Viltu spila í stærsta netpókersal heims? Í stærstu mótunum? Um stærstu verðlaunapottana? Þá ertu einmitt á rétta staðnum. Við höldum flestu mótin, í flestu pókerafbrigðunum, í flestu mótategundunum. Þú finnur hlekki hér fyrir ofan til að lesa útskýringar á öllum mismundandi mótamöguleikunum sem við bjóðum, allt frá Sit & Go, til fjölborðamóta (e. MTT), til inngöngumóta (s. satellites).
Smelltu hér til að finna mót sem er í boði að spila núna.
Svona virka pókermót
Allir spilarar í hefðbundnu pókermóti byrja með jafn marga spilapeninga. Þegar svo líður á leikinn hækka skylduboð eins og blindfé og forfé (blinds og ante) reglulega og svo þegar spilari er búinn að tapa öllum spilapeningunum er hann úr leik í mótinu. Síðasti spilarinn sem enn er með er úrskurðaður sigurvegari og fær í verðlaun stærsta hlutann af verðlaunapottinum.
Svona spilarðu í einu mótanna okkar
Þú getur fundið mót mjög auðveldlega undir Tourney-flipanum (í tölvu), eða undir Tournament-flipanum sem þú finnur í gegnum anddyrið (í snjalltæki). Aðrar gerðir móta er hægt að finna undir tilheyrandi flipum, eins og Sit & Go eða Spin & Go. Með því að velja eitthvað mót getur þú séð allt sem þú þarft að vita, allt frá því hvernig leikurinn spilast til innkaupanna, uppbyggingarinnar og líka hvort opið sé fyrir skráningu. Smelltu á „Register“ til að spila mótið.
Í öllum okkar mótum er hverjum spilara úthlutað borði og sæti af handahófi. Í leikjum þar sem gjafarinn færist um borðið, byrjar gjafarahnappurinn við sæti 1. Spilarar fá bara tiltekinn tíma til að gera - ef þú tekur þér of langan tíma birtist áminning og þú gætir líka fengið að velja um að virkja „tímabankann“ (e. Time Bank) til að fá örlítinn viðbótartíma til að hugsa þig um.
Ef þú smellir á „Info“-flipann í borðglugganum sérðu þar uppfærðar upplýsingar um mótið sem er í gangi - eins og núverandi stöðu þína og meðalstaflann o.s.frv. Nánari upplýsingar um mótið finnur þú svo í mótsanddyrinu (e. Tournament Lobby).
Pókermótapeningur (T-Money)
Með örfáum undantekningum gildir að ef þú vinnur þér sæti í viðburði í gegnum inngöngumótin okkar (e. satellite tournament) getur þú valið að skrá þig úr viðburðinum sem þú tryggðir þér sæti í og fengið T-Money í staðinn. T-Money er hægt að nota til að skrá sig í önnur mót. Vinsamlegast athugaðu samt að T-Money er ekki það sama og raunverulegir peningar, af því þú getur ekki notað þá í peningaleikjum (e. cash games) og þú getur ekki leyst þá út. Þú getur alltaf skoðað inneignina þína í T-Money þegar þú vilt, með því að smella á „Cashier“ (gjaldkeri).
Í sumum tilfellum gætum við þurft að afskrá þig úr móti fyrir þína hönd. Ef þú sérð að þú þarft að gera þetta skaltu heimsækja Hjálparmiðstöðina okkar til að sjá með hvaða leiðum þú getur haft samband við okkur og við aðstoðum þig með ánægju. Ekki gleyma að gefa upp auðkennisnúmerið (e. ID) á mótinu sem þú vilt skrá þig úr.
Í All-in Shootout-mótum eru allir spilarar sjálfkrafa settir með allt inn (e. all-in) í hverri hönd þar til sigurvegarinn er fundinn. Eftir að þeir eru skráðir í mótið þurfa spilarar ekki að vera innskráðir (e. Logged in) til að taka þátt, þar sem ekki þarf að taka neinar ákvarðanir í leiknum eftir að mótið fer af stað.
