Náðu á toppinn af fullum krafti með Power Path í stærstu viðburðina okkar á netinu og í eigin persónu
Viltu spila í helstu netmótum European Poker Tour (EPT) og Staruniv? Hér færðu tækifæri til að sýna hvað í þér býr. Þökk sé Power Path geturðu spilað um pláss á stærsta sviði staðar- og netviðburðanna.
Ef þú ert á bláu eða brons kistuþrepi (e. Blue or Bronze Chest level) spilaðu þá á Staruniv og náðu að skila að minnsta kosti $0,01 í tekju (e. rake) og þá færðu ókeypis miða í Power Path Step 1. Þú getur nælt þér í frímiða á hverjum degi. Annars byrja innkaup í Power Path frá allt niður í $0,50*.
Byrjaðu vegferðina þína í Power Path í þrepi 1 og fikraðu þig upp þrepin til að tryggja þér annað hvort brons, silfur eða gull Power Pass:
- Brons Power Pass: Færir spilurum aðgang í einn af netviðburðunum okkar með $109 innkaupum, þar á meðal hið fræga Sunday Million.
- Silfur Power Pass: Spilarar fá andvirði $2.500 innkaupa til að nota í annað hvort svæðisbundna staðarviðburði í eigin persónu eða í stærstu netmótin okkar.
- Gull Power Pass: Pakki að verðmæti $10.300 sem spilarar geta valið um að nota í EPT viðburð eða í eitt af okkar stærstu netmótum.
Þú getur líka hraðað ferðinni þinni á leiðinni og keypt þig beint inn í Power Path þrep 2 eða 3.
Byrjaðu vegferðina í Power Path og sjáðu hversu langt keppnishæfileikarnir bera þig.
*$0,50 Power Path Spin & Go er með tekju upp á 8% ($0,04)
Power Path Svona virkar þetta
Spilaðu í allt að fjórum „þrepamótum“ (e. „Steps) til að eiga möguleika á að vinna gull (e. Gold), silfur (e. Silver) eða brons (e. Bronze) Power Pass.
Ef þú vinnur í einu þrepi gætirðu fengið miða á næsta sig mótsins. Þú getur líka keypt þig beint inn í hvaða þrep sem er, nema í þrep 4 sem er bara aðgengilegt með miða.
Sigurvegarinn í þrepi 4 (e. Step 4) vinnur svo hinn eftirsótta gull Power Pass að andvirði $10.300. Silfur og brons Power Pass verða líka veittir fyrir efstu sætin í þrepi 4.
Þrep 1 - $0,50 Spin & Go-mót (skv. eftirspurn, þú kaupir þig inn eða færð frímiða daglega þegar þú spilar póker)
Vinningshafar komast áfram á þrep 2 eða lengra, allt eftir margfaldaranum sem er settur á verðlaunin (sjá Power Path Step 1: Spin & Go líkindatöflu fyrir neðan).
↓
Þrep 2 - $1 Sit & Go eða $1,50 MTT (fjölborðamót, skv. eftirspurn, innkaup eða miði)
↓
Þrep 3 - $11 MTT (fjölborðamót, skv. eftirspurn, innkaup eða miði)
↓
Þrep 4 - $55 MTT (fjölborðamót, aðeins miði)
Helstu upplýsingar
- Þrepin í Power Path (e. Steps) má finna í gegnum flipann „Power Path“ í anddyrinu í tölvuforritinu (e. client) eða appinu.
- Verðlaunamöguleika fyrir Power Pass má finna undir flipanum „Passes“. Þú kemst beint í þá í gegnum flipann „Power Path“.
- Ef spilari vinnur eitt þrep fær hann miða í næsta þrep. (T.d. ef spilari vinnur í „Step 2“ þá fær hann miða í „Step 3“).
- Til að nota Power Path-miða verða spilarar að fara í „Power Path“ flipann og svo skrá sig í mót.
- Power Path-miða má finna undir „Tournament Tickets“ í „My Rewards“.
- Spilarar geta keypt sig beint inn í öll þrep nema þrep 4, „Step 4“.
- Power Path-miðum er ekki hægt að skipta í peninga eða aðra mótamiða. Það er heldur ekki hægt að millifæra þá á aðra spilara.
- Staruniv Rewards Spin & Go, Sit & Go eða MTT-miða er aðeins hægt að nota í samsvarandi mótum.
