pokercasinosports

Reglur Sportbókar

Inngangur

Notkun og túlkun

Reglur og reglugerðir Sportbókar („Reglur Sportbókar“) mynda hluta af skilmálunum okkar.

Reglur Sportbókar gilda um markaði sem eru í boði og veðmál sem eru lögð undir á Sportbókina.

Reglur Sportbókarinnar innihalda eftirfarandi:

  • Þennan inngangshluta;
  • almennar reglur Sportbókar; og
  • sértæku íþróttareglurnar.

Almennar reglur Sportbókar gilda um öll veðmál í Sportbókinni nema annað sé tekið fram í sértæku íþróttareglunum. Ef eitthvað misræmi er á milli sértæku íþróttareglnanna og almennra reglna Sportbókar, skulu sértæku íþróttareglurnar vera í forgangi. Almennar reglur Sportbókar gilda í öllum flokkum veðmála eða markaða sem ekki er vísað til í sértæku íþróttareglunum.

Ábyrgð viðskiptavina

Viðskiptavinir ættu að kynna sér allar reglur Sportbókar sem eiga við um alla þá markaði sem þeir hafa hugsað sér að veðja á.

Almennar reglur Sportbókar

Úrslit og uppgjör markaða

Almennt

Ef sértæku íþróttareglurnar tiltaka ekki hvernig eða á hvaða forsendum markaður er gerður upp, verða markaðir gerðir upp miðað við opinber úrslit tilheyrandi íþróttasambands/-yfirvalds óháð brottvísunum (e. disqualification) eða breytingum á úrslitunum (nema ef breytingin er tilkynnt innan 24 stunda frá því að upprunalegt uppgjör fór fram á tilteknum markaði til þess að leiðrétta villu þegar úrslitin voru tilkynnt).

Ef engin opinber úrslit frá tilheyrandi yfirvaldi eru tiltæk, munum við ákvarða úrslitin (af skynsemi) með upplýsingum sem fást frá sjálfstæðum aðilum. Ef það gerist í slíkum tilvikum að nýjar upplýsingar koma í ljós í opinberum gögnum innan 48 stunda frá uppgjöri, ákvörðum við (af skynsemi) annað hvort:

  • hvort markaður ætti að vera settur aftur í gildi eða gert enduruppgjör í ljósi þessara nýju upplýsinga; eða
  • hvort ætti að bíða eða ekki eftir frekari upplýsingum áður en við ákvörðum hvort markaðurinn verði settur aftur upp eða enduruppgjör skuli gert á markaðnum. Fyrir utan tilvik þar sem við höfum tilkynnt að við séum að bíða eftir nánari upplýsingum, gildir að upplýsingar sem koma fram í almenna vitneskju (e. public domain) seinna en 48 stundum eftir að markaður hefur verið gerður upp að þær eru ekki teknar til greina (óháð því hvort slíkar upplýsingar gætu hafa leitt til annarra úrslita eða ekki).

Í tilvikum þar sem einhver óvissa ríkir um úrslit eða möguleg úrslit, áskiljum við okkur rétt til þess að stöðva uppgjör á hvaða markaði sem er í ótakmarkaðan tíma svo unnt sé að leysa úr óvissunni á þann hátt að við teljum leyst úr öllum vafa. Við áskiljum okkur réttinn til að ógilda (e. void) hvaða markað sem er ef óvissan sem tengist uppgjörinu getur ekki verið leyst á þann máta að okkur þyki það vel gert.

Enduruppgjör

Veðmál eru almennt gerð upp skömmu eftir að viðburðunum sem þau tengjast lýkur. Við gætum gert upp (eða gert upp að hluta) sum veðmál áður en opinberum úrslitum er lýst yfir (eða gætum aukið tiltæka innistæðu viðskiptavinar um lágmark mögulegs vinnings í tilteknum veðmálum) eingöngu til þess að veita viðskiptavinum góða þjónustu. Við áskiljum okkur hins vegar réttinn til þess að breyta uppgjöri veðmálsins ef:

  • opinber úrslit eru öðruvísi en við gerðum veðmálið upp á áður; eða
  • ef allur markaðurinn er á endanum gerður ógildur.

Við áskiljum okkur rétt til að snúa við uppgjöri veðmáls ef það var gert upp á rangan hátt/vitlaust (til dæmis vegna mannlegra mistaka eða tæknilegrar villu).

Ef við gerum veðmál aftur upp gæti það leitt til þess að breyting væri gerð á innistæðu viðskiptavinar til þess að hún endurspegli breytingarnar sem voru gerðar á uppgjöri veðmálsins.

Ekki með (e. non-runners), dregið sig í hlé (e. withdrawals) og brottvísanir (e. disqualifications)

Nema annað sé tekið fram er tekið við íþróttaveðmálum undir almennu reglunni „ekki með, ekkert veðmál“ (e. „non-runner, no bet“). Þetta þýðir að veðmál verða ógild og upphæðir sem voru lagðar undir eru endurgreiddar á lið eða keppinaut sem dregur sig úr leik áður en viðburður hefst. Við gætum beitt ígildi frádráttar, að svokölluðu „Tattersalls Rule 4(c)“ ákvæði, á alla vinninga sem verða af veðmálum á þátttakendur sem eftir standa í viðburði (miðað við líkur/stuðla á þátttakandann sem hverfur frá keppni).

Þar sem það er tekið fram verða tilteknir markaðir í boði á grundvellinum „allt undir, með eða ekki“ (e. „all-in compete or not“). Þetta þýðir að ef lið eða keppandi eru dregin úr leik í tilteknum viðburði (hvort sem þau draga sig úr keppni sjálf eða er vikið þaðan eða sett í keppnisbann eða annað slíkt) áður en þau hafa tekið þátt í viðburðinum, eru veðmál sem eru lögð undir á það lið eða keppanda (eins og á við) talin vera töpuð veðmál.

Ef viðburður er merktur sem fastur dráttur (e. fixed draw) og ef keppinautur dregur sig úr leik, er vísað þaðan eða dæmdur úr leik/settur í bann, áskiljum við okkur rétt til að gera upp öll veðmál á þeim stuðlum sem eru á markaði og eftir að markaðir hafa verið endurskoðaðir án keppandans eða liðsins sem var dregið úr keppni.