All-in Shootout-mót eru þar af leiðandi öðruvísi en allar aðrar útgáfur pókermóta, þar sem engin eiginleg leikspilun fer fram – miðum er oft dreift í tengslum við kynningar, þar sem allir þátttakendur í All-in Shootout-móti eiga jafnar líkur á að vinna auglýsta vinninga
Fifty50 er tegund af eins borðs Sit & Go-móti. Í Fifty50 Sit & Go lýkur viðburðinum þegar helmingur þátttakenda hefur verið sleginn út. Til dæmis í 8 spilara Fifty50-móti fá 4 spilarar greitt út. Helmingurinn af verðlaunapottinum skiptist jafnt á milli sigurvegaranna fjögurra og hinum helmingnum af verðlaunapottinum verður skipt á milli þessara sömu fjögurra spilara í hlutfalli við spilapeningafjölda þeirra þegar viðburðinum lýkur. Þeir sem enda í 5.-8. sæti vinna ekkert. Þannig að í 8 spilara $10+$1 Fifty50 er verðlaunapotturinn $80. Spilararnir í fjórum efstu sætunum fengju $10 hver, plús hlutfallslega af þeim $40 sem eru eftir í verðlaunapottinum. Þú finnur Fifty50 mótin í tölvunni undir „Sit & Go“-flipanum. Veldu Fifty50 í „Variant“-síunni. Í appinu leitarðu að „Fifty50“ í „Sit & Go“-flipanum sem þú finnur í gegnum anddyrið.
Dæmi | Spilapeningar | % spilapeninga | Spilapeningaverðlaun | +innkaup | Heildarverðlaun |
---|---|---|---|---|---|
Spilari 1 | 4.300 | 35,83% | $14,33 | +$10,00 | $24,33 |
Spilari 2 | 3.600 | 30,00% | $12,00 | +$10,00 | $22,00 |
Spilari 3 | 2.300 | 19,17% | $7,67 | +$10,00 | $17,67 |
Spilari 4 | 1.800 | 15,00% | $6,00 | +$10,00 | $16,00 |
Samtals | 12.000 | 100,00% | $40,00 | +$40 | $80,00 |
Til að reikna út verðmæti spilapeninga Spilara 1 margfaldarðu helming verðlaunapottsins ($40) með hluta Spilara 1 af heildafjölda spilapeninga í umferð (4.300/12.000), samtals $14,33. Þegar endurgreiddum innkaupum til spilara í peningasætum er bætt við tölur Spilara 1 er heildarverðlaunaupphæð hans þá $24,33 ($14,33+$10,00). Í formúluformi væri útgreiðsla til hvers spilara sýnd sem:
Anddyri Fifty50-mótanna sýnir námundaða upphæð á hverja 100 spilapeninga sem er greidd út þegar móti lýkur. Verðmætið sem er sýnt í Fifty50 mótsanddyrinu er námundað í næsta cent/sent en útborganir eru reiknaðar þannig að allur verðlaunapotturinn er greiddur út. Athugið að lokaútborganir gætu farið í gegnum örlitla námundun til að tryggja að heildarútborgunin sé jöfn verðlaunapottinum.
Í mörgum peningamótanna okkar er tryggt að verðlaunapotturinn nái tiltekinni upphæð. Vanalegar tryggingar eru á bilinu frá $25 til $1.000.000. Til að sjá ítarlegan lista yfir þessi mót skaltu kíkja á „Tourney“-anddyrið og slá inn „GTD“ í mótasíuna.
Líka kallað „1-á-1“ mót, þar sem spilurum í Heads-Up móti er raðað upp í pör og svo er spilað „bikarmót“ (e. bracket) þar til aðeins einn spilari er eftir. Alveg eins og með önnur Shootout-mót er síðskráning ekki leyfð í Heads-Up mótum. Í flestum Heads-Up fjölborðamótum er tímaramminn fyrir afskráningu fimm mínútur (en ekki tvær mínútur eins og er í flestum öðrum mótum). Vinsamlegast skoðið Tournament Info-gluggann til að fá upplýsingar um afskráningu úr einhverju tilteknu móti.
Það gerist oft að tala skráðra þátttakenda gangi ekki upp í veldið af tveimur (2, 4, 8, 16, 32, 64) í tilteknu Heads-Up móti, sem er nauðsynlegt til að stilla upp í viðureignir (e. bracket). Þegar það gerist spila ekki allir spilararnir í fyrstu umferð og er þeim þá „hleypt áfram“ (e. receive bye).