Power Path Step 1: Spin & Go líkindatafla
Verðlaun | Líkur |
$10.300 gull Power Pass | 1 af 1.000.000 |
$2.500 silfur Power Pass | 10 af 1.000.000 |
$109 brons Power Pass | 500 af 1.000.000 |
$11 Power Path Step 3 miði | 11.500 af 1.000.000 |
$1,50 Power Path Step 2 MTT miði | 351.422 af 1.000.000 |
$1 Power Path Step 2 Sit & Go miði | 636.567 af 1.000.000 |
Skilmálar Power Path
Samantekt
Power Path er fjögurra þrepa undankeppnisleið í brons (e. Bronze), silfur (e. Silver) og gull (e. Gold) „Power Path Pass“ (passa) sem stendur yfir frá 26. júní 2023 þar til annað er tekið fram. Staruniv mun gefa sanngjarnan fyrirvara þegar Power Path á að ljúka. Til viðbótar við þessa verðlaunaskilmála og skilyrði gilda almennu skilmálarnir og mótareglurnar um þátttöku í mótum á heimasíðu Staruniv um þátttöku spilarans í Power Path.
Spilarar geta tekið þátt í Power Path með því að spila í allt að fjórum „Steps“ mótum (þrepamót). Þeir geta notað miða til að taka þátt í hverju þrepi í Power Path eða keypt sig beint inn í þrep 1-3.
- Þrep 1 - $0,50 Spin & Go-mót
- Þrep 2 - 1$ Sit & Go-mót eða $1,50 MTT-mót (fjölborðamót)
- Þrep 3 - $11 MTT-mót (fjölborðamót)
- Þrep 4 - $55 MTT-mót (fjölborðamót - aðeins fyrir þá sem hafa tryggt sér þátttökurétt/miðahafa – engin bein innkaup leyfð)
Lýsing á verðlaunum og hvernig á að sækja verðlaun
- Bronze Power Pass er að vermæti $109 og er hægt að nota í völdum pókermótum Staruniv á netinu með sömu innkaupsupphæð.
- Silver Power Pass er að verðmæti $2.500 og veitir spilurum möguleika á að nýta verðlaunin í valda svæðisbundna staðarviðburði Staruniv í eigin persónu (e. live) eða í valin pókermót Staruniv á netinu.
- Gold Power Pass er að vermæti $10.300 og er hægt að nota í alla viðburði Staruniv European Poker Tour (EPT) í eigin persónu (e. live) eða í valin allra stærstu pókermót Staruniv á netinu.
- Þegar spilari vinnur verðlaun fær hann staðfestingu um það í sprettiglugga (e. pop-up). Til að sækja verðlaunin sín verða spilarar að fara í „Power Path“ flipann í Staruniv tölvuforriti/spilabiðlara eða snjalltækjaappi og fylgja skrefunum sem er lýst hér á eftir.
- Til að sækja „Bronze Power Pass“ verða spilarar að skrá sig í markmótið (e. target tournament) með því að smella á „Register“ (Skráning).
- Til að sækja „Silver“ eða „Gold Power Pass“ verða spilarar að fara aðra af eftirtöldum leiðum, allt eftir því hvort þeir vilja nota passann sinn til að spila í pókermóti á netinu eða spila í staðviðburði í eigin persónu. Ef þeir ákveða það fyrra fá þeir búnt af miðum í netviðburði. Ef þeir vilja heldur spila í staðviðburði í eigin persónu geta þeir sótt pakka fyrir slíka staðviðburði (e. live event package).
- Til að sækja búnt af pókermiðum í netviðburði verða spilarar að skrá sig í markmótin sem eru innifalin í miðabúntinu. Þegar skráningin er gerð er stofnað miðabúnt sem er lagt inn á Stars Account-reikning spilarans.
- Til að sækja pakka í staðbundna viðburði (e. live event package) verða spilarar að skrá sig í staðviðburðinn sem þeir ætla að taka þátt. Eftir skráninguna fá spilarar tölvupóst frá Staruniv Live Events teyminu með nánari upplýsingum í tölvupóstfangið sem þeir eru með skráð.