Ef lið eða keppandi hefur tekið einhvern þátt í íþróttaviðburði eftir að hann telst formlega hafa hafist og tekst svo ekki að ljúka þeim viðburði af hvaða ástæðu sem er, eru veðmál sem lögð voru undir á það lið eða keppanda talin „á lífi“ (þ.e. veðmál á það lið eða þann keppanda verða ekki ógild).

Val ekki í boði

Við reynum að halda mörkuðunum okkar uppfærðum öllum stundum (svo að mögulegt vinningsval fyrir hvern markað sé alltaf í boði). Ef lið eða keppandi sem að lokum vinnur er hins vegar ekki í boði af einhverjum ástæðum munu veðmál á annað val á viðeigandi markaði standa (og gerð upp í samræmi við þessar og aðrar viðeigandi uppgjörsreglur).

Ef leik/viðureign lýkur með jafntefli þar sem við buðum ekki upp á möguleikann „jafnt/jafntefli“, verða veðmál sem það snertir talin ógild.

Leik hætt, aflýsingar og frestanir

Sumir markaðir eru með mismunandi reglum og þær eru taldar upp í sértæku íþróttareglunum. Ef markaður er hins vegar ekki með neinar reglur í sértæku íþróttareglunum í tengslum við að leik/viðburði sé hætt, honum aflýst og/eða honum er frestað, skal eftirfarandi gilda:

Í tengslum við alla leiki, viðureignir, atburði, einstaka viðburði, kapp/kappakstur (e. race) eða eitthvað svipað: Í þeim tilvikum sem ekki er hægt að ljúka viðburði innan þriggja daga eftir að hann er upphaflega settur á dagskrá skulu öll veðmál á þann markað gerð ógild, fyrir utan veðmál á markaði sem hafa þegar ráðist skilyrðislaust.

Í tengslum við mót, keppni (e. competition) og þess háttar: Ef viðburðinum er ekki lokið innan 24 stunda frá því að því að honum átti upphaflega að ljúka verða veðmál sem tengjast viðburðinum gerð upp í samræmi við opinberan úrskurð tilheyrandi íþróttayfirvalds, að því gefnu að slík ákvörðun sé gerð innan 90 daga frá því að upphaflega stóð til að ljúka viðburðinum samkvæmt dagskrá. Ef enginn opinber úrskurður er tilkynntur innan 90 daga tímabilsins eru öll veðmál á alla markaði sem tengjast viðburðinum gerð ógild, fyrir utan veðmál á markaði sem þegar hafa ráðist skilyrðislaust. Ef ógilda á markað en hann hefur verið gerður upp að hluta af tillitsemi við viðskiptavini, skal slíkum hlutauppgjörum snúið við og öll veðmál á markaðinn gerð ógild.

Ef það gerist ekkert annað íþróttatengt atvik á markaði sem inniheldur ekki valmöguleikann „jafnt“ eða „jafntefli“, eru veðmál sem lögð voru undir eftir þessa niðurstöðu atvika gerð ógild.

Við ákveðum (af skynsemi) hvort markaður tengist viðureign/leik (eða sambærilegu) eða móti (eða sambærilegu). Hins vegar, sem dæmi, gildir eftirfarandi:

  • Europa League „Outright“ = mót;
  • Champions League riðill „Outright“ = mót;
  • Markahæsti leikmaður Premier League = mót;
  • 72 holu golf „Match Bet“ = viðureign/leikur;
  • Ryder Cup „Outright“ = mót;
  • Golfmót „Outright“ = mót;
  • Tennismót „Outright“ = mót;
  • Krikket „Test Match“ = viðureign/leikur;
  • Beinn sigurvegari Ashes Series (e. Outright Winner) = mót;
  • Kappakstur (e. Motor Race - til dæmis, Grand Prix) = viðureign/leikur.

Breyting á keppnisstað

Fyrir allar liðsíþróttir: ef breytt er um viðburðarstað á dagskrá eftir að veðmál hefur verið lagt undir verða öll veðmál eingöngu gerð ógild ef nýr viðburðarstaður er heimavöllur liðsins sem upprunalega var útilið (eða í alþjóðlegum leikjum/landsleikjum, aðeins ef viðburðarstaður er færður í annað land).

Fyrir alla flokka eða markaði aðra en liðsíþróttir: ef breytt er um viðburðarstað á dagskrá eftir að veðmál er lagt undir eru öll veðmál látin standa.

Ef það er gerð breyting á leikyfirborði út frá dagskrá (til dæmis ef hokkíleikur er færður af grasi yfir á gervigras) eftir að veðmál hefur verið lagt undir munu öll veðmál standa.

Tímabil/tímaeiningar

Ef áætluðum viðburðartíma er breytt eftir að veðmál er lagt undir, en áður en viðburðurinn hefst, verða öll veðmál ógild.

Sumir markaðir vísa til tímalengdar þar til einhver atburður gerist í viðburði (til dæmis tími fyrsta marks). Ef atburður gerist í uppbótartíma (e. stoppage/injury time) eftir að hefðbundnum leiktíma er lokið telst hann hafa gerst við lok hefðbundna leiktímans. Til dæmis ef mark er skorað í uppbótartíma fyrri hálfleiks í fótboltaleik þá telst það atvik hafa gerst á mínútu 45.

Öll veðmál gilda um tilheyrandi „venjulegan leiktíma“, þar á meðal uppbótartíma. Allar framlengingar (e. extra time) og/eða vítakeppnir teljast ekki með.

Tilvísanir innan reglna Sportbókar um tiltekinn fjölda „daga“ skal þýða við lok dags að staðartíma að tiltekna dagafjöldanum liðnum. Til dæmis ef fótboltaleikur er settur á dagskrá 1. desember, þýðir sú regla sem leyfir að leiknum skuli ljúka innan þriggja daga frá því að honum átti að ljúka, að lokafrestur til þess að ljúka honum er kl. 23:59:59 þann 4. desember.

„In-Play“ veðmál

Ef það er ekki á dagskrá að setja markað á dagskrá sem In-Play, en okkur tekst ekki að stöðva markaðinn á tilsettum tíma, þá:

  • ef viðburðurinn er með svokallaðan „off-tíma“ á dagskrá verða öll veðmál sem gerð eru eftir þennan „off-tíma“ gerð ógild; og
  • ef viðburður er ekki með „off-tíma“ á dagskrá munum við gera allt til að ákvarða raunverulegan „off-tíma“ og öll veðmál sem eru gerð eftir „off-tímann“ sem við ákvörðuðum verða ógild.