Til dæmis, ef 10 spilarar skrá sig í Heads-Up mót þá væru fleiri en 8 en færri en 16 spilarar. Til að spila mót almennilega til loka þarf fyrst að fækka spilurunum í 8 spilara. Til þess að koma fjöldanum niður úr 10 í 8 spilara munu 4 spilarar spila (og þar með slá tvo spilara út) og 6 spilurum er hleypt áfram og eru sjálfkrafa komnir í fjórðungsúrslitin.
Við bjóðum Heads-Up mót þar sem spilurum er hleypt áfram og önnur þar sem þeim er ekki hleypt áfram (e. byes). Þetta er greinilega tekið fram ef þú smellir á „Tournament Info“-hnappinn í mótsanddyrinu. Ef mót leyfir ekki að spilurum sé „hleypt áfram“ fá síðstu tveir spilararnir sem skrá sig innkaupin endurgreidd svo að viðburðurinn geti hafist með réttum fjölda spilara sem gengur upp í tvo (2, 4, 6, 8, 16, 32, 64 o.s.frv.). Í dæminu hér fyrir ofan (þar sem 10 spilarar skrá sig) myndu síðustu tveir spilararnir sem skráðu sig ekki fá að spila, þar sem 8 er næsta veldistala af tveimur sem er lægri en 10.
Mörg Heads-Up mót eru með „Show Bracket“-hnapp í anddyrinu þar sem þú getur séð myndrænt hvernig viðureignirnar spilast út.
Hyper-turbo viðburður er viðburður þar sem blindféð (e. blind levels) hækkar gríðarlega hratt – jafnvel enn hraðar en í túrbómóti. Lengd hverrar lotu (e. round - áður en blindfé/forfé hækkar) í hyper-turbo móti er vanalega 3 mínútur.
Hyper-Turbo inngöngumót er frábær leið til að vinna sér hratt inn sæti í viðburði, jafnvel bara örfáum mínútum áður en hann byrjar.
6-Max í titli móts gefur til kynna að á hverju borði verði 6 sæti, í stað þeirra 7 til 10 sem eru vanalega (misjafnt milli leikja). Við bjóðum líka upp á 4-Max viðburði með 4 sæti við hvert borð.
Sum pókerafbrigði er alltaf spiluð með 6 eða færri sæti við borðið. Dæmi um þetta eru 8-Game Mix og Deuce to Seven (2-7) Triple Draw.
Athugið að í 4-Max mótum er lokaborðið myndað þegar 5 spilarar eru eftir. Þetta er gert til að fjarlægja ójafnvægið sem fylgir því að hafa eitt þriggja manna borð í gangi og svo hitt þá heads-up.
Áhugaverð og skemmtileg afbrigði af endurkaupsmótum, en í Multi-Stack mótum (fjölstafla) er upphafsstafla hvers spilara deilt upp í jafnháa minni stafla. Hver spilari ákveður svo hversu marga af stöflunum sem hann á hann vill byrja með og hversu marga hann vill geyma til vara þar til seinna. Spilari getur endurhlaðið (bætt við stöflum úr þeim sem hann á inni) síðar. Heildarfjöldi stafla sem eru í boði fyrir hvern spilara er skrifaður upp í anddyri mótsins og hann er sá sami fyrir alla spilara í þeim viðburði. Það er enginn aukakostnaður sem fylgir því að bæta við stafla úr þeim sem maður á til vara.
Til dæmis má spilari sem er í tilteknu Multi-Stack móti hafa fimm stafla með 1.000 spilapeningum til taks, upp á samtals 5.000 spilapeninga. Í upphafi mótsins má sá spilari velja að spila með lágmarkið sem er 1 stafli (1.000 spilapeningar), eða hann getur valið að bæta við sumum eða öllum af hinum fjórum stöflunum sem hann á eftir strax í upphafi. Á meðan mótið stendur yfir getur spilarinn valið að bæta við stöflum sem hann á til vara hvenær sem hann vill, með því að smella á „Add Stacks“-hnappinn á borðinu, eða „Add Chips“ í gjafarabakkanum eða „Options“ valmöguleikanum. Þessir hnappar eru aðeins sýnilegir ef ónotaðir staflar eru enn í boði. Athugið: Stöflum verður bætt við í lok yfirstandandi handar; þeir verða ekki tiltækir á meðan hönd stendur yfir.
