pokercasinosports
pokercasinosports

Mjóhundahlaup (e. Greyhound Racing)

Almennt

Veðmál verða gerð upp miðað við opinber úrslit á brautinni sem græn ljósastaða sýnir, annað hvort með tilkynningu eða á skjá. Úrskurðir um brottvísanir, áfrýjanir eða aðrar breytingar á úrslitum verða ekki teknar með í reikninginn.

Veðmál verða gerð upp miðað við fellunúmer, nema þau sem eru á „ante post“ markaði og þá sem eru undir áströlsku leyfi. Mjóhundanöfn eru aðeins sýnd til upplýsinga.

Ef það eru engir sem ljúka hlaupi eða eitthvað hlaup er lýst ógilt áður en opinberum úrslitum er lýst yfir eru öll veðmál ógild (e. void).

Ef breyting verður á áður auglýstum keppnisstað samkvæmt dagskrá eftir að markaði hefur verið hlaðið upp eru veðmál ógild.

Leik hætt, aflýsingar og frestanir (e. abandonments, cancellations, postponements)

„Ante post“ veðmál verða ógild ef keppninni er hætt eða skipt er um keppnisstað. Ef viðburði er frestað eða hann settur á nýjan tíma annan dag á sama keppnisstað munu „ante post“ veðmál standa nema opnað sé fyrir skráningar aftur, en þá verða veðmál ógild.

Ekki með (e. Non-runners), dregið sig í hlé (e. Withdrawals) og brottvísanir (e. Disqualifications)

Ef lýst er yfir engri þátttöku (e. non-runner) eða að varahlaupari komi inn, verða veðmál sem gerð voru fyrir breytingu á markaðnum ógild og öll ójöfnuð veðmál, þar á meðal „halda“ (e. „keep“) veðmál, felld niður.

„Ante post“ veðmál á tiltekna mjóhunda munu standa hvort sem mjóhundurinn hleypur eða ekki.

Sértækar ástralskar reglur um enga þátttöku (e. Australian-Specific Non-Runner Rules)

Ef mjóhundur er merktur með enga þátttöku eftir að markaður er hlaðinn, en áður en keppnin hefst, verður hann fjarlægður og öll veðmál á markaðinn, sem jöfnuð voru fyrir uppfærslu markaðarins, gerð ógild.

Ef brautarverðir/starfsmenn lýsa því yfir að lokinni keppni að mjóhundur hafi ekki verið með gerum við enduruppgjör á markaðnum og ógildum öll veðmál sem voru eingöngu lögð undir á þann hlaupara. Við notum svo lækkunarþætti á öll veðmál sem voru lögð undir á sigurvegarann (eða þá sem náðu sætum er kemur að sætismörkuðum) miðað við vegið meðalverð á þann hlaupara.

„Ante post“ veðmál

Ef mjóhundur er skráður á „ante post“ markað og drepst, notum við tiltækar upplýsingar til að úrskurða um dánarstund hundsins. Við munum svo, af skynsemi, ákvarða hvort hundurinn telst í raun hafa „efnislega verið þátttakandi“ (e. „material runner“) á markaðnum eða ekki. Þegar við ákvörðum hvort mjóhundurinn hafi efnislega verið þátttakandi eða ekki skoðum við almenna verðið á hundinn rétt fyrir dauðastund hans, á mörkuðunum okkar sem og almennum veðmálamörkuðum. Við skoðum í víðum skilningi hvort mjóhundur telst „efnislega vera þátttakandi“ ef við teljum að hann hafi verið með sigurlíkur upp á 8-10% eða betri.

Ef við úrskurðum að mjóhundurinn hafi „efnislega verið þátttakandi“ þá verða öll veðmál ógild sem gengið var frá á markaðnum (á alla valmöguleika) á milli dauðastundar og þess tíma sem markaðurinn var stöðvaður og öll ójöfnuð veðmál verða felld niður áður en markaðurinn er enduropnaður.

Ef við úrskurðum að mjóhundurinn hafi ekki „efnislega verið þátttakandi“ þá verða aðeins veðmál ógild á þann mjóhund, sem gengið var frá á markaðnum á milli dauðastundar og þess tíma sem markaðurinn var stöðvaður, og ójöfnuð veðmál verða ekki felld niður áður en markaðurinn er enduropnaður.