Við reynum eftir fremsta megni að stöðva markaði sem eru In-Play við upphaf og lok viðburðarins. Við getum hins vegar ekki tryggt að slíkir markaðir séu stöðvaðir á tilheyrandi tíma.

Við áskiljum okkur rétt til þess að stöðva að hluta eða með öllu niðurstöðu/val á markaði í Sportbók sem hefur verið breytt í In-Play.

Viðskiptavinir bera ábyrgð á að stjórna veðmálum sínum sem eru In-Play öllum stundum.

Þegar kemur að veðmálum In-Play ættu viðskiptavinir að vera meðvitaðir um að lýsingar sem kallaðar eru „live“/„beinar“ af sumum útsendurum, að þær eru mögulega stundum sendar út með töf eða teknar upp fyrir fram. Hversu mikil slík töf getur verið er misjafnt eftir því hvaðan þeir eru að taka á móti myndum eða gögnum. Athugaðu líka, í rekstrarlegum skilningi, að úrvinnsla um sérveðmál (e. bet requests) sem eru gerðar In-Play gætu tekið örlítið lengri tíma í úrvinnslu.

Ef við samþykkjum veðmál á markað þar sem niðurstaðan hefur þegar ráðist telst það veðmál ógilt (og engir vinningar verða greiddir vegna þess).

Í tengslum við markaði sem er á dagskrá að breyta í In-Play, við reynum að breyta slíkum mörkuðum í In-Play á „off-tímanum“ og að stöðva slíka markaði þegar efnislegir viðburðir gerast (e. Material Event - mark/stig skorað, víti dæmt eða leikmaður rekinn af velli). Við getum hins vegar ekki tryggt að slíkir markaðir verði stöðvaðir og þeim breytt í In-Play á „off-tímanum“.

Ef það er á dagskrá að breyta markaði í In-Play, en okkur tekst ekki að stöðva markaðinn í tæka tíð fyrir „off-tímann“ og markaðnum er ekki breytt í In-Play á neinum tíma sem viðburður er í gangi, verða öll veðmál eftir „off-tímann“ skv. dagskrá ógild nema hægt sé að sýna fram á að veðmál hafið verið gert fyrir opinberan „off-tíma“ eða raunverulega „off-tímann“. Ef viðburðurinn er ekki með „off-tíma“ á dagskrá munum við gera allt til að ákvarða raunverulegan „off-tíma“ og öll veðmál sem eru gerð eftir „off-tímann“ sem við ákvörðuðum verða ógild.

Ef það er á dagskrá að markaði verði breytt í In-Play, en okkur tekst ekki að stöðva markaðinn á „off-tímanum“, en markaðnum er breytt í In-Play síðar á meðan viðburðinum stendur, munu öll veðmál sem voru lögð undir eftir „off-tímann“ standa. Stuðlarnir gætu þó verið endurmetnir og veðmál gerð upp í samræmi við rétta stuðla á þeim tíma sem tilheyrandi veðmál var lagt undir (slíkir stuðlar ákvarðast af okkur, á rökréttan hátt).

Markaðir með forgjöf

Nema annað komi fram í reglum sem tengjast tilteknum íþróttum, ráðast forgjafarmarkaðir af endurmetnu skori/stöðu valda liðsins sem nemur forgjöfinni sem var í boði á það tiltekna lið. Til dæmis, ef Lið A +10 er valið, mun 10 stigum, vegna uppgjörs, verða bætt við stigaskor Liðs A. Þar sem jafntefli er valið á forgjafarmarkaði ræðst tilheyrandi veðmál með því að aðlaga stigaskor heimaliðsins um tilheyrandi forgjöf (til dæmis, ef jafntefli - 6 er boðið, verða 6 stig, vegna uppgjörs, dregin frá lokastöðu heimaliðsins og ef eftir að slíkur frádráttur er gerður og liðin eru jöfn að stigum, telst veðmálið hafa heppnast).

Þar sem augljós villa hefur verið gerð í uppsetningu á forgjöf, þ.e. að forgjöfin standi sem - í stað + og öfugt, í einhverjum af viðburðunum okkar, annað hvort í In-Play eða veðmálum fyrir leik, áskiljum við okkur réttinn til þess að gera veðmálin upp á réttri forgjöf miðað við þann tíma sem veðmálið var lagt undir.

Það sem eingöngu forgjafarveðmál eru í boði verður veðmálið gert upp sem forgjafarveðmal, hvort sem það var valið eða ekki.

Markaðir til að komast áfram (e. To Qualify)

Markaðir til að komast áfram (til dæmis „að komast í úrslit“) ákvarðast af liði eða keppanda sem kemst áfram, hvort sem viðkomandi tekur þátt í næstu umferð viðburðarins sem þau komast áfram í eða ekki. Veðmál verða gerð upp eftir undankeppni og allir úrskurðir sem eru gerðir síðar, þar sem keppanda er vísað frá keppni eða breytingar verða á úrslitunum, teljast ekki með.

Jafntefli (e. Dead Heats)

Nema annað sé tekið fram í sértæku íþróttareglunum gilda reglur um jafntefli (e. dead heat) um veðmál á markaði þar sem búast má við fleiri en einum sigurvegara.

Jafntefli/Dead heat er hugtak sem lýsir því þegar tveir eða fleiri valmöguleikar í viðburði teljast jafnir. Ef jafntefli er lýst yfir milli tveggja valmöguleika í einhverjum viðburði eru lagðir fullir stuðlar á hálfa upphæðina sem var undir á viðburðinn og hinn helmingurinn tapast. Ef tveimur eða fleiri jafnteflum er lýst yfir er upphæðinni sem er undir skipt hlutfallslega samkvæmt því.

Villur/mistök

Við gerum allt sem við getum til að gera engar villur, mistök eða rangfærslur þegar við tökum við veðmálum. Ef það gerist, vegna tæknilegra, kerfislegra eða mannlegra mistaka, að tekið er við veðmáli á stuðlum (sem gildir líka um það sem fer í forgjöf og svipaða hluti) og/eða á skilmálum sem eru annað hvort:

  • efnislega ólíkir þeim sem almennt eru boðnir á almennum veðmálamarkaði á þeim tíma sem veðmálið var gert upp; eða
  • greinilega rangir miðað við líkurnar á að viðburður gerist á þeim tíma sem veðmál var lagt undir, þar á meðal, í hvoru tilviki fyrir sig, vegna þess að veðmál var lagt undir eftir að viðburður hófst vegna þess að markaðurinn endurspeglaði ekki In-Play stöðu, eða af einhverjum öðrum ástæðum, skulu öll veðmál standa; við munum hins vegar gera upp vinningsveðmál á réttum stuðlum.

