slík veðmál gerð upp við úrslitin „án varahlauparans“ (e. „without the reserve runner(s)“) . Hvorvegis veðmál (e. each-way) verða gerð upp á úrslit „án varahlauparans“ og miðast við fjölda hlaupara, að frátöldum varahestum, sem hefja veðhlaupið. Í keppni þar sem varahlaparar hafa fengið verð en hlaupa ekki gæti frádráttur skv. Reglu 4 átt við.

Ef hestur er tekinn af markaði en tekur svo þátt í hlaupinu, eru öll veðmál á það val ógild og því sem lagt hefur verið undir er skilað upp að þeim tímapunkti sem valið var fjarlægt af markaði. Á þeim tímapunkti sem hesturinn er settur aftur inn á markaðinn verður skipt um öll upprunaleg veðmál, að því gefnu að viðskiptavinir eigi næga fjármuni tiltæka á reikningum sínum. Ef viðskiptavinur á ekki næga fjármuni á reikningi sínum á þeim tíma sem endurinnsetningin fer fram verður ógilda veðmálið ekki sett í gildi aftur.

Veðmál á Ante Post/framtíðarkeppni

Til að taka af allan vafa þá vísar veðmál á Ante Post og á framtiðarkeppni (e. Future Racing) til sömu tegundar af markaði og hugtökin gætu verið notuð sem ígildi hvors annars til skiptis.

Ante Post-veðmál eru þau sem eru lögð undir á tilteknu verði á hesta og áður en keppni er flokkuð sem „dagur viðburðar“ (e. „day of event“ - en „dagur viðburðar“ er hugtak sem er notað til að lýsa þeim tíma sem yfirlýsingar til keppni fara fram, vanalega 48 klukkustundum fyrir keppnina).

Ante Post-veðmál verða eingöngu gerð upp á grundvelli keppnisreglna (e. Rules of Racing).

Tekið er við Ante Post-veðmálum á uppgefnu verði, til og með daginn fyrir viðburðinn, á grundvellinum „allt undir, með eða ekki, skráður eða ekki“ (e. „all in, run or not, entered or not“). Þar af leiðir að valmöguleikar sem ekki taka þátt í keppninni/viðburðinum teljast hafa tapað.

Veðmál sem lögð eru undir eftir keppnisyfirlýsingar yfir nótt verða gerð upp samkvæmt snemmreiknuðu verði okkar/reglum keppnisdags.

Í samræmi við það sem er lýst í Keppnisreglum Tattersalls, verða veðmál ógild við eftirfarandi kringumstæður; annars standa veðmál:

