Allir einstakir veðhlaupamarkaðir verða gerðir upp miðað við opinber úrslit á þeim tíma sem tilkynning úrskurðar fer fram (e. „weigh-in“ announcement - eða sambærilegt). Úrskurðir um brottvísanir, áfrýjanir eða aðrar breytingar á úrslitum verða ekki teknar með í reikninginn.
Spjaldnúmer eru einungis gefin upp til viðmiðunar; veðmál eru lögð undir á nefnt hross. Upplýsingar eins og litur knapa og númer hnakkdýnu eru eingöngu ætlaðar til hliðsjónar. Við ábyrgjumst ekki réttmæti þessara upplýsinga og notkun þeirra til veðmála er algjörlega á eigin ábyrgð viðskiptavinar.
Ef breyting verður á áður auglýstum keppnisstað samkvæmt dagskrá eftir að markaði hefur verið hlaðið upp eru öll veðmál ógild.
Ef breyting verður á yfirborði brautar (til dæmis af grasi á möl) munu öll veðmál standa.
Öll tengd veðmál eru talin ógild ef hlaupi er: hætt og það ekki sett aftur á dagskrá á nýjum tíma; því frestað og sett á dagskrá á öðrum keppnisstað; eða því frestað og það sett á dagskrá annan dag á sama keppnisstað og opnað aftur fyrir skráningu í keppni eða því snúið við í upprunalega skráningu eða á yfirlýsingartímabil að því gefnu að þeir hestar sem gætu bæst við eða eru skráðir að nýju eða að teknu tilliti til yfirlýsinga, að sjálfsdæmi Staruniv með fullum rétti, gætu haft áhrif á veðmál keppninnar. Til að taka af allan vafa, ef keppni er frestað og hún sett á dagskrá á öðrum degi á sama keppnisstað, munu tilheyrandi veðmál standa þegar þátttakendur/yfirlýsingar á þeim tíma sem frestunin var ákvörðuð haldast óbreyttir eða innihalda breytingar/viðbætur sem ekki eru til teljandi áhrifa á keppni samkvæmt dagskrá.
Ef keppni/kappreiðum er er lýst sem ógildum, eða ef einhverjum er dæmdur sigur án keppni (w. walkover), eru öll veðmál á þá keppni ógild (e. void).
Þessi regla tengist aðlögun á stuðlum á veðmál sem þegar hafa verið jöfnuð (e. matched) ef því er lýst yfir að hestur í keppni hafi ekki verið með (e. non-runner). Til að gera aðlögunina leggjum við lækkunarhlutfall á hlauparana sem eru áfram með. Lækkunarhlutfallið sem tengt er þeim sem var ekki með er útreikningur (en honum er lýst hér neðar) á sigurlíkum þess hests (á að ná sæti, eins og gæti átt við) og er lagt á veðmál sem þegar hafa verið jöfnuð á hina hlauparana á tilteknum markaði eða mörkuðum.
Hestur sem er skráður þegar tilheyrandi markaður er hlaðinn sem síðar kemst ekki á rásmark undir stjórn ræsis, telst hafa ekki tekið þátt (e. non-runner).
Þegar markaðurinn er hlaðinn fær hver hestur á sig „lækkunarhlutfall“ sem byggist á spáverði (e. forecast price), sem birtist sem prósenta. Lækkunarhlutföllin gætu verið uppfærð öðru hverju eins og við teljum þörf á miðað við umfang viðskipta á markaði, en eftir um 15 mínútur (u.þ.b. fimm mínútur fyrir ástralska og bandaríska markaði) frá áætluðum „off-tíma“ í tilteknu hlaupi, verða þau aðeins uppfærð í algjörum undantekningartilvikum.