Ef spilari tapar öllum sínum spilapeningum sem hann er með í gangi fær hann möguleika á að bæta við stöflum sem hann á eftir, og þarf þá að bæta við a.m.k. einum stafla. Ef aðeins einn stafli er eftir verður honum sjálfkrafa bætt við. Þegar spilari hefur svo tapað öllum spilapeningunum sem hann á í öllum stöflum hefur hann verið sleginn út úr mótinu.
Spilurum verður heimilt að bæta við stöflum í takmarkaðan tíma hverju sinni, og sá tími kemur alltaf fram í anddyri mótsins. Staflar sem hafa ekki verið notaðir þegar sá tími er liðinn munu sjálfkrafa bætast við heildarspilapeninga spilarans við lok tímabilsins.
Þú getur séð hversu marga stafla spilari á tiltæka með því að rúlla yfir nafnið hans á spilaralistanum í anddyrinu eða með því að renna yfir „staflatáknið“ við sætið hans við borðið. Ef ekkert tákn birtist við sæti spilara hafa þeir notað alla staflana sem þeir áttu til taks.
Í fjölborðamóti (MTT) byrja spilarar með jafnan fastan fjölda spilapeninga. Spilarar á mörgum borðum keppa um spilapeninga hvers annars á meðan blindfé (e. blinds) og/eða forfé (e. ante) hækkar smám saman. Þegar þú átt ekki lengur spilapeninga er búið að slá þig út úr mótinu. Eftir því sem spilarar eru slegnir út úr mótinu eru borð „brotin upp“, sem þýðir að spilarar eru færðir til að halda borðum fullsetnum, eða „í jafnvægi“. Að endingu eru síðustu spilararnir sem enn eiga spilapeninga færðir saman á lokaborð, þar sem sigurvegarinn er sá einstaklingur sem vinnur alla spilapeningana af mótspilurunum sínum. Peningaverðlaun eru veitt spilurunum í efstu sætunum miðað við þátttökufjölda.
Staruniv Mystery Bounty er tegund af pókermóti þar sem spilarar eiga möguleika á að vinna „Mystery Bounties“ (óþekktan útsláttarsjóð) sem hluta af verðlaunapottinum.
Staruniv Mystery Bounty-mót eru með upphafsstigi og lokastigi:
Hluti innkaupanna í Staruniv Mystery Bounty-viðburði fer í venjulega verðlaunapottinn og annar hluti innkaupanna rennur í verðlaunapottinn fyrir Mystery Bounty (óþekktan útsláttarsjóð). Skoðaðu anddyri mótsins til að fá nánari upplýsingar.
Það geta verið allt að níu mismunandi þrep af „Mystery Bounties“, þar sem hæsta þrepið gefur hæstu verðlaunin og lægri þrep gefa lægri verðlaun.
Ef þú slærð spilara út á lokastigi mótsins færðu einn af þeim óvæntu útsláttarsjóðum sem eru eftir.
Spilarar geta unnið marga óvænta útsláttarsjóði – einn í hvert sinn sem þeir slá út spilara á lokastiginu.
Spilarar geta unnið marga óvænta útsláttarsjóði með einni hönd ef þeir slá út fleiri en einn mótspilara. Þeir vinna óvæntan útsláttarsjóð fyrir hvern spilara sem þeir slá út á meðan höndin stendur yfir.
Ef spilari er sleginn út í hönd þar sem pottinum er skipt (e. chop) munu allir spilarar sem teljast hafa unnið skipta óvænta útsláttarsjóðnum jafnt á milli sín.
Spilarar geta fylgst með hvaða óvæntu útsláttarsjóðir eru enn í boði undir „Tournament Info“.