  • Ef keppni er hætt eða hún lýst ógild.
  • Ef skipt er um keppnisstað eða keppninni er frestað til annars dags á annarri keppnisbraut.
  • Ef keppninni er frestað til annars dags á sömu keppnisbraut, þar sem aftur er galopnað fyrir skráningu þátttakenda, verða veðmál sem lögð eru undir eftir upphaflega skráningu ógild, en veðmál sem lögð voru undir á upphaflega þátttökustigið standa. Öll veðmál standa ef keppni er frestað til annars dags á sömu keppnisbraut með sömu þátttakendum, hvort sem veðmálin voru lögð undir fyrir eða eftir upphaflega þátttökustigið.
  • Ef hestur er kosinn út á atkvæðum (e. balloted out) eða sleginn út skv. reglum Knapaklúbbsins (e. Jockey Club rules) verða einföld veðmál ógild. Í slíkum tilvikum munu uppsöfnuð Ante Post-veðmál standa á eftirfarandi keppnisleggi á verðinu sem lagt var undir á þessar keppnir, þar sem tvöfalt veðmál verður að einföldu, þrefalt að tvöföldu og svo framvegis.
  • Ef einhverjir hestar eru dregnir úr keppni út frá reglum Knapaklúbbs/Grasvallarklúbbs (e. Jockey Club/Turf Club), til að takmarka þátttökufjölda, verða veðmál á þessa hesta ógild. Húf þess sem leggur undir gegn hestum sem eftir eru í keppninni verður lækkað á bæði sigurhluta og sætishluta (e. win/place) slíks veðmáls, til samræmis við hlutfall sem tilkynnt er fyrir keppnina af Tattersalls-nefnd, sem er þá háð stuðlunum sem eru þegar í boði gegn hestum sem hafa verið dregnir úr keppni á þeim tíma sem þeir eru dregnir úr keppni. Veðmálin eru sett í úrvinnslu á verðúrskurði á þeim tíma sem veðmálið er lagt inn. Við áskiljum okkur réttinn til þess að leiðrétta allar sýnilegar villur. Tvöföld, þreföld o.s.frv. veðmál til sigurs eru reiknuð á fullum uppsöfnuðum stuðlum. Tvöföld, þreföld o.s.frv. hvorvegis veðmál (e. each way) eru gerð upp frá sigri til sigurs, sæti til sætis (e. win-to-win, place-to-place) og fyrir sætishluta slíks veðmáls, þá á brotastuðlunum sem eiga við á þeim tíma sem veðmál er samþykkt. Ekki er tekið við Ante Post-veðmálum aðeins á sæti, veðmál háð skilyrðum og spáveðmálum. Ef sami valkostur er nefndur til sigurs í tveimur eða fleiri keppnum/viðburðum í Ante Post-veðmálum gilda sérstakir stuðlar. Þessir sérstöku stuðlar hafa gildi framyfir uppsafnaða stuðla úr verði einstakra viðburða, óháð þeirri staðreynd að verð fyrir einstakan viðburð gæti komið fram á getraunaseðlinum (e. slip). Ef sérstakir stuðlar eru ekki í boði, verður því sem lagt var undir skipt jafnt niður sem einföld veðmál á því verði sem var í boði sem veðmálið var lagt undir. Ef hestur vinnur sér ekki inn þátttökurétt (e. does not qualify), eða er útilokaður frá keppni, verða veðmál gerð upp sem töpuð. Veðmál sem tekið er við á hest eftir að honum hefur mistekist að vinna sér inn þátttökurétt fyrir tiltekinn frest til að tryggja sér þátttöku verða ógild.

Upphafsverð (SP)

Veðmál á upphafsverð (e. Starting Price (SP)) verða gerð upp miðað opinbert „Industry Starting Price“ (upphafsverð iðnaðar).

Ef ekki hefur verið gefið upp neitt verð á „Industry Starting Price“ eða „Industry Off Course Starting Price“ er skilað, verða veðmál þar sem ekkert verð hefur verið gefið upp (þar á meðal spáveðmál, þríspá og á ónefnda líklegasta) gerð upp samkvæmt því verði sem var síðast gefið upp fyrir „off“ tíma keppni.

Tvöföld úrslit

Öll veðmál sem lögð eru undir á kappreiðar í Bretlandi og Írlandi verða gerð upp á „fyrstur hjá markstaur“ (e. First Past the Post) og opinberum úrslitum dagsins. Allar brottvísanir sem síðar gætu komið fram hafa ekki áhrif á uppgjör veðmála.

Þetta tilboð gildir eingöngu um einföld og margföld veðmál sem vinna og vinningshluta hvorvegis veðmála.

Undantekningar þar sem tvöföld úrslit (e. Double Result) eiga ekki við og veðmál eru gerð upp samkvæmt opinberum úrslitum eru:

  • Val fer ranga braut
  • Valmöguleiki sem ekki er með réttri þyngd eða knapa tekst ekki að ná vigtun
  • Veðmál sem lögð eru undir á keppni/mót sem eru utan Bretlands/Írlands.
  • Spáveðmál eða þríspárveðmál (e. tricast)
  • Ógilt hlaup
  • Öll Tote/Pari-Mutuel veðmál
  • Allir bættir stuðlar
  • Valmöguleiki óvart gefinn sem sigurvegari vegna mistaka dómara
  • Öll Ante Ante Post-veðmál