Ef „each way“ (hvorvegis) viðburður er boðinn á markað þegar verðið á þann markað sýnir greinilega að svo ætti ekki að vera, áskiljum við okkur rétt til þess að gera slíkt veðmál aðeins upp sem sigur. Ef valið er hluti af fjölliða/margföldu (e. multiple) „each way“ vali, verður öll fjölliðan gerð upp sem eingöngu sigur.

Réttir stuðlar verða ákvarðaðir af okkur (af skynsemi).

Hámarksútborgun

Það er skylda viðskiptavinarins að halda sig innan takmarka þeirra sem nefnd eru hér á eftir. Takmarkanirnar eiga bæði við um tegundirnar einföld og margföld/fjölliða veðmál. Þegar margfalt/fjölliða veðmál hefur verið lagt undir og það inniheldur viðburði með ólíkar hámarksútborganir, gildir lægsta takmörkunin.

Öll veðmál heyra undir reglur um hámarksútborganir á hvern tiltekinn viðskiptavin (eða eins og þeim er lýst hér að neðan, til hópa viðskiptavina) á hverjum degi óháð upphæðinni sem er undir, stuðlum, eða fjölda vinningslína eins og þeim er lýst hér að neðan. Fyrir utan það sem er lýst hér að neðan er veðmál samþykkt á þeirri forsendu að það sé fjárfesting eins viðskiptavinar.

Allar takmarkanir á hámarksútborganir gilda um einn viðskiptavin, eða hóp viðskiptavina sem vinna saman, sem hafa lagt undir veðmál sem innihalda sama valið, þar á meðal, að hafa lagt undir röð veðmála, á mismunandi stuðlum, yfir marga daga með því að nota ólíka reikninga eða leiðir. Ef við teljum að röð veðmála hafi farið fram með þessum hætti mun heildargreiðsla allra þeirra veðmála samanlagt takmarkast við eina hámarksútborgun.

Við áskiljum okkur réttinn til þess, að okkar sjálfdæmi, að framfylgja eftirfarandi takmörkunum. Öll takmörk eru sýnd í €/$/£. Ef viðskiptavinur leggur undir í öðrum gjaldmiðli ræðst hámarksútborgun af ráðandi miðgildi skiptigengisins, eins og það er gefið upp af XE á þeim tíma sem uppgjör fer fram.

Sport Viðmið Hámarksútborgun
Fótbolti Allir A-landsleikir karla, Champions League (eftir undankeppni), Europa League (eftir undankeppni), World Cup/HM, European Championship/EM, Premier League á Englandi (EPL), Championship-deildin og League 1 og League 2 á Englandi, Premier League í Skotlandi (SPL), Bundesliga í Þýskalandi, Ligue 1 í Frakklandi, Serie A á Ítalíu og La Liga á Spáni 1.000.000
Fótbolti Allar aðrar keppnir sem ekki eru skráðar hér að ofan 200.000
Golf Allir opinberir viðburðir í US PGA eða European Tour, markaðir á sigurvegara viðburða (e. Event Winner) 500.000
Golf Öll önnur golfmót sem ekki eru skráð hér að ofan og allir aðrir markaðir utan á sigurvegara viðburða 100.000
Amerískur fótbolti NFL „regular season“, „playoff maches Moneyline“, munur og samtals (e. spreads - totals) og beinir markaðir (e. outright markets) á Superbowl 250.000
Amerískur fótbolti Allar aðrar keppnir sem ekki eru skráðar hér að ofan og allir aðrir markaðir sem ekki eru tilteknir hér að ofan 50.000
Körfubolti Allir markaðir á NBA Moneyline, á mun (e. spreads), samtals og beinir markaðir á NBA meistara (e. Championship Outright) 250.000
Körfubolti Allar aðrar keppnir sem ekki eru skráðar hér að ofan og allir aðrir markaðir sem ekki eru tilteknir hér að ofan 50.000
Hafnabolti Allir markaðir á MLB Moneyline, Run Line, samtals og beinir markaðir á World Series 250.000
Hafnabolti Allar aðrar keppnir sem ekki eru skráðar hér að ofan og allir aðrir markaðir sem ekki eru tilteknir hér að ofan 50.000
Veðhlaup hesta/Kappreiðar  Allar kappreiðar 50.000
Mjóhundahlaup (e. Greyhound Racing) Öll mjóhundahlaup 10.000
Viðburðir aðrir en íþróttir Hvert það veðmál sem inniheldur val í viðburði sem ekki er íþrótt (t.d. X-Factor, Eurovision söngvakeppnin o.s.frv.)   25.000
Tennis Beinn markaður á sigurvegara ATP Tour og sigurvegara viðureigna (outright winner & match winner) 250.000
Tennis Beinn markaður á sigurvegara WTA Tour og sigurvegara viðureigna (outright winner & match winner) 250.000
Tennis Allir aðrir tennismarkaðir og mót sem ekki eru skráð hér að ofan, að meðtöldum en takmarkast ekki við, ITF, ATP/WTA Challenger og ATP Qualifiers 25.000
Íshokkí Allir markaðir á NHL Moneyline, Puck Line, samtals og beinir markaðir (e. outright) á Stanley Cup 250.000
Íshokkí Allar aðrar keppnir sem ekki eru skráðar hér að ofan og allir aðrir markaðir sem ekki eru tilteknir hér að ofan 50.000
Aðrar íþróttir Öll veðmál sem innihalda val á íþróttir (aðrar en þær sem taldar eru upp hér að ofan) - þar á meðal „Ante Post“ íþróttaviðburðir 50.000

Ef veðmál hefur verið gert upp og upphæð sem er hærri en gildandi hámarksútgreiðsla hefur verið lögð inn á reikning viðskiptavinar, áskiljum við okkur réttinn til að breyta upphæðinni sem er greidd út til að endurspegla gildandi takmark. Við áskiljum okkur þennan rétt þar sem veðmáli er að fullu lokið og þar sem veðmál hefur verið sent til úttektar af viðskiptavini með því að nota „Cash Out“ virknina (útborgun).