Phased tournament, eða fasaskipt mót, er mót þar sem einn eða fleiri hlutar í upphafi mótsins eru spilaðir öðruvísi og ekki í beinu samhengi við síðari hluta, hjá ólíkum hópum spilara. Spilarar geta valið á milli ólíkra upphafsfasa sem byrja þá á ólíkum tímum. Hver upphafsfasi spilast yfir jafn langan tíma og svo sameinast allir spilararnir sem eru eftir að því loknu í eitt stórt mót. Fasamót bjóða upp á sveigjanleika sem fylgja vanalega aðeins smærri mótum, en bjóða jafnframt upp á stærri verðlaunapottana sem fylgja stærri og fjölmennari mótum. Spilapeningastaða að loknum Phase 1 flyst með yfir í næstu umferð.
Til dæmis, í móti sem væri með Phase 1 á föstudegi kl. 12:00 og annan Phase 1 á laugardegi kl. 12:00, því myndi svo ljúka með Phase 2 móti sem hæfist á sunnudegi kl. 12:00. Þátttakendur myndu þá spila tiltekinn fjölda af lotum (e. levels - eða þar til þeir eru slegnir út) á föstudegi og/eða laugardegi og svo myndu allir spilararnir sem enn eru með sameinast til að spila mótið til loka kl. 12:00 á sunnudegi.
Þegar þú tekur þátt í Phased-móti verður þú að tryggja að þú sért laus til að spila í fösum sem fylgt gætu á eftir seinna í mótinu, þar sem þú getur ekki afskráð þig úr Phase 2 hlutanum (eða seinna) í Phased-mótum.
Mót sem eru svona fasaskipt leyfa þér að kaupa þig inn í fleiri skipti í fyrstu fösunum. Til dæmis ef þú spilar Phase 1 og einhver slær þig út þá máttu skrá þig til leiks í annað Phase 1 og byrja þannig aftur frá byrjun. Þú getur ekki komist áfram í næstu umferð oftar en einu sinni, svo ef þú þraukar Phase 1 geturðu ekki skráð þig aftur til leiks í Phase 1 sem leiðir inn í sama Phase 2. Athugaðu að ef þú lifir af Phase 1 með aðeins 1 spilapening kemstu samt áfram í Phase 2 og átt því ekki möguleika á að spila í öðru Phase 1.
Flest stóru, mest áberandi mótin sem þú sérð í sjónvarpinu eru í grunninn fasamót þar sem fyrstu hlutar mótsins eru oftast kallaðir Dagur 1A, Dagur 1B, Dagur 1C o.s.frv.
Í Knockout-mótum (útsláttarmótum) er hver þátttakandi í mótinu með fjárupphæð setta sér til höfuðs. Þannig, að í hvert sinn sem þú slærð þátttakanda úr leik þá vinnurðu peningaverðlaun. En svo er annað óvænt: þú vinnur hluta af fénu sem sett er til höfuðs spilaranum strax en hluti þess bætist við höfuðsféð ÞITT (vanalega 50%). Eftir því sem þú slærð út fleiri spilara verður höfuðsféð þitt stærra og stærra, sem gerir þig af eftirsóttu skotmarki fyrir aðra spilara sem eru að sækjast eftir sjóðum.
Flest Progressive Knockout-mót setja helminginn af innkaupunum þínum í verðlaunapottinn og hinn helminginn sem það fé sem er lagt þér til höfuðs í upphafi. Það eru þó undantekningar frá þessu, einna helst í „Saturday Special“ útgáfum af Bounty Builders-mótunum, þar sem 25% af innkaupunum þínum fara í verðlaunapottinn og 75% er það fé sem er lagt þér til höfuðs í upphafi.
Flest Progressive KO-mót virka svona:
Endurkaupsmót er mót þar sem þú færð tækifæri til að kaupa fleiri spilapeninga á meðan viðburðurinn stendur yfir. Í hefðbundnu „freezeout“-móti gildir að þegar þú klárar spilapeningana þína ertu úr leik í mótinu. Í endurkaupsmóti geturðu (með einhverjum takmörkunum) keypt fleiri spilapeninga.
Hér eru nokkrar staðreyndir um endurkaupsmót:
Athugið að mörgum reglunum hér að ofan er lýst sem „vanalegum“ eða „almennum“. Við leggjum mikla áherslu á að taka skýrt fram öll frávik frá hefðbundu reglunum en nákvæmar upplýsingar um hvert mót verður alltaf að finna í mótsanddyrinu eða undir „Tournament Info“-flipanum í því anddyri.