Nákvæmt lækkunarhlutfall verður aðeins lagt við valmöguleika ef það gerist að einhver hleypur ekki (e. non-runner). Aðeins eftir að því hefur verið lýst yfir að einhver hlaupi ekki fær hvert val á markaði viðeigandi lækkunarhlutfall á sig. Lækkunarhlutfallið má aðlaga að okkar mati hvenær sem er á líftíma markaðarins (þar á meðal eftir hlaup).
fyrir ástralskar kappreiðar gætu lækkunarhlutföllin verið uppfærð öðru hverju eins og við teljum þörf á miðað við umfang viðskipta á markaði, en eftir u.þ.b. fimm mínútur frá áætluðum „off-tíma“ í tilteknu hlaupi verða þau aðeins uppfærð í algjörum undantekningartilvikum.
Lækkanir verða gerðar bæði á vinningsmarkaði og sætismarkaði (e. win/ place markets) en þeim verður beitt á mismunandi hátt (eins og er lýst hér neðar) og hestar fá á sig mismunandi lækkunarhlutfall fyrir hvern markað.
Um leið og við fáum vitneskju um að því hafi verið lýst yfir opinberlega að hestur hlaupi ekki (e. non-runner) eða að hann hlaupi mjög líklega ekki, eftir fréttatilkynningu frá tengiliðum, gerist eftirfarandi:
Lækkunarhlutfall verður ekki lagt á veðmál sem eru slegin „In-Play“ (í gangi). Hins vegar, ef markaði er breytt í „In-Play“ of snemma fyrir mistök (eða t.d. ef það er þjófstart), falla öll veðmál sem hafa verið jöfnuð á þessum tíma undir lækkunarhlutfall sem gæti síðar verið lagt við, að því gefnu að markaðurinn sé færður í „In-Play“ áður en keppnin hefst. Ef það gerist að einhver dregur sig seint úr keppni, áskiljum við okkur rétt til þess að fjarlægja hlauparann eftir að hlaupinu/keppni lýkur. Í þeim tilvikum verða aðeins þau veðmál sem voru jöfnuð fyrir „off-tímann“ fyrir áhrifum af lækkunarhlutfallinu.
Ef einhver sem ekki hljóp er fjarlægður úr hlaupi fyrir mistök eða eftir að rangar upplýsingar hafa borist varðandi þátttöku hlauparans, endursetjum við bæði hlauparann og öll veðmál í keppni aftur sem höfðu áður verið jöfnuð í tengslum við þann hlaupara. Veðmál sem eru gerð frá þeim tíma sem hann er dreginn úr keppni og þar til hann er endursettur í keppni aftur verða ógild fyrir bæði sætismarkað (e. place market) og sigurmarkað (e. win market). Lækkunarhlutfallið sem lagt er á jöfnuð veðmál á þeim tíma sem hlauparinn er dreginn úr keppni er bakfært og allt upprunalegt verð verður gilt aftur.
Allir sem ekki hlaupa með verða fjarlægðir af tilheyrandi mörkuðum í þeirri röð sem við fáum vitneskju um brottfall þeirra. Ef við fáum upplýsingar á sama tíma um að fleiri en einn hlaupi ekki með verða þeir fjarlægðir af tilheyrandi mörkuðum í númeraröð keppniskorta þeirra (e. racecard order).
Ef hlaupari er ekki með á markaði vegna rangra upplýsinga um þátttöku hans, áskiljum við okkur rétt til þess að bæta hlauparanum sem vantaði við markaðinn hvenær sem er áður en að uppgjöri kemur (jafnvel eftir að hlaupi hefur lokið), að því gefnu að við höfum úrskurðað sem svo að hlauparinn sem vantaði sé ekki efnislegur hlaupari (þ.e. valmöguleiki með lækkunarhlutfall upp á um það bil 2,5% eða lægra á sigurmarkaði). Við slíkar kringumstæður munu öll „pre-play“ og ójöfnuð veðmál standa. Ef hlauparinn er ekki kynntur til leiks fyrir upphaf hlaupsins verða öll „In-Play“ veðmál ógild. Hins vegar ef hlauparinn sem vantar telst vera eiginlegur/efnislegur hlaupari (e. material runner), verða þeir markaðir sem ekki voru rétt færðir gerðir ógildir og nýr markaður verður hlaðinn þar sem það er hægt.
Á markaði til sigurs (e. win market) verða lækkanir gerðar út frá verðinu sem er í gangi (e. traded price).