Samtals hámarkstakmörk á daglega útborgun (e. Overall Maximum Daily Payout Limit): Háð öðrum lægri takmörkunum sem gætu gilt í tengslum við tiltekinn viðburð (eins og er lýst hér að framan), eru samtals hámarkstakmörk á daglega útborgun fyrir alla viðskiptavini, sem gildir um öll vinningsveðmál sem lögð eru undir í Sportbókinni, samtals €/$/£1.000.000. Ef viðskiptavinur leggur undir vinningsveðmál sem er umfram þetta daglega hámark verður útborgunin lækkuð niður í €/$/£1.000.000 og viðskiptavinurinn fellst á að afgangurinn af vinningnum sem var umfram €/$/£1.000.000 falli niður.

Margföld veðmál

Margfalt/fjölliða veðmál samanstendur af nokkrum liðum/atriðum. Liður/atriði er skilgreint sem einn eða fleiri valmöguleikar sem eru gerðir á stakan viðburðarmarkað.

Við áskiljum okkur réttinn til þess, kjósum við slíkt, að samþykkja ekki tiltekin margföld/fjöliða veðmál eða að lækka upphæðir sem eru undir.

Margföld/fjölliða veðmál sem eru lögð undir falla undir reglur Sportbókar sem gilda um hverja og eina íþróttagrein sem tengist einhverjum liðum í margföldu/fjölliða veðmáli.

Ef eitthvað val í einhverjum lið tekur ekki þátt (e. non-runner) eða er á annan hátt ógilt undir reglum Sportbókarinnar (til dæmis leik hætt (e. abandoned)), þá eru öll viðmál á þann tiltekna lið ógild og margfalda/fjölliða veðmálið er aðlagað samkvæmt því. Til dæmis þrefalt (e. treble) með einn ógildan lið verður þá tvöfalt (e. double). Ef ógildi leggurinn þýðir að stakt veðmál innan fjölliða veðmáls geri það að einföldu veðmáli mun slíkt einfalt veðmál standa.

Margföld/fjölliða veðmál sem sameina marga valmöguleika innan sama viðburðar eru ekki samþykkt þegar þau velta á tengdri tilfallandi atvikaröð (þ.e. þar sem útkoma í einum viðburði er líkleg til að hafa áhrif á líkurnar á að annar viðburður gerist) nema þar sem þessir valmöguleikar hafa verið valdir í gegnum vöruna Bet Builder. Höfnun sem tengist veðmálum tilfallandi valmöguleika gæti gerst sjálfkrafa á þeim tíma sem veðmál er lagt undir. Ef tekið er við slíku veðmáli vegna villu/mistaka gætum við gert upp einstaka hluta veðmálsins sem innihalda tvo eða fleiri af tilfallandi tengdu atburðunum, sem einföld veðmál.

Markaði á „each way“ og aðeins sigur (e. win only) er ekki hægt að sameina í hluta af margföldu/fjölliða veðmáli. Ef við tökum við margföldu veðmáli af þessum toga vegna villu eða mistaka verða öll „each way“ veðmál sem eru hluti af því flokkuð sem „win only“ veðmál við uppgjör.

Veðmál af gerðinni „Lucky 15/31/63“ - þetta margfalda/fjölliða veðmál inniheldur einföld veðmál og allt upp í fjóra, fimm eða sex valmöguleika. Eftirfarandi listi lýsir fjölda veðmála sem hver hluti veðmálsins Lucky inniheldur:

  • Lucky 15 (4 valmöguleikar) inniheldur: 4 einföld, 6 tvöföld, 4 þreföld og 1 fjórfalt.
  • Lucky 31 (5 valmöguleikar) inniheldur: 5 einföld, 10 tvöföld, 10 þreföld, 5 fjórföld og 1 fimmfalt.
  • Lucky 63 (6 valmöguleikar) inniheldur: 6 einföld, 15 tvöföld, 20 þreföld, 15 fjórföld, 6 fimmföld og 1 sexfalt.

Keppendur með sama nafni

Ef það er fleiri en einn keppandi sem ber sama eftirnafn og í valinu sem ekki er sundurgreint með fornafni, liði (þegar það á við) eða stuðlum sem gáfu þátttökurétt, mun keppandinn með lægsta auglýsta stuðulinn verða tekinn sem valkosturinn.

Ef það gerist að tveir eða fleiri keppendur séu nefndir með lægsta auglýsta stuðla verður upphæðinni sem er undir skipt á milli þeirra.

Nafnið/fyrirsögnin á keppni telst sönnun þess á hvað veðmálið vísar til. Til dæmis ef þú leggur undir veðmál á „Ítalía-Brasilía“ undir keppnisheitinu/fyrirsögninni „Women’s World Cup“ (HM kvenna), gildir veðmálið um leikinn á milli Ítalíu og Brasilíu, sem er hluti af HM kvenna.

Síðbúin veðmál

Tekið er við veðmálum upp að „off-tíma“ viðburðarins eða að fyrir fram ákvörðuðum tíma, hvort heldur sem er fyrr.

Öll veðmál sem eru óvart samþykkt eftir að lokað hefur verið fyrir veðmál eða þar sem viðburður hefur ráðist eða á þeim tíma sem viðskiptavinur gæti haft einhverja hugmynd um niðurstöðuna, verða veðmál gerð upp á réttum stuðlum á þeim tíma sem veðmálið var lagt undir.

Réttir stuðlar verða ákvarðaðir af færsluteyminu okkar.

Veðmál sem eru lögð undir eftir að lokaúrslit viðburðar eru kunn verða ógild.

Ef einhverjar deilur koma upp í tengslum við „off-tíma“ markaðs/viðburðar þar sem opinber upphafstími hefur ekki verið tiltekinn af tilheyrandi íþróttayfirvaldi, telst tíminn sem við metum sem upphafstíma viðburðarins ráða við uppgjör allra veðmála.

Bikarkeppni (e. Cup/Trophy Competitions)

Nema aðrir skilmálar séu auglýstir gerum við upp bein veðmál (e. outright) á leikmanninn eða liðið sem lyftir bikarnum/veðlaunagripnum.