Re-entry mót, eða endurinnkomumót, eru mót þar sem þú færð tækifæri til að koma aftur inn í viðburð eftir að einhver hefur slegið þig úr leik í honum. Þegar þú tapar öllum spilapeningunum í endurinnkomumóti verður þér boðið tækifæri á að koma strax aftur inn í mótið. Ef þú velur að þiggja ekki endurinnkomu á þeim tímapunkti geturðu enn skráð þig aftur inn á hefðbundinn hátt í mótaanddyrinu hvenær sem er á meðan síðskráningartímabilið (e. late registration period) stendur enn yfir. Margar endurinnkomur á sama tíma eru ekki leyfðar.
Endurinnkomumót eru svipuð endurkaupamótum (e. rebuy tournaments), en þau eru samt ólík í sumu:
Endurinnkomur munu koma fram í mótastöðunni þar sem númer innkomunnar/skráningarinnar kemur fram við ID (auðkenni) spilarans. Til dæmis, ef „Notandanafn“ tekur þátt í viðburði þrisvar sinnum, stæði á listanum við lokastöðu hans í mótinu „Notandanafn“, „Notandanafn“ [2], „Notandanafn“ [3].
Athugaðu að í endurinnkomumóti gæti verið takmarkaður fjöldi skipta sem þú mátt koma aftur inn í mótið. Þessi fjöldi er þá tiltekinn í anddyri mótsins. Þegar þú hefur klárað að nýta öll skiptin sem þú hefur til endurinnkomu verður þér ekki heimilt að spila aftur í þeim viðburði.
Inngöngumót er mót þar sem verðlaunin eru aðgangur í annað stærra mót. Það gæti verið ódýrara að skrá sig í inngöngumót heldur en beint inn í aðalmótið. Við höldum einsborðs og fjölborða Sit & Go-inngöngumót, sem þú getur fundið undir „Sit & Go“-flipanum. Fjölborðainngöngumót (e. Multi-table satellites) eru líka á dagskrá sem regluleg mót og upplýsingar um skráningu og spilun eru nákvæmlega eins og í fjölborðamótinu, með einni mikilvægri undantekningu – mótið mun bara spilast niður í þann fjölda sem þarf til að allir sem eru eftir fái jafnverðmætt sæti í verðlaun. Þú finnur þessa fjölborðaviðburði undir „Tourney“-flipanum (í snjalltækjum) eða með því að velja „Satellite“ í „Type“-síunni í „Tournaments“-anddyrinu í tölvunni. Hér er dæmi um hvernig inngöngumót virkar:
Innkaup í stærra mótið eru $200. Innkaup í inngöngumótið eru $20. Ef það eru 10 þátttakendur (í inngöngumótinu) fær fyrsta sætið $200 aðgang í stærra mótið í verðlaun. Ef það eru 20 þátttakendur fá fyrsta og annað sætið bæði $200 aðgang í stærra mótið í verðlaun. Ef það er einhver verðlaunapeningur afgangs verður honum skipt jafnt á milli þeirra sem sitja eftir skv. útgreiðslutöflu inngöngumótsins, sem er hægt að skoða í mótsanddyrinu.
Ef það er aðgangsgjald inn í annað hvort mótið eða inngöngumótið þá kemur það fram sem innkaupsupphæð (e. buy-in) og aðgangsgjald (e. entry fee). Kostnaður upp á „$30+$3“ þýðir að innkaupin séu $30 og að aðgangsgjaldið sé $3. $30 fara þá í verðlaunapottinn sem spilararnir keppa um og $3 aðgangsgjaldið er tekið upp í kostað við að halda mótið. Í flestum mótum sem koma við sögu eru innkaup og gjald sameinuð til einföldunar í titli mótsins. Til dæmis í mótinu sem er nefnt hér að ofan, ef það er inngöngumót í Sunday Million (sem dæmi) væri það líklega nefnt sem „Sunday Million: $33 satellite“. Nákvæmar upplýsingar um skiptingu innkaups- og aðgangsgjalds væri þá sýnd í mótsanddyrinu.