Til dæmis ef lokalækkunarhlutfall þess sem ekki hleypur er 25%, verður gangverðið á öllum veðmálum sem höfðu verið jöfnuð áður á aðra hesta lækkað um 25%. Svo gangverð upp á 8,0 yrði þá 6,0 o.s.frv. Og þau gætu svo orðið fyrir enn frekari lækkunum ef því er svo síðar lýst yfir að annar hestur hlaupi ekki.
Á hvorvegismarkaði (e. each way market/EW) verða lækkanir gerðar úr frá verðinu sem er í gangi á sigur. Auglýstir skilmálar fyrir sæti (e. place terms) eiga þá við um endurskoðað verð á sigur.
Til dæmis ef lokalækkunarhlutfall þess sem ekki hleypur er 25%, verður gangverðið á öllum veðmálum sem höfðu verið jöfnuð áður á aðra hesta lækkað um 25%. Þannig að gangverð upp á 8,0 yrði þá 6,0. Ef skilmálar fyrir EW væru 1/5 stuðlanna fyrir þrjú sæti, myndi samsvarandi verð fyrir sætishlutann lækka úr 2,4 í 2,0.
Á sætismarkað verða lækkanirnar eingöngu gerðar á mögulegum vinningum en ekki á gangverðinu (e. traded price).
Til dæmis ef lokalækkunarhlutfall þess sem ekki hleypur er 25%, verður mögulegur vinningur á öllum veðmálum sem höfðu verið jöfnuð áður á aðra hesta lækkað um 25%. Þannig að gangverð upp á 8,0 yrði þá 6,25. Til dæmis, veðmál upp á 10 á að hestur lendi í sæti (e. placed) á gangverði upp á 8,0 myndi þýða vinning upp á 70. Ef einhver sem ekki hleypur er með lækkunarhlutfall upp á 25% í keppninni, verður það hlutfall lagt á mögulega 70 vinninginn sem myndi þýða að raunverulegur vinningur væri 52,50. Þess vegna verður endurskoðaða gangverðið 6,25.
Gangverðið gæti svo verið lækkað enn frekar ef því er lýst yfir að annar hestur eða hestar hlaupi ekki, hins vegar geta stuðlar þó ekki lækkað undir 1,01.
Varahlaupari gæti þá komið inn á tilheyrandi markaði en verður þá með lækkunarhlutfall sem á ekki við þar til við höfum fengið staðfestingu á því að hann sé staðfestur hlaupari, en þá gæti rétt lækkunarhlutfall verið lagt á hann.
Til að taka af allan vafa, þá er lækkunarhlutfall, sem gildir um einhvern sem ekki hleypur og er skipt út fyrir varahlaupara, lagt á öll veðmál sem hafa verið slegin á tilheyrandi mörkuðum áður en sá sem ekki hleypur hefur verið fjarlægður af þessum mörkuðum. Eins, ef varahlaupari verður að staðfestum hlaupara, verða lækkunarþættir sem gilda um þann sem ekki hljóp lögð á öll veðmál sem voru slegin á tilheyrandi mörkuðum áður en sá sem ekki hleypur var fjarlægður af þessum mörkuðum.
Að teknu tilliti til þess sem kemur fram hér að neðan, um alla „ante-post“ markaði, skulu öll veðmál á einstaka hesta standa hvort sem hesturinn hleypur eða ekki.
í kappreiðum á Bretlandi og Írlandi gildir að ef hestur er kosinn út (e. balloted out) eru öll veðmál á þann hest ógild.
Ef hestur er skráður á „ante post“ markað og drepst, notum við tiltækar upplýsingar til að úrskurða um dánarstund hestsins. Við munum svo, af skynsemi, ákvarða hvort hestur telst í raun hafa verið „eiginlegur þátttakandi“ (e. „material runner“) á markaðnum eða ekki. Við erum með svipað ákvörðunarferli í málum þar sem er sagt frá því eftir opinberum leiðum að hlaupari hafi formlega verið fjarlægður úr „ante post“ keppni. Þegar við ákvörðum hvort hesturinn hafi eiginlega verið þátttakandi eða ekki skoðum við almenna verðið á hestinn strax fyrir dauðastund hans (eða rétt áður en við heyrum að hann hafi verið fjarlægður), á mörkuðunum okkar, sem og á almennum veðmálamörkuðum. Við skoðum í víðum skilningi hvort hestur telst efnislega/eiginlega vera þátttakandi ef við teljum að hann hafi verið með sigurlíkur upp á 8-10% eða betri.