Grunsamleg veðmál

„Grunsamlegt veðmál“ vísar til þess þegar við höfum ástæðu til að telja að tiltekið eða mörg veðmál sem hafa verið send inn hafi verið gerð við grunsamlegar kringumstæður. Þetta inniheldur, en einskorðast ekki við:

  • Þegar óvenju há tíðni og/eða fjöldi mjög óvenjulegra veðmynstra (samanborið við almenna hegðun veðmála) er lögð undir á sama valið (sömu valmöguleika) á tiltölulega stuttu tímabili
  • Þegar óvenju há tíðni og/eða mjög óvanaleg veðmynstur eru lögð undir á sama valið (sömu valmöguleika) og þar sem fræðilegar líkur eru á að framangreindir valmöguleikar vinni á þeim tíma sem veðmál fer fram, miðað við líkur sem eru í boði á þeim tíma sem lagt var undir, sé í miklu ósamræmi við fræðilegar líkur á að sama valið skili sigri reiknað út frá upphafslíkum
  • Þar sem efast hefur verið um heilindi eins eða fleiri viðburða, þar á meðal, en ekki takmarkað við, þegar einn (eða fleiri) þátttakendur í viðburði sýna óvenjulegt form eða háttarlag sem við teljum að þú gætir hafa haft vitneskju um, eða einhver tengdur þér, á þeim tíma sem lagt var undir á veðmál og að þær upplýsingar hafi verið huldar almenningi til þess að njóta óeðlilegs forskots á þau veðmáls sem lögð hafi verið undir á viðburðinn (viðburðina)
  • Þegar við höfum rökstuddar grunsemdir um að veðmál eða röð tengdra veðmála hafi ekki verið lögð undir af þér, heldur vélrænt eða á annan sjálfvirkan hátt, eða á annan hátt en að reikningseigandi sjálfur hafi lagt handvirkt undir einn og óstuddur í gegnum reikning sinn;
  • Þegar við teljum að þú hafir nýtt þér ósanngjarna utanaðkomandi þætti eða áhrif í tengslum við viðburð(i) sem hafi getað verið veðjað á.
  • Þar sem við höfum rökstuddan grun um að þú hafir opnað tvöfalda reikninga, eða að annar eða tengdur reikningur sé undir þinni stjórn ásamt þínum eigin reikningi, með það að markmiði að fela raunverulegt eðli eða veðmynstur í veðmálum sem þú eða annar leggur undir í þínu nafni. Þetta á við jafnvel þó að annar eða aðrir reikningar hafi verið opnaðir undir ólíkum nöfnum
  • Þegar við teljum ástæðu til að ætla að framkoma þín eða hegðun sé í tengslum við aðra, eða að þú sért að taka þátt fyrir hönd annars en þín sjálfs
  • Þegar við höfum ástæðu til að ætla að veðmál sem þú hefur lagt undir á fari fram frá stöðum eða úr tækjum sem eru önnur en þau tæki eða þeir staðir sem þú segist hafa notað til þess að leggja undir veðmál

Í öllum tilvikum hér að ofan og án takmarka á okkar möguleika á að nýta allar tiltækar leiðir gætu eftirfarandi eftirmálar orðið, allt eftir kringumstæðum sem um ræðir:

  • Beðið um nánari upplýsingar frá þér eins og til þykir þurfa til að rannsaka hvort að hegðun þín gæti flokkast sem grunsamleg veðmálahegðun.
  • Hætt við eða frestað/seinkað greiðslu allra upphæða (eða hluta úr summum) á meðan við bíðum eftir að okkur berist fullnægjandi sönnun frá þér á því að veðmál hafi ekki verið grunsamlegt. Til dæmis, þegar okkur grunar að veðmál hafi farið fram með vélrænni aðstoð eða á sjálfvirkan hátt, þá gætum við krafist þess að þú útvegir okkur fullnægjandi sönnun á því að hvert einasta veðmál hafi farið fram handvirkt af þér sjálfum í gegnum reikning þinn. Þú samþykkir einnig og viðurkennir að við áskiljum okkur allan rétt, að okkar eigin sjálfsdæmi, til að safna og vinna úr öllum upplýsingum í tengslum við veðmynstur, persónuupplýsingar, innlegg fjármuna og aðrar tengdar upplýsingar og fyrirspurnir sem gætu hjálpað okkur að rannsaka öll möguleg brot á þessum reglum.
  • Frysting eða frestun greiðslu af einhverju tagi og upphæð (eða hlutum hennar) varir vanalega ekki lengur en 30 daga, en ef þörf krefur er hægt að lengja þann tíma frekar (t.d. í tengslum við yfirstandandi rannsókn okkar, íþróttasambands, eftirlitsaðila með fjárhættuspilum, löglegu yfirvaldi eða hverjum öðrum þriðja aðila).
  • Ógilt (ógilda) veðmál, þar á meðal margföld, fyrir viðburð. Þegar það er hægt munum við hafa samband við þig fyrir fram um að veðmál hafi verið ógilt (ógild) áður en (fyrsti) viðburður sem tengist veðmáli hefst;
  • Reikna út mögulega vinninga miðað við upphafsverð viðburða(r) sem veðjað hefur verið á. Við munum hafa samband við þig fyrir fram ef veðmál munu verða gerð upp miðað við upphafsverð, þegar slíkt er hægt.
  • Þegar það er óvanaleg eða mikil tíðni og/eða veðmynstur sem lögð eru undir á sama (sömu) valmöguleika á stuttu tímabili (og þegar við höfum ástæðu til að ætla að slík veðmál tengist) takmörkum við útborgun vinnings. Þegar slíkar takmarkanir eru nauðsynlegar munu þær lagðar á marga reikninga til að ná yfir hámarksútborgunina fyrir hvert og eitt veðmál eða tiltekinn markað eða markaði.
  • Þegar við höfum ástæðu til að gruna að þú hafir tekið þátt í, eða hafir tengst, einhverri grunsamlegri veðmálahegðun, munum við nota allar mögulegar leiðir til þess að rannsaka, þar á meðal að nota ýmis tól og tæki sem koma eiga upp um samráð, grunsamleg veðmál, svik og svindl og eru notuð almennt í spilaiðnaðinum.
  • Við áskiljum okkur rétt til að loka varanlega reikningi ef við teljum okkur hafa rökstuddan grun um eitthvert misferli er tengist reikningnum.
  • Þegar veðmál er talið vera ógilt (eða hefur verið lýst ógilt) af okkur fyrir tiltekinn viðburð mun hver sú summa sem dregin hefur verið af reikningi þínum í tengslum við það veðmál verða lögð inn á reikninginn þinn aftur.
  • Við áskiljum okkur rétt til að reyna að endurheimta frá þér allt tap sem við gætum orðið fyrir sem tengist á beinan eða óbeinan hátt grunsamlegu veðmálaathæfi. Þessi réttur hefur ekki áhrif á önnur réttindi (þar á meðal almenn réttindi í lögum) sem við gætum átt gegn þér, hvort heldur það sé undir þessum skilmálum eða annars.
  • Við munum heldur ekki undir neinum kringumstæðum bera bótaskyldu gagnvart hverju því tjóni sem þú eða aðrir aðilar gætu orðið fyrir vegna þeirrar hegðunar sem lýst hefur verið í þessum hluta. Við áskiljum okkur rétt til að grípa til frekari úrræða eða annarra aðgerða í málefnum er tengjast grunsamlegum veðmálum, en skuldbindum okkur ekki til að gera slíkt.