Veðmál sem eru jöfnuð á mjóhunda eftir að þeir hafa misst þátttökurétt í keppni (e. forfeit entry) á tilteknu þátttökuþrepi, eða þar sem þeim hefur ekki tekist að tryggja sér þátttöku í gegnum undankeppni fyrir tiltekinn dag, verða ógild nema keppnin sem um ræðir sé með aukaleg undankeppnisþrep til uppbóta.

Sætismarkaðir (e. To Be Placed Markets)

Fjölda vinningshafa á sætismörkuðum er lýst í markaðsupplýsingunum (e. Market Information) og ræðst af fjölda keppenda sem við vitum um á þeim tíma sem markaðurinn er hlaðinn.

Eftir opnun ræðst fjöldi vinningsveðmála á sætismarkaði ekki af fjölda þeirra sem ekki taka þátt (e. non-runners) séu þeir fleiri. Ef fjöldi mögulegra vinningshafa er jafn eða hærri en fjöldi hlaupara, verða öll veðmál á þennan markað ógild.

Vinningsfjarlægðir (e. Winning Distances)

Veðmál verða gerð upp út frá heildarsummu vinningsfjarlægðar í öllum hlaupum í móti, nema annað sé tekið fram í markaðsupplýsingunum.

Mesta vinningsfjarlægð í öllum hlaupum er 10 lengdir.

Ef það er aðeins einn sem lýkur einhverju hverju hlaupi telst vinningsfjarlægð vera 10 lengdir.

Ef hlaupi er aflýst, ógilt eða hætt telst vinningsfjarlægð vera tvær lengdir.

Endurtekin hlaup verða metin eins og um aflýst (e. cancelled) hlaup sé að ræða.

Fyrir fjarlægðir sem eru undir hálfri lengd verður eftirfarandi kvarði notaður: Stutthaus (e. short-head) 0,1; Haus (e. Head) 0,2; Háls (e. Neck) 0,3.

Heildarsumma allra vinningsfjarlægða verður námunduð í næstu heilu tölu við lok móts (námunduð upp ef um hálfa tölu er að ræða) og veðmál verða gerð upp út frá þeim niðurstöðum.

Ef öllu mótinu ef hætt (e. abandoned) verða veðmál ógild. Hins vegar, ef hefur tekist að ljúka einu hlaupi verður útistandandi hlaupum úthlutað tveimur lengdum hverju og veðmál standa.

Markaðir á felluáskoranir (e. Trap Challenge Markets)

Veðmál verða gerð upp út frá hvaða fellu flestir vinningshafar í móti hafa komið, nema nema annað sé tekið fram í markaðsupplýsingunum.

Veðmál munu standa óháð varahlaupurum eða einhverjum sem ekki tóku þátt (e. non-runners, reserve runners).

Ef niðurstaða hlaups er jafntefli (e. dead heat) fær hvor fella hálfan sigur og jafntefli þriggja gefur þriðjungssigur og svo framvegis.

Ef tvær eða fleiri fellur teljast með sama fjölda sigra gilda reglur um jafntefli (e. dead heat rules). Ef öllu mótinu ef hætt (e. abandoned) verða veðmál ógild. Hins vegar, ef a.m.k. einu hlaupi hefur verið lokið munu veðmál standa.

Fjöldafella eða margfaldaður fellufjöldi (e. Multi-Trap, Multiplied Trap Numbers)

Veðmál verða gerð upp út frá heildarsummu vinningsfellu margfaldaðri með annarri fellunni í hverju hlaupi í móti nema annað sé tekið fram í markaðsupplýsingunum. Ef heildarsumman er ekki heil tala verður summan námunduð upp til að fá út tilheyrandi heildarsummu sem gildir.

Veðmál munu standa óháð varahlaupurum eða einhverjum sem ekki tóku þátt (e. non-runners, reserve runners).

Ef hlaupi er aflýst, ógilt eða hætt (e. cancelled, void, abandoned), eða ef það er aðeins einn sem lýkur keppni í hverju hlaupi, verður átta mjóhundahlaupum sem hlupu verða úthlutað 20 stigum og öllum öðrum hlaupum verður úthlutað 12 stigum.

Ef öllu mótinu ef hætt (e. abandoned) verða veðmál ógild.

Endurtekin hlaup verða metin eins og um aflýst (e. cancelled) hlaup sé að ræða.