„Hvorvegis“ veðmál (e. Each Way/EW)

Hvorvegis veðmál (sigur og sæti) eru í boði í flestum keppnum/hlaupum. Fyrir allar kappreiðar (á „Early Price“ og „Start Price“) hefur tegund hlaupsins og fjöldi þátttakenda áhrifa á hvorvegis skilmálana og þessir skilmálar eru, nema annað sé tekið fram, eins og hér segir:

Veðhlaupategund Fjöldi hlaupara Sætislíkur Fjöldi sæta
Öll veðhlaup 4 eða færri Win Only (aðeins sigur) Win Only (aðeins sigur)
Öll veðhlaup 5-7 1/4 1,2
Án forgjafar 8+ 1/5 1,2,3
Forgjafir* 8-11 1/5 1,2,3
Forgjafir* 12-15 1/4 1,2,3
Forgjafir* 16+ 1/4 1,2,3,4
[* Forgjafir – nær yfir öll hlaup með forgjöf og unghestahlaup (e. Handicap and Nursery races)]

„Win“ (sigur) og „Place“ (sæti) þáttur í hverju hvorvegis veðmáli eru gerð upp hvert í sínu lagi (það er, sigur til sigurs og sæti til sætis).

Eftir opnun gæti fjöldi vinninga á sætisveðmál („to be placed“ markast af fjölda þeirra sem ekki taka þátt (e. non-runners).

Annað slagið gætum við boðið upp á tilboð sem greiða út á aukaleg sæti í kappreiðum. Í þeim tilvikum áskiljum við okkur réttinn til þess að breyta stöðluðu skilmálunum eins og þeim er lýst hér að ofan (til dæmis gætum við boðið upp á að greiða út fimm eða sex sæti í forgjöf með 16 eða fleiri hlaupurum en gert það þá á 1/5 stuðlanna í staðinn fyrir hefðbundna 1/4). Þessi tilboð eru ekki takmörkuð við forgjafir. Ábyrgðin er alltaf á viðskiptavininum að skoða hvorvegis skilmálana sem eru í boði (sérstaklega í þeim keppnum þar sem við bjóðum upp á greiðslur fyrir aukaleg sæti).

Til að hestur teljist ekki hafa náð sæti í tilteknu hlaupi verður hann að hafa byrjað keppni í því hlaupi.

Ef fjöldi hesta sem ná sæti er færri en fjöldi mögulegra sigurvegara, er sigurvegari einungis sá hestur (eða hestar) sem nær sæti.

In-Play veðmál

Ef ekki stendur til að setja markað á dagskrá sem In-Play og okkur tekst ekki að stöðva markaðinn á tilsettum tíma, eru veðmál sem eru lögðu undir eftir opinberan „off“ tíma gerð ógild.

Ef það er á dagskrá að markaði verði breytt í In-Play en okkur tekst ekki að stöðva markaðinn á opinbera „off“ tímanum og markaðnum er ekki breytt í In-Play síðar á meðan viðburðinum stendur, munu öll veðmál sem voru lögð undir eftir opinbera „off“ tímann verða ógild, frekar en „off“ tímann skv. dagskrá.

Veðjað án þess líklegasta (e. Without Favorite)

Þegar kemur að þessu veðmáli gildir að valmöguleikarnir sem verða „án“ eru hestarnir á stystu líkunum eins og það ákvarðast af EP-verði (e. Early Price) á þeim tíma sem markaðurinn er stofnaður.

Við uppgjör gildir að litið verður fram hjá lokastöðu „án“ valmöguleikanna.

Auglýstir skilmálar hvorvegis veðmáls eru gerðir upp á raunverulegan fjölda hlaupara sem taka þátt í keppninni, að frátöldum „án“ möguleikunum.

Skilmálar hvorvegis veðmála eru tilteknir á síðunni við tilheyrandi keppni/hlaup.

Spáveðmál (e. forecast betting)

„Beint spáveðmál“ (e. straight forecast) er veðmál þar sem þú nefnir tvo valmöguleika sem enda í 1. og 2. sæti í réttri röð í tilteknum viðburði.