Eins og ávalt, þá munum við framfylgja rétti okkar er við gætum átt gagnvart þér á þann hátt að það sé sanngjarnt gagnvart þér og öðrum notendum. Fyrir nánari upplýsingar skaltu skoða almennu skilmálana okkar.

Við erum meðlimur International Betting Integrity Association („IBIA“), samtaka sem eru rekin án hagnaðarmarkmiðs (e. non-profit organisation) sem hafa eftirlit með óreglulegum veðmálamynstrum og mögulegum inngripum í viðburði.  Vegna þessarar aðildar tökum við að fullu þátt í frumviðvörunarkerfi þess sem miðar að því að koma auga á slíka verðmálahegðun.

Ef það gerist að við fáum viðvörun, áskiljum við okkur allan rétt, að fullu sjálfdæmi, til að:

(i) hætta framboði á hverjum þeim viðburði eða viðburðaröð tengdum einhverjum markaða sinna; og

(ii) seinka og/eða halda eftir greiðslu vegna einhvers viðburðar eða viðburðaraðar á einhverjum mörkuðum sínum, þar til heilindi slíks viðburðar eða viðburðaraðar hafa verið staðfest af tilheyrandi íþróttasambandi í gegnum IBIA.

Einnig, ef IBIA hefur staðfest að átt hafi verið með beinum hætti við framgang viðburðar, einstakan eða viðburðaröð, þá í samstarfi við tilheyrandi íþróttasamband áskiljum við okkur algjöran rétt til þess, kjósum við svo, að stöðva veðmál sem farið hafa fram á slíkan viðburð, hvort sem það er vegna einstaklings sem IBIA hefur bent á að gæti haft innherjaupplýsingar eða innherjaþekkingu eða vegna einhvers annars sem að mati okkar er mögulega tengdur eða starfar í samstarfi við eða tengist á einhvern hátt slíkum einstaklingi.

Til þess að koma í veg fyrir svik, svindl og peningaþvætti, gætum við veitt upplýsingar um þig og spilasögu þína til þriðju aðila, þar á meðal en ekki takmarkað við, til lögbundins eftirlitsaðila, íþrótta- eða spilayfirvalds, fjármálastofnana og löggæslufulltrúa, eða til annarra aðila sem fara með rannsókn og eftirlit með þeim brotum sem grunur er um. 

Stigatöflur

Þrátt fyrir að núverandi staða/skor, liðinn leiktími, myndbrot eða annað hér á síðunni sé fengið með traustum hætti í beinu streymi frá þriðju aðilum, ættir þú að gera þér grein fyrir að þessi gögn gætu á einhverjum augnablikum hafa tafist og/eða verið ónákvæm.  Ef þú treystir á þessi gögn til þess að leggja undir veðmál gerir þú slíkt algjörlega á eigin ábyrgð. Reglur okkar fyrir uppgjör veðmála gilda þá enn og við berum enga bótaábyrgð vegna neins ósamræmis sem gæti komið upp á milli upplýsinga sem sýndar eru hér og hvernig veðmál er gert upp.

Meiðsli

Ef það gerist að tilkynnt er um meiðsli á markaði þar sem fjöldi viðureigna/leikja eða stuðlar á þá sem enn eru með getu haft veruleg áhrif á stuðla/líkur, til dæmis, markahæsti leikmaður (e. Top Goalscorer) eða leikmaður með flest hlaup (e. Top Runscorer), áskiljum við okkur réttinn til þess að annað hvort ógilda veðmál, leggja á „Rule 4“ frádrátt eða breyta veðmálum í næstu stuðla sem eru í boði á markaðnum eftir að markaðurinn hefur verið leiðréttur eftir að fréttir af meiðslum bárust.

Þetta gæti átt við um veðmál sem eru lögð undir á milli þess tíma sem meiðslafréttirnar eru tilkynntar og endurskoðunar umrædds markaðs.

Útborgun

Útborgun (e. Cash Out) er eiginleiki sem er í boði á ýmsum veðmálamörkuðum. Útborgun leyfir þér að gera breytingu á upprunalega veðmálinu þínu á markað og læsa inni hagnað eða tap með því að gera upp veðmálið þitt (eða hluta þess) snemma, án þess að þurfa að bíða eftir að viðburðinum ljúki.

Engin ábyrgð er tekin á beiðni þinni um að leysa út pening/útborgun og gæti því misheppnast ef, t.d., markaðurinn er stöðvaður eða ef líkur breytast áður en unnið hefur verið úr beiðninni þinni.

Ef útborgunarbeiðnin þín heppnast birtast skilaboð um að beiðnin hafi tekist („Success“) og veðmálið þitt (eða tilheyrandi hluti veðmálsins þíns) verður gerður upp samstundis og vinningnum skilað á reikninginn þinn, sem er jafnhá upphæð og var sýnd á „Cash Out“ hnappinum. Þetta inniheldur upprunalegu upphæðina sem var lögð undir (eða hluta af upphæðinni) og heildarupphæðin sem er skilað á reikninginn þinn er upphæðin sem er sýnd á „Cash Out“ hnappinum. Til að fá fulla útborgun er veðmálið gert upp og allir viðburðir sem gerðust síðar hafa engin áhrif á upphæðina sem er skilað inn á reikninginn þinn. Til að fá hlutaútborgun er hluti veðmálsins þíns gerður upp og viðburðir sem gerast síðar hafa aðeins áhrif á þann hluta veðmálsins þíns sem þú hefur ekki fengið útborgaðan.

Ef útborgunarbeiðnin þín gekk ekki upp verða sýnd skilaboð sem gefa þér upp ástæðu þess og þá gæti boðist nýtt tilboð um útborgun.

Útborgunarbeiðnir sem eru gerðar sem In-Play gætu tekið lengri tíma í úrvinnslu vegna tafa sem eru á In-Play veðmálinu.

