Veðmál á markaði á almennan leiktíma (e. Regular Time) verða gerðir upp miðað við úrslitin við lok venjulegs leiktíma, að frátaldri framlengingu.
Veðmál á markaði peningalínu (e. Moneyline) og forgjöf (e. Handicap (pökklína - Puck Line) verða gerðir upp miðað við lokaúrslit, að meðtaldri framlengingu og vítakeppnum sem gætu hafa spilast.
Ef viðureign hefst ekki á auglýstri upphafsdagsetningu og er ekki lokið innan þriggja daga frá auglýstri upphafsdagsetningu, verða öll veðmál ógild (e. void) nema á þá markaði sem þegar hafa ráðist skilyrðislaust.
Ef leikur hefst en síðar er honum hætt eða honum frestað, þá, innan þriggja daga frá auglýstri upphafsdagsetningu, (a) a.m.k. 35 mínútur af spilatíma verða að hafa liðið; eða (b) opinberum úrslitum verður lýst yfir af tilheyrandi íþróttayfirvaldi; annars verða , öll úrslit ógild (e. void), nema á þeim mörkuðum sem hafa þegar ráðist skilyrðislaust. Í þeim tilvikum, ef staðan er jöfn, þá gilda reglur um jafntefli (e. dead heat rules) á peningalínumarkaði (e. Moneyline - þar sem jafntefli hefur ekki verið í boði).
Almennar reglur skiptimarkaðarins og markaðsupplýsingarnar (e. Market Information) gilda þegar kemur að öllum flokkum veðmála eða markaða sem ekki er vísað til í sértæku íþróttareglunum. Ef eitthvað misræmi er á milli sértæku íþróttareglnanna og almennra reglna skiptimarkaðarins skulu sértæku íþróttareglurnar vera í forgangi. Ef eitthvað misræmi er á milli markaðsupplýsinganna og annað hvort almennra reglna skiptimarkaðarins eða sértæku íþróttareglnanna, skulu markaðsupplýsingarnar vera í forgangi.
Kíktu hér til að skoða almennu reglur skiptimarkaðarins.