Shootout er ákveðin tegund fjölborðamóts (e. MTT). Vanalega þegar þú spilar í fjölborðamóti eru spilarar færðir frá borði til borðs til að jafna út fjölda spilara á hverju borði. Að lokum munu svo síðustu spilararnir enda saman á því sem kallað er „lokaborðið“. Í Shootout er ekkert gert til þess að jafna fjölda spilara á borðum. Þú ert á upprunalega borðinu þínu þar til aðeins einn spilari er eftir. Ef þú vinnur þar borð kemstu áfram á næsta borð og endurtekur ferilinn á móti spilurum sem unnu líka fyrsta borðið sem þeir voru á.
Í DOUBLE SHOOTOUT þarftu að vinna tvö borð til að vinna viðburðinn, þó eru vanalega einhverjir peningar í boði fyrir alla þá sem komast á lokaborðið. Hvert upphafsborð er spilað alveg til loka og lokaborðið er svo myndað af þeim sem unnu viðureignirnar sínar í fyrstu umferðinni. Til dæmis í Stud Double Shootout, gæti það hafist með átta fullum borðum, samtals 64 spilurum, í 1. umferð. Hvert þessara átta borða myndi þá spilast niður í einn sigurvegara og svo myndu sigurvegararnir átta vera færðir saman á annað borð fyrir 2. umferð þar sem þeir myndu spila þar til einn sigurvegari stæði eftir.
Í TRIPLE SHOOTOUT verður þú að vinna þrjú borð til að vinna allan viðburðinn (og aftur þá gætu mögulega verið einhver verðlaun veitt á leiðinni). Til dæmis ef við gefum okkur að hefðbundið (9 spilarar á borði) triple shootout sé fullt og í 1. umferð væru allir 729 spilararnir settur á borð, þá væri 81 borð í mótinu. Hvert borð er spilað þar til einn stendur eftir uppi með alla spilapeningana af því borði. Spilararnir 81 sem enn eru eftir eru þá færðir á 9 borð fyrir 2. umferð. Eins og í 1. umferð spilast hvert borð þar til aðeins einn spilari er kominn með alla spilapeningana á sínu borði. Að lokum færast þá 9 spilarar sem eru eftir á lokaborðið fyrir 3. umferð, þar sem ræðst hver stendur uppi sem mótsmeistarinn.
Athugið að hægt er að stækka þennan feril upp í „ferfalt shootout“ og áfram upp úr. Borðin þurfa heldur ekki endilega að byrja með níu spilurum hvert. Til dæmis höfum við áður boðið triple shooutout með fjórum spilurum á borði (samtals 64 spilarar í hverjum viðburði). Athugið einnig að ef shootout nær ekki hámarksfjölda þátttakenda þegar það hefst að þá gætu sum borðin í 1. umferð verið með fleiri spilurum en önnur. Síðskráning er ekki í boði í shootout-mótum.
Sit & Go (S&G eða SNG) er mót sem er ekki með fyrir fram skilgreindan upphafstíma; það byrjar bara þegar öll sætin eru full. Það eru margar tegundir af Sit & Go-mótum, í stærðum frá heads-up til 990 spilara, í mótaútgáfum sem eru bæði inngöngu- og peningamót. Þessi mót má finna með því að smella á „Sit & Go“-flipann í aðalglugganum í biðlaranum.
Spin & Go-mót er útgáfa af Hyper-Turbo Sit & Go sem gefur spilurunum færi á að spila um verðlaunapotta sem er miklu stærri en innkaupsupphæðin í mótið gefur til kynna. Í hverju móti eru eru bara þrír spilarar og áður en að Spin & Go-mót byrjar er dregið af handahófi til að ákvarða hversu hár verðlaunapotturinn verður. Spin & Go-mót eru í boði í mjög fjölbreyttum innkaupsupphæðum. Þú finnur þessi mót undir „Spin & Go“-flipanum í anddyrinu (í tölvu) eða í „Spin & Go“-flipanum sem þú finnur í gegnum anddyrið (e. Lobby) (í snjalltæki). Kynntu þér meira um Spin & Go mót.