- Verðlaun renna út/falla úr gildi (e. expire) átján (18) mánuðum eftir að þau vinnast. Ekki er hægt að framselja, millifæra eða endurselja neina hluta vinningsins. Engin peningagreiðsla eða annað ígildi er í boði fyrir neinn hluta vinningsins.
- Ef einhver hluti vinningsins verður allt í einu ekki tiltækur, eða ef spilarinn getur ekki notað/tekið þátt í hluta vinningsins, af hvaða ástæðu sem er, ber Staruniv ekki nein skylda til þess að bjóða annan vinning eða peninga eða bætur í staðinn.
- Step 2, Step 3 and Step 4 (þrep 2, 3 og 4) Power Path-miðar renna út að einu ári liðnu frá útgáfu. Þeir hafa ekkert verðgildi eftir að þeir renna út og verða ekki bættir á neinn hátt.
- Eftir að Power Path lýkur verður miðum sem eftir standa ónotaðir breytt í mótapeninga („T-Money“) eða annað við hæfi.
Aukalegar upplýsingar
- Með því að samþykkja staðarpakka í viðburði í eigin persónu (e. live event package) samþykkir vinningsspilarinn að undirgangast skilmála Staruniv fyrir „lifandi“ staðarviðburði sem finna má á www.Starunivlive.com/about/tos/.
- Staðarviðburðapakkinn inniheldur enga kostnaðarliði, skatta, útgjöld og/eða skipulagningu sem ekki er sérstaklega talið upp í lýsingu verðlaunanna. Vinningsspilarinn ber einn alla ábyrgð á útgjöldum/kostnaði og Staruniv getur ekki endurgreitt vinningsspilaranum vegna slíks viðbótarkostnaðar eða útgjalda.
- Það er á ábyrgð vinningsspilarans að kynna sér skilyrði sem hótel, viðburðarstaður og aðrir birgjar sem útvega hluta verðlaunanna hafa sett. Vinningsspilarinn er bundinn af og verður að fara að skilmálum og skilyrðum sem sett er fram í tengslum við viðburðinn og reglur, reglugerðir, skilyrði og stefnur, hótels, viðburðarstaðar og annarra birgja sem tengjast verðlaununum. Staruniv ber ekki neina ábyrgð á því að vinningsspilari fái inngöngu eða endurinngöngu á hótel og/eða að viðburðarstað, eða honum takist ekki að taka þátt í einhverjum hluta vinningsins vegna aðgerða/aðgerðaleysis vinningshafans og/eða ferðafélaga hans.
- Það er á ábyrgð vinningsspilarans að athuga og tryggja að hann fylgi öllu tolleftirliti, öryggis- og innflytjendaskilyrðum í tengslum við ferðalag sitt á milli áfangastaðar og upphafslands ferðarinnar (þar á meðal öll skilyrði sem tengjast vegabréfum, ferðaáritunum og öðrum skjölum). Staruniv ber enga bótaábyrgð ef vinningsspilara er neitað um aðgang vegna þess að hann hafi ekki uppfyllt slík skilyrði og vinningsspilarinn ber einn ábyrgð á öllum kostnaði sem hlýst af neitun um aðgang.
- Það er á ábyrgð vinningsspilarans að kynna sér ferðaráðleggingu yfirvalda sem tengist áfangastað hans og ákvarða til hvaða ráðstafana skuli grípa í tengslum við slíkar ráðleggingar. Staruniv ber enga bótaábyrgð ef vinningsspilarinn kynnir sér slíkt ekki til hlítar, ef hann kýs að ferðast þrátt fyrir ráðleggingar sem hann hefur fengið sem tengist ferðalaginu (og í slíkum tilfellum ber Staruniv ekki skylda til að bjóða önnur verðlaun í staðinn).
- Það er á ábyrgð vinningsspilarans að kynna sér hvort mælt er með einhverjum bólusetningum og/eða lyfseðilsskyldum lyfjum eða þess krafist áður en ferðalagið hefst og Staruniv ber enga bótaábyrgð þessu tengdu.
- Það er á ábyrgð vinningsspilarans að sækja sínar eigin ferðatryggingar í tengslum við staðarviðburðarpakkann. Staruniv ber enga bótaábyrgð sæki vinningsspilarinn sér ekki ferðatryggingar og/eða fari ekki að skilmálum og skilyrðum ferðatryggingar sinnar.