Veðmálareglur „In-Play“ gilda um öll In-Play veðmál þar sem útborgun (e. Cash Out) er í boði.

Að nota útborgun þýðir að þú samþykkir ekki tilboð og eigir ekki rétt á að fá tiltekið tilboð. Sjá skilmála og skilyrði fyrir tiltekin tilboð til að fá nánari upplýsingar.

Í veðmálum þar sem „Free Bet“ (ókeypis veðmál) hefur verið notað, verður útborgun (e. Cash Out) ekki í boði fyrr en virði útborgunarinnar þinnar er hærra en virði ókeypis veðmálsins sem þú fékkst.

Við áskiljum okkur rétt til að snúa við uppgjöri útborgunar (e. Cash Out) ef veðmálið er gert upp fyrir mistök (til dæmis vegna mannlegra eða tæknilegra mistaka). Ef við gerum veðmál aftur upp gæti það leitt til þess að breyting væri gerð á innistæðu viðskiptavinar til þess að hún endurspegli breytingarnar sem voru gerðar á uppgjöri veðmálsins.

Við áskiljum okkur réttinn til þess að hætta við uppgjör útborgunar þegar valið sem útborgunin gildir um hættir að vera með (e. non-runner) sem afleiðing af því að veðmálið hefur verið tekið út. Í slíkum tilvikum, þar sem veðmálið var lagt undir er ekki með, verður veðmálið ógilt og upphæðin sem var lögð undir er endurgreidd.

Við áskiljum okkur rétt til þess að stöðva eða gera úttektareiginleikann óvirkan hvenær sem er.

Bættir stuðlar

Öll veðmál sem við bjóðum bætta stuðla á verða gerð upp á grundvelli venjulegst leiktíma og uppbótartíma (þ.e. framlengingar eru ekki teknar með, eða vítakeppnir eða sambærileg atriði) nema það sé tiltekið í veðmálinu sem um ræðir eða veðmálareglum.

Nema annað sé tekið fram falla veðmál, sem bættir stuðlar eru boðnir á, undir venjulegu uppgjörsreglurnar okkar.

Við áskiljum okkur réttin til þess að ógilda öll veðmál sem bjóða bætta stuðla ef ætlunin var aðeins að láta bættu stuðlana gilda um veðmál sem eru gerð fyrir leik (e. pre-match bets) og við höfum samþykkt veðmálið vegna mistaka, eftir að tilheyrandi viðburður hófst.

Ef um augljós mistök á orðfæri eða verði er að ræða í tilteknu veðmáli með bættum líkum, munum við (í samræmi við venjulegu uppgjörsreglurnar okkar) reyna að gera veðmálið upp á stuðlunum sem áttu að gilda um tilboðið og (eða samkvæmt orðfærinu sem átti greinilega að gilda um tilheyrandi veðmál).

Fyrir veðmál með bættum stuðlum sem innihalda marga leikmenn gildir að ef einn eða fleiri leikmenn sem eru skráðir taka svo ekki þátt, áskiljum við okkur réttinn til þess að gera upp veðmálið á stuðlum sem byggjast á þeim leikmönnum sem eftir standa.

Fyrir veðmál með bættum stuðlum sem innihalda marga leiki gildir að ef einn eða fleiri leikur fara ekki fram áskiljum við okkur réttinn til þess að gera upp veðmálið á stuðlum sem byggjast á þeim leikjum sem eftir standa.

RequestABet (séróskir)

Reglurnar í þessum hluta og öllum hlutum RequestABet sem koma fram í sértæku íþróttareglunum gilda um uppgjör allra veðmála sem eru lögð undir í gegnum RequestABet. Allar aðrar uppgjörsreglur sem eru með í reglum Sportbókarinnar gilda líka um uppgjör veðmála sem eru séróskaveðmál, sk. RequestABet. Nema þau séu í mótsögn eða ósamræmi við þau sem eru með í RequestABet hlutanum (en í þeim tilvikum skulu reglurnar í RequestABet hlutanum hafa gildi um fram hinar).

Ef einhver keppandi sem er hluti af RequestABet veðmáli tekur ekki þátt í tilheyrandi viðburði, er allt veðmálið sem um ræðir ógilt (e. void).

Ef um augljós mistök er að ræða í orðalagi eða verði, áskiljum við okkur réttinn til þess að hætta við öll RequestABet veðmál sem hafa verið lögð undir og við slíkar kringumstæður munum við í framhaldi bjóða upp á umrætt RequestABet veðmál aftur með réttu orðalagi eða verði svo viðskiptavinir geti lagt veðmálið sitt undir aftur.

Ýmislegt

Við áskiljum okkur réttinn til þess, kjósum við slíkt, að samþykkja ekki tiltekin Sportbókarveðmál eða lækka upphæðir sem eru undir.

Allar tilvísanir í tímabil í reglum Sportbókar eiga við um tímabeltið þar sem viðburðurinn fer fram. Til dæmis vísar upphafstími fótboltaleiks til staðartímans þar sem leikurinn hefst.

Allar upplýsingar sem eru veittar eru það í góðri trú. Við getum hins vegar ekki samþykkt neina bótaábyrgð vegna villna eða yfirsjónar er kemur að upplýsingum, eins og við birtingu stuða, þeirra sem eru með, tíma, stigaskors, úrslita eða á almennri tölfræði.

Öll úrslit eða stigaskor sem þú gætir fengið umsögn um frá starfsfólki okkar eða fulltrúum (til dæmis á meðan þú veðjar In-Play) eru aðeins veittar til leiðbeiningar.

Við getum, kjósum við það að eigin sjálfdæmi, ákveðið að stöðva veðmál á tiltekna markaði á hvaða tíma sem er (jafnvel þó slík stöðvun sé fyrr en áætlað hafði verið samkvæmt reglum Sportbókar). Til þess að varðveita heilindi leiksins og gæta sanngirni á mörkuðum gætum við líka gert tiltekin veðmál ógild eða gert markað ógildan í heild sinni.

Við áskiljum okkur réttinn til þess að gera breytingar á reglum Sportbókar hvenær sem er. Slík endurskoðun verður bindandi og gildir strax frá því að viðskiptavinum er tilkynnt um slíkar reglubreytingar og öll veðmál sem eru samþykkt eftir að reglubreytingarnar hafa verið tilkynntar skulu falla undir nýju reglur Sportbókarinnar.