Ef það er jafntefli á milli fyrstu tveggja mjóhundanna, þá til þess að hægt sé að reikna fjöldafellutölu fyrir það hlaup verða fellunúmer mjóhundanna sem um ræðir í jafnteflinu margfölduð saman til að út fáist fjöldafellutala sem gildir (e. applicable multi-trap number).

Ef það er jafntefli um fyrsta sætið á milli þriggja eða fleiri mjóhunda, til þess að hægt sé að reikna gilt fjöldafellunúmer fyrir það hlaup, þá eru fellunúmer þeirra hunda sem um ræðir í jafnteflinu lögð saman og svo deilt með fjölda viðkomandi hunda í jafnteflinu og útkoman er svo margfölduð með sjálfri sér til þess að fá gilda fjöldafellutölu (jafnvel þó það sé ekki heil tala). Til dæmis, fellur 1, 3 og 6 eru með jafntefli í fyrsta sæti. Leggjum þessar tölur saman og fáum 10; deilum í þá tölu með fjölda mjóhunda sem eru í jafnteflinu (3), sem gefur okkur töluna 3,33 síendurtekna; margföldum 3,33 síendurtekna með sjálfri sér og fáum 11,11.

Ef það er jafntefli um annað sætið á milli tveggja eða fleiri mjóhunda, til þess að hægt sé að reikna gilt fjöldafellunúmer fyrir það hlaup, þá eru fellunúmer þeirra hunda sem um ræðir í jafnteflinu lögð saman og svo deilt með fjölda viðkomandi hunda í jafnteflinu og útkoman er svo margfölduð með númeri sigurvegarans til þess að fá gilda fjöldafellutölu (jafnvel þó það sé ekki heil tala). Til dæmis, fella 1 vinnur og fellur 3 og 6 eru með jafntefli í öðru sæti. Leggjum saman tölurnar fyrir jafnteflið og fáum 9; deilum í þá tölu með fjölda mjóhunda sem eru í jafnteflinu (2), sem gefur okkur töluna 4,5; Margföldum 4,5 með tölu sigurvegara (1) og fáum þá 4,5.

Veðmál á viðureignir

Veðmál verða gerð upp miðað við mjóhundinn sem er með hæstu lokastöðuna í því hlaupi. Ef hvorugur mjóhundur lýkur hlaupinu eru veðmál ógild. Ef aðeins annar mjóhundurinn lýkur hlaupinu telst sá mjóhundur hafa sigrað. Ef því er lýst yfir að einhver hafi ekki tekið þátt eða sé varahlaupari (e. non-runner, reserve runner) eru veðmál ógild.

Veðmál á viðureignir til að komast áfram í keppni ráðast af mjóhundinum sem kemst lengst áfram í umferðum talið (hvort sem hann svo hleypur í þessari seinni umferð eða ekki). Ef mjóhundarnir sem um ræðir detta úr keppni í sömu umferð keppninnar verða veðmál gerð upp sem jafntefli, óháð lokastöðu þeirra í riðlunum sínum.

Markaðir um að komast í úrslit eða áfram (e. To Reach the Final, To Qualify)

Veðmál verða gerð upp miðað við úrslit eftir undankeppni og allir úrskurðir sem eru gerðir síðar, þar sem keppanda er vísað frá keppni eða breytingar verða á úrslitunum, teljast ekki með.

Veðmál á að komast áfram í úrslit verða gerð upp miðað við fyrstu sex mjóhundana sem komast áfram úr undanúrslitum keppninnar, óháð því hvort þeir hlaupi svo síðar í úrslitunum eða ekki.

Veðmál á markaði um að komast áfram verða gerð upp miðað við mjóhundana sem komast áfram úr tilheyrandi riðlum, óháð því hvort þeir hlaupi í næstu umferð eða ekki.

 

Almennar reglur skiptimarkaðarins og markaðsupplýsingarnar (e. Market Information) gilda þegar kemur að öllum flokkum veðmála eða markaða sem ekki er vísað til í sértæku íþróttareglunum. Ef eitthvað misræmi er á milli sértæku íþróttareglnanna og almennra reglna skiptimarkaðarins skulu sértæku íþróttareglurnar vera í forgangi. Ef eitthvað misræmi er á milli markaðsupplýsinganna og annað hvort almennra reglna skiptimarkaðarins eða sértæku íþróttareglnanna, skulu markaðsupplýsingarnar vera í forgangi.

Kíktu hér til að skoða almennu reglur skiptimarkaðarins.