Ef við úrskurðum að hesturinn hafi verið „eiginlegur þátttakandi“ þá verða öll veðmál ógild sem gengið var frá á markaðnum (á alla valmöguleika) á milli dauðastundar (eða þess tíma sem opinber tilkynning er stofnuð um að hann hafi verið fjarlægður) og þess tíma sem markaðurinn var stöðvaður og öll ójöfnuð veðmál verða felld niður áður en markaðurinn er enduropnaður.
Ef við úrskurðum að hesturinn hafi ekki verið „eiginlegur þátttakandi“ þá verða aðeins veðmál ógild á þann hest, sem gengið var frá á markaðnum á milli dauðastundar (eða þess tíma sem opinber tilkynning er stofnuð um að hann hafi verið fjarlægður) og þess tíma sem markaðurinn var stöðvaður og ójöfnuð veðmál verða ekki felld niður áður en markaðurinn er enduropnaður.
Veðmál sem eru jöfnuð á hesta eftir að þeir hafa misst þátttökurétt í keppni (e. forfeit entry) á tilteknu þátttökuþrepi, eða þar sem þeim hefur ekki tekist að tryggja sér þátttöku í gegnum undankeppni fyrir tiltekinn dag, verða ógild nema keppnin sem um ræðir sé með aukaleg undankeppnisþrep til uppbóta.
Athugaðu að hestar sem hafa ekki verið skráðir til þátttöku á tilteknum undankeppnisþrepum gætu verið fjarlægðir af tilheyrandi keppnismörkuðum og öll jöfnuð veðmál viðskiptavina sett í 1,0 jafnvel ef það eru önnur keppnisstig sem koma í staðinn. Ef það virðist líklegt að tiltekinn hlaupari gæti fengið skiptingu inn í hlaupið verður sá hlaupari settur í staðinn í öll jöfnuð veðmál viðskiptavina þar sem veðmálin eru sett á upprunalegt verð aftur.
Engar lækkanir vegna einhvers sem hljóp ekki verða gerðar á „ante post“ veðmálum.
Sætishluti hvers hvorvegisveðmáls/EW verður gert upp miðað við fjölda þeirra sem ná í sæti (e. „place) og fyrir brot af hagnaði vinningshlutans sem er tiltekinn í markaðsupplýsingunum (e. Market Information).
Til dæmis: „Skilmálar EW: 1/5 stuðuls, 3 sæti“. Þessi „1/5“ er lagður á hefðbundna stuðla eða stuðla í almennum brotum, sem eru 1 minni en stuðlar í tugabrotum, svo útreikningur á stuðlum fyrir sæti sem samsvara stuðlum til sigurs upp á 8,0 á þessum markaði eru ((8,0 – 1) / 5) + 1 = 2,4.
Eftir opnun verður fjöldi sæta á EW-markaði ekki fyrir áhrifum af frekari fjölgun þeirra sem ekki hlaupa nema fjöldi „sæta“ sem eru í boði á EW-markaði sé jafn eða hærri en fjöldi hlaupara en þá verður sætishluti EW-veðmáls gerður ógildur við uppgjör.
Fjölda vinningshafa á sætismörkuðum er lýst í markaðsupplýsingunum (e. Market Information) og ræðst af fjölda keppenda sem við vitum um á þeim tíma sem markaðurinn er hlaðinn.
Eftir opnun ræðst fjöldi vinningsveðmála á sætismarkaði ekki af fjölda þeirra sem ekki taka þátt (e. non-runners) séu þeir fleiri.
Ef fjöldi sigurvegara sem tiltekinn er í markaðsupplýsingunum er jafn eða hærri en fjöldi hlaupara verða öll veðmál á þennan markað ógild.