Þessi útgáfa af Spin & Go-mótum (sjá fyrir ofan) bætir við fleiri spilurum, meiri fjölbreytni og fleiri leiðum til að hámarka vinningana þína. Eins og með hefðbundin Spin & Go-mót eru þessi mót með hyper-turbo uppbyggingu og verðlaunapotti ákvörðuðum af handahófi, en koma svo líka með nokkrar spennandi breytur til leiks. Spin & Go Max-mót notast við slembibúnað til að ákvarða fjölda spilara í mótinu, sem og (í flestum tilfellum) valmöguleika um verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin; sá sem vinnur að lokum velur svo verðlaunin sín blindandi úr þremur möguleikum sem eru í boði. Mót með fleiri spilurum og hærri verðlaunapottum borga út fyrir fleiri sæti og ef þú ert að spila um aðalverðlaunin (allt að 10.000-föld innkaupin) þarftu ekki að velja þau úr valkostunum þremur - sigurvegarinn fær þau að fullu sjálfkrafa. Að lokum, eftir tiltekinn fjölda handa, fer mótið í það sem er kallað „All-in Mode“, þar sem allir spilarar eru sjálfkrafa settir með allt inn þar til sigurvegarinn er fundinn. Kynntu þér meira um Spin & Go Max-mót.
Splash-mót er sérstök tegund túrbó-endurkaupsmóts (vanalega inngöngumót (e. satellite)) þar sem hver lota (e. level) hækkar á túrbóhraða en endurkaupstíminn (e. rebuy) er 90 mínútur. Spilapeningar í boði - þar á meðal byrjunarstaflar, endurkaup og ábót - er sérsniðið að hverjum viðburði. Vertu því viss um að þú smellir á „Tournament Info“-hnappinn til að skoða mótsuppbygginguna nánar.
Time Tourney, tímatökumót, er sérstök tegund móts sem stendur yfir í fyrir fram skilgreindan tíma. Tíminn sem viðburðurinn stendur yfir kemur fram í nafni mótsins og í mótsanddyrinu. Við lok skilgreinda tímans sem skal spilaður stöðvast viðburðurinn og allir spilarar fá skiptingu á verðlaunapottinum m.v. spilapeningastöðuna sína í lokin. Time Tourney-mót eru merkt með „klukkutákni“ í mótaanddyrinu.
Time Tourneyömót eru í boði yfir daginn með 15, 25 og 45 mínútna spilatíma.
Turbo-viðburður er viðburður þar sem blindféð (e. blind levels) hækkar miklu hraðar en í venjulegum leik. Lengd hverrar lotu (e. round - áður en blindfé/forfé (e. blind/ante) hækkar) í turbo-móti er vanalega 5 mínútur (miðað við að vanalega eru þær 10 eða 15), þó eru sumir turbo-viðburðir með 6 mínútna lotum.
Turbo-viðburðir fara vanalega í hlé eftir 30 mínútur en ekki eftir 60 mínútur eins og er í hefðbundum endurkaupsviðburðum.
Win the Button er mótafyrirkomulag sem verðlaunar vinningshafa í hverjum potti með því að færa honum gjafarahnappinn. Sum Win the Button-mót skipta yfir í venjulegan framgang hnappsins á síðari stigum mótsins. Kíktu í anddyri mótsins til að fá nánari upplýsingar.
Í Zoom-móti geturðu pakkað (e. fold) höndinni þinni og færst samstundis á nýtt borð með nýjum mótspilurum (völdum af handahófi úr öllum spilarahópnum sem hefur skráð sig til leiks í mótinu). Þú getur meira að segja notað „Fast Fold“-hnappinn sem leyfir þér að pakka áður en röðin er komin að þér að gera. Þetta þýðir að pókerfyrirkomulagið er með miklum hraða og þú þarft ekki að bíða eftir að hver hönd klárist áður en þú byrjar að spila þá næstu. Kíktu á síðuna um Zoom til að sjá meira um hvernig þetta virkar.
Athugið að í Zoom-mótum gildir að þegar spilarahópurinn minnkar og bara nokkur síðustu borðin eru enn með, breytist mótið í hefðbundið freezeout-fyrirkomulag.
Fáðu nánari upplýsingar um hvernig þú spilar í mótum Staruniv.