„Öfugt spáveðmál“ (e. reversed forecast) er þegar þú nefnir tvo valmöguleika sem enda í 1. og 2. sæti í hvaða röð sem er í tilteknum viðburði.

„Samþætt spáveðmál“ (e. combination forecast) er þegar þú velur þrjá eða fleiri möguleika í viðburði, þar sem einhverjir þeirra sem valdir voru munu enda í 1. og 2. sæti í hlaupinu.

Bein (e.straight), öfug (e. reversed) og samþætt (e. combination) spáveðmál eru í boði í kappreiðum að því gefnu að þrír eða fleiri hestar hlaupi í hverju tilteknu hlaupi.

Veðmál verða gerð upp í samræmi við arðslíkan spáveðmála í greininni (e. Industry Forecast Dividend), nema:

  • Ef beint spáveðmál (e. straight forecast) er samþykkt í hlaupi þar sem engin yfirlýst skipting arðs er ljós, er veðmálið gert upp sem einfaldur sigur (e. win single) á fyrsta val sem kemur fram.
  • Ef einhver er valinn í spáveðmáli sem ekki hleypur (e. non-runner) verða veðmál ógild. Ef einhver er valinn í samþættu veðmáli sem ekki hleypur verða veðmál með þeim sem ekki hljóp talin ógild.

Viðskiptavinir hafa ekki heimild til að láta „ónefnda líklegasta“ (e. unnamed favorite) fylgja með í spáveðmálum.

Þríspárveðmál (e. Tricast betting)

Þríspárveðmál/tricast er veðmál þar sem þú nefnir valmöguleikana sem enda í 1., 2. og 3. sæti, í réttri röð í tilteknum hlaupi. Öll þríspárveðmál/tricast eru gerð upp samkvæmt tilheyrandi arðgreiðslulíkani iðnaðar, nema í neðangreindum tilvikum.

Tekið er við veðmálum á öll hlaup þar sem tölva hefur lýst yfir arðgreiðslu fyrir þríspárveðmál/tricast.

Ef þríspá er samþykkt þar sem færri en fjórir hlauparar taka þátt, er það gert upp eins og beint spáveðmál (e. straight forecast) á þá möguleika sem eru tilgreindir sem þeir sem enda í 1. og 2. sæti og þá er möguleikinn fyrir 3. sæti ekki talinn með.

Ef þríspárveðmál er samþykkt í hlaupi þar sem skiptingu arðs hefur ekki verið lýst yfir er veðmálið gert upp sem beint spáveðmál á þá möguleika sem spáð var í 1. og 2. sæti. Þriðji valmöguleikinn verður þá ekki tekinn með við uppgjör. Ef veðmál er samþætt þríspá (e. combination tricast), er hver möguleiki í samþættingunni í þríspánni gerður upp eins og beint spáveðmál og þá er þriðji valmöguleikinn ekki tekinn með í reikninginn við uppgjör.

Ef einn sem ekki hljóp (e. non-runner) er valinn, er þríspárveðmálið gert upp eins og beint spáveðmál á þá tvo möguleika sem eftir standa í þeirri röð sem þeir eru valdir. Samþættingarveðmál fylgja sömu reglum, þar sem hver samsetning er gerð upp á sínum eigin forsendum. Ef tveir sem ekki hlaupa hafa verið valdir verður þríspárverðmálið ógilt.

Ef aðeins tveir hlauparar ljúka keppni verða öll þríspárveðmál sem hafa réttilega valið þá sem enda í 1. og 2. sæti gerð upp sem bein spáveðmál (e. straight forecast). Öll önnur þríspárveðmál teljast hafa tapað.

Ef aðeins einn hlauparinn lýkur keppni verða öll þríspárveðmál sem hafa réttilega valið þann sem endar í 1. sæti gerð upp sem einfalt SP á þann valmöguleika. Öll önnur þríspárveðmál teljast hafa tapað.