- Staruniv ber enga bótaábyrgð á neinum töpuðum eða stolnum miðum, inneignum, skírteinum og/eða öðrum skjölum sem tengjast staðarviðburðarpakkanum.
- Vinningsspilari skal ekki gera neitt sem varpað gæti óorði á Staruniv, fyrirtæki í samstæðu þess eða samstarfsaðila. Staruniv áskilur sér rétt til þess að grípa til viðeigandi aðgerða (þar á meðal að fjarlægja einhvern hluta staðarviðburðarpakkans) ef vinningsspilari hegðar sér á nokkurn þann hátt að Staruniv telji að það gæti komið óorði á Staruniv, fyrirtæki í samstæðu þess eða samstarfsaðila.
- Staruniv ber ekki bótaábyrgð á neinu tapi, þjófnaði, skemmdum eða meiðslum sem vinningsspilarinn veldur eða verður fyrir í tengslum við þátttöku hans í staðarviðburðarpakkanum (nema að Staruniv ber ábyrgð á dauða eða persónumeiðslum valdi Staruniv því með vanrækslu eða sviksamlegri háttsemi).
Daglegir tilboðsskilmálar Power Path
Hvað er í boði
Meðlimir Staruniv Rewards með blátt eða brons kistuþrep geta sótt miða í Step 1 Power Path að verðmæti $0,50 fyrir að ljúka daglegum áskorunum á meðan kynningartímabilið stendur yfir, eins og það er skilgreint hér á eftir.
Hvenær fer tilboðið fram
Þetta tilboð er í gangi daglega frá 00:00 ET 22. janúar 2024 og heldur svo áfram. Hver dagur hefst kl. 00:00 ET (bandarískur austurstrandartími) og lýkur lýkur kl. 23:59 ET.
Hver á rétt á að taka þátt og hvernig getur þú tryggt þér þátttökurétt
Tilboðið er aðeins í boði fyrir meðlimi Staruniv Rewards sem ná ekki hærra en á brons kistuþrep (e. Bronze Chest). Tilboðið takmarkast við eitt á hvern einstakling/heimilisfang/IP-tölu á dag.
Spilarar verða að ljúka daglegri áskorun til að tryggja sér Power Path þrep 1 miðaverðlaun fyrir þann dag. Daglegum áskorunum er hægt að ljúka með því að spila einhvern raunpeningaleik (e. real money game).
Veðmálsskilyrði og takmarkanir eftir leikjategundum
Náðu tekju (e. rake) úr hvaða pókermóti sem er eða peningaleik á einum vikudegi. Engin lágmarksinnkaup eða lágmarksupphæð er í gildi. Fyrir pókermót gildir að aðeins innkaup í peningum til þátttöku teljast með upp í að ljúka áskorunum. Mótaaðgangar eins og að nota miða (þar á meðal Power Path þrep 1 miða í tengslum við þetta tilboð), mótapeningar (e. T-Money) eða þátttaka sem vinnst í gegnum inngöngumót (e. satellite qualification) telst ekki með.
Tilboðið sótt og notað
Spilarar fá Power Path þrep 1 miða um leið og þeir hafa lokið hverri daglegri áskorun, sem er lagður inn á þá í kistu (e. Chest). Þeir þurfa að opna kistuna sína til að sækja verðlaunin. Óopnaðar kistur renna út/falla úr gildi 24 klukkustundum eftir að þær hafa verið millifærðar/greiddar.
Power Path þrep 1 miða er aðeins hægt að nota til að skrá sig í og spila í „Step 1 Power Path“ mótum. Miða má ekki millifæra og þeim er ekki hægt að skipta í peninga, T-Money (mótapening) eða aðra miða.
„Step 1 Power Path“ mót má finna í „Tourney/Tournament“ anddyrinu undir „The Path“ inni í flipanum „Power Path“.
Allir miðar renna út (e. expire) sjö dögum eftir að þeir hafa verið millifærðir. Þeir hafa ekkert verðgildi eftir að þeir renna út og verða ekki bættir.
Hvað annað þarftu að vita
Spilarar geta skoðað mótamiða sem þeir eiga, ásamt upplýsingum um hvenær þeir renna út og fleira, með því að fara í valseðilinn „My Rewards“ og velja þar „Tournament Tickets“.
Kíktu hér til að skoða almenna kynningarskilmála.