Ef fjöldi hesta sem fær sæti er lægri en fjöldi mögulegra sigurvegara sem taldir eru upp í markaðsupplýsingunum, eru sigurvegarar einungis þeir hestar (eða hestur) sem ná sæti.
Nema annað sé tekið fram í markaðsupplýsingunum eru veðmál á vinningsfjarlægðir summa vinningsfjarlægðanna úr hverju hlaupi einhvern tiltekinn dag sem mót fer fram.
Veðmál á vinningsfjarlægðir í keppni verða gerð upp miðað við opinbera yfirlýsingu um fjarlægðir á milli fyrstu tveggja hestanna sem koma í mark. Hins vegar ef annað hvort fyrsti eða annar hesturinn sem kemst í mark er dæmdur úr leik vegna: (i) rangrar þyngdar sem var borin; (ii) þeir hafi farið ranga leið; (iii) knapi á öðrum hestinum hefur ekki verið vigtaður, eða kemur inn of léttur eftir hlaupið; þá verður vinningsfjarlægðin í hverju tilviki sú sem er á milli fyrsta og annars hests miðað við það sem lýst er yfir í opinberum úrslitum.
Hámarksfjarlægð í hverju tilteknu hlaupi getur verið 12 lengdir fyrir flatar keppnir (e. Flat races) og 30 lengdir fyrir National Hunt-keppnir (sem inniheldur einnig „National Hunt Flat Races“) og þessar fjarlægðir verða aðeins lagðar á þar sem aðeins einn hestur lýkur keppni. Eftirfarandi kvarði verður notaður:
Ef þrjú eða fleiri hlaup eru felld niður í móti eða lýst ógild verða öll veðmál á vinningsfjarlægðir ógild nema allur markaðurinn hafi þegar ráðist skilyrðislaust.
Þegar eitt eða tvö hlaup falla niður eða þau eru lýst ógild, verða veðmál á vinningsfjarlægðir gerð upp miðað við sjálfgefna lengd (e. default distance) sem er notuð fyrir hvert hlaup sem er fellt niður eða ógilt. Sjálfgefnar fjarlægðir eru tvær lengdir fyrir flöt hlaup og 10 lengdir fyrir National Hunt-hlaup.
Ef það er tilkynnt um að einhver komist áfram án keppni (e. walkover) eftir að tiltekinn markaður á vinningsfjarlægð hefur áður verið í boði verða vinningsfjarlægðir þar á eftir taldar hafa átt við um hlaupið þar sem einhverjum var hleypt áfram án keppni:
Þar sem tilkynnt er að einhver fari áfram án keppni áður en tiltekinn markaður á vinningsfjarlægðir er boðinn, til þess að slíkur markaður sé (eftir boðið), er hlaupið þar sem einhver fór áfram án keppni ekki talið með og samtals vinningsfjarlægð telst vera samkvæmt hlaupunum sem eftir standa (þ.e. öll hlaup að frátöldu hlaupinu þar sem einhver komst áfram án keppni).
Hestar verða ekki tengdir saman.
Ef hestur hleypur einungis fyrir veskisfé (e. purse money) telst hann hafa ekki hlaupið (e. non-runner). Ef þetta þýðir að fjöldi sigurvegara sem tiltekinn er í tilheyrandi markaðsupplýsingum er jafn eða hærri en fjöldi hlaupara verða veðmál ógild.
Almennar reglur skiptimarkaðarins og markaðsupplýsingarnar (e. Market Information) gilda þegar kemur að öllum flokkum veðmála eða markaða sem ekki er vísað til í sértæku íþróttareglunum. Ef eitthvað misræmi er á milli sértæku íþróttareglnanna og almennra reglna skiptimarkaðarins skulu sértæku íþróttareglurnar vera í forgangi. Ef eitthvað misræmi er á milli markaðsupplýsinganna og annað hvort almennra reglna skiptimarkaðarins eða sértæku íþróttareglnanna, skulu markaðsupplýsingarnar vera í forgangi.
Kíktu hér til að skoða almennu reglur skiptimarkaðarins.