Ef þríspárveðmáli er tekið á keppni á svæði þar sem engu arðlíkani þríspárveðmála iðnaðar hefur verið lýst yfir verður arðgreiðslan reiknuð út frá lokaverðinu áður en keppnin hófst.

EF viðskiptavinur velur ónefndan líklegastan í þríspárveðmáli telst valmöguleikinn ekki hafa hlaupið (e. non-runner) og veðmálið verður gert upp á eftirstandandi valmöguleika í þeirri röð sem þeir voru valdir. Samþætt þríspárveðmál fylgja sömu reglu, þar sem hver samsetning er gerð upp á sínum eigin forsendum.

For- og þríspárveðmál á föstum stuðlum (e. Fixed Odds Forecasts and Tricasts)

Ef það eru einhverjir sem ekki hlaupa í keppni verða veðmál gerð upp miðað við arðgreiðslulíkan iðnaðar.

Ef valmöguleiki er tekinn með í föstum stuðlum fyrir forspárveðmál eða föstum stuðlum fyrir þríspárveðmál og hann hleypur ekki, verður allt forspár- eða þríspárveðmálið sem um ræðir ógilt.

Veðmál á viðureignir

Veðmál verða gerð upp samkvæmt reglunum „Rules of Racing of the British Horse Racing Authority“, sem eru þá í gildi og úrslit ákvarðast samkvæmt opinberum niðurstöðum í keppnisfréttum („Racing Post“) næsta dags.

Veðmál verða gerð upp miðað við bestu lokastöðuna.

Fyrir flöt hlaup (e. flat racing) gildir að ef tveir eða fleiri nefndir hestar ljúka ekki brautinni skal lokaröð þessara hesta gagnvart hverjum öðrum ráðast af vegalengd sem hver hestanna hljóp og veðmál gerð upp samkvæmt því.

Fyrir National Hunt-keppni (hindranahlaup) gildir að ef tveir eða fleiri nefndir hestar ljúka ekki brautinni skal lokaröð þessara hesta gagnvart hverjum öðrum ráðast af fjölda hindrana sem hver hestanna hljóp yfir og veðmál gerð upp samkvæmt því. Ef báðir hestar ná að komast yfir jafnan fjölda hindrana verða veðmál ógild.

Bandarísk keppni

Í tilteknum keppnismótum í Bandaríkjunum bjóðum við upp á fasta veðstuðla á bandaríska keppni Viðskiptavinir geta tekið verði í föstum stuðlum eða upphafsverði (e. SP) á þessa viðburði. Ef tekið er við veðmálum á upphafsverði þegar engu upphafsverði iðnaðar hefur verið lýst yfir, verða öll veðmál gerð upp á síðasta verði fyrir „off“ tíma.

Í öðrum bandarískum mótum gildir að ef ekki er boðið upp á neina fasta stuðla, að veðmál sem lögð eru undir á upphafsverði verða gerð upp samkvæmt hinu bandaríska „pari-mutuel“ arðgreiðslulíkani. Taktu eftir því að öll yfirlýst arðgreiðsla er gefin upp í $2 sem þýðir að raunveruleg útgreiðsla á hlut í €/$/£1 er helmingur af yfirlýstum arði.

Veðmál sem lögð eru undir á bandarískum pari-mutuel stuðlum verða gerð upp á stuðlum sem lýst hefur verið yfir af bandarísku keppnisbrautinni sem heldur mótið. Eingöngu veðmál sem hafa yfirlýsta arðgreiðslu frá gestgjafabrautinni munu standa. Öll veðmál sem ekki falla undir arðgreiðslu á gestgjafabrautinni verða ógild.

Ef keppni er lýst sem hún hafi ekki farið fram (e. No Contest) af gestgjafabrautinni verða öll veðmál ógild.

Þegar engir fastir stuðlar hafa verið boðnir á bandaríska keppni verða vinningsveðmál gerð upp í vinningspottinn (e. to the win pool). Hvorvegis veðmál á keppni með átta eða fleiri hlaupurum verða gerð upp á pottinn fyrir sigur og fyrir sæti. Í keppni með fimm til sjö hlaupurum verður sætishluti veðmálsins gerður upp á sætishluta pottsins.

„Exacta“ og „Trifecta“ veðmál verða gerð upp á tilheyrandi arðgreiðslu þar sem engir fastir stuðlar hafa verið í boði.

Samtengdir hestar (e. coupled horses) í Bandaríkjunum eru líka samtengdir á öðrum mörkuðum, ekki bara í vinningspottunum. Ef þú leggur undir veðmál á samtengdan hlaupara mun veðmálið innihalda alla hlaupara undir tölunni (til dæmis 1, 1a, 1b, o.s.frv.). Ef einn þessara þátttakenda hleypur ekki (e. non-runner), stendur veðmálið þitt áfram á eftirstandandi valmöguleika sem eru samtengdir.

Samtengdir hestar gilda ekki um bandaríska keppni þar sem fastir stuðlar hafa verið boðnir, þar sem hlauparar verða verðlagðir sjálfstætt þegar kemur að veðmálum.

Suður-amerísk keppni

Veðmál sem lögð eru undir á upphafsverði (e. Starting Price) verða gerð upp á síðasta verði sem var í boði fyrir „off“ tíma keppninnar. Ef engir fastir stuðlar eru í boði verða veðmál gerð upp á síðasta verði iðnaðar fyrir „off“ tíma keppninnar.

Forspár- og þríspárveðmál verða gerð upp á síðasta sýnda verði fyrir „off“ tímann ef arðgreiðslu iðnaðar hefur ekki hefur verið lýst yfir

Samtengdir hestar gilda ekki um suður-ameríska keppni þegar boðið hefur verið upp á veðmál á föstum stuðlum, þar sem hlauparar verða verðlagðir sjálfstætt þegar kemur að veðmálum.

Evrópsk keppni

Veðmál verða gerð upp miðað við opinber úrslit sem gefin eru upp við vigtun.

Ef boðið er upp á fasta stuðla telst síðasta verðið sem gefið var upp fyrir „off“ tímann verða upphafsverðið (e. Starting Price).

Forspár- og þríspárveðmál verða gerð upp á síðasta sýnda verði fyrir „off“ tímann ef arðgreiðslu iðnaðar hefur ekki hefur verið lýst yfir

Ef ekki er boðið upp á verð á föstum stuðlum verða öll veðmál sem lögð voru undir á upphafverði gerð upp í samræmi við staðbundna heildararðgreiðslu (samtenging gæti átt við).

Alþjóðleg keppni

Veðmál á keppni á öllum alþjóðlegum svæðum, að frátöldum svæðum sem eru talin upp hér fyrir ofan, verða gerð upp á grundvelli keppnisreglna (e. Rules Of Racing). Svæði í boði, þar sem opinberu upphafsverði er skilað, falla undir almennu reglurnar okkar.

Ef boðið er upp á veðmál á fasta stuðla, telst síðasta verðið sem gefið var upp fyrir „‘off“ tímann vera upphafsverðið (e. Starting Price).

Ef upphafsverði iðnaðar/SIS er lýst yfir gildir, að verðmál sem lögð eru undir á upphafsverðinu verða gerð upp á þeim stuðlum og ekki á tilheyrandi pari-mutuel arðgreiðslulíkani.

Ef ekki hefur verið lýst yfir neinu upphafsverði iðnaðar/SIS og engir fastir stuðlar eru í boði, verða veðmál gerð upp á tilheyrandi heildararðgreiðslu sem fengin er frá keppnisyfirvaldi á staðnum (e. local tote authority).

Forspár- og þríspárveðmál verða gerð upp á síðasta sýnda verði fyrir „off“ tímann, ef arðgreiðslu iðnaðar hefur ekki hefur verið lýst yfir.

 

Almennar reglur Sportbókar gilda þegar kemur að öllum flokkum veðmála eða markaða sem ekki er vísað til í sértæku íþróttareglunum/reglum fyrir sport.