Þessir skilmálar vegna notkunar („Samningur“) marka skilmálana sem gilda um notkun þína á netpókerþjónustu Staruniv sem kallast Home Games („Home Games“) og þú ættir að lesa í heild sinni áður en þú notar Home Games. Vinsamlegast athugaðu að þessi samningur myndar lagalega skuldbindandi samkomulag á milli þín og TSG Interactive Gaming Europe Limited (vísað til hér eftir sem „Staruniv“, „við“ eða „okkar“). Við eigum og rekum vefsíðuna sem finna má á starsuni.ac.id og www.Staruniv.eu („Síðurnar/Svæðin“) þar sem Home Games er gert aðgengilegt. Til viðbótar við skilmála og skilyrði þessa samnings skaltu vinsamlegast kynna þér þjónustuskilmála notenda, persónuverndarstefnu, pókerreglurnar, skilmála um úrvinnslu og gjaldmiðlaskipti raunpeninga og skilmála fyrir Stars Rewards sem og aðrar reglur, stefnur og skilmála sem tengjast leikjunum okkar og kynningum sem eru í boði á síðunum og eru settar fram á síðunum á hverjum tíma fyrir sig, sem eru felldar hér undir með tilvísunum, ásamt öðrum slíkum reglum og stefnum sem þú gætir fengið tilkynningu um frá okkur öðru hvoru. Ef þú hefur gengist undir samkomulag vegna þjónustuviðskipta við Staruniv eða eitt fyrirtækjanna í samsteypu okkar þar sem þú selur og kynnir síðurnar notendum þinnar vefsíðu („Samningur þjónustuviðskipta“), er það samkomulag þjónustuviðskipta einnig fellt undir með vísun hér með.
Athugaðu að Home Games er hannað til þess að endurskapa pókerupplifunina sem þú hefðir annars átt með vinum þínum heima. Því er líklegt að þú spilir pókerleiki við fólk sem þú þekkir, sem sumir eða allir gætu verið að spila frá sömu eiginlegu staðsetningu. Þú getur líka séð og heyrt í mótspilurunum í eigin persónu á meðan þeir spila í beinni, ef þú kveikir á vídeóinu og/eða raddmöguleikanum (eins sést þú og mótspilararnir heyra í þér á meðan þú spilar í beinni ef þú notar þennan eiginleika). Þar sem Staruniv getur með engum hætti staðfest lögmæti Home Games í hverri lögsögu er það á þína ábyrgð að tryggja að það sé löglegt fyrir þig að spila Home Games áður en þú gerir slíkt.
Athugaðu að Staruniv mun ekki bera neina ábyrgð og tekur ekki á sig neina bótaábyrgð í tengslum við að einhver notandi Home Games brjóti skilmála og skilyrði þessa samning eða aðrar stefnur eða reglur sem tilteknar eru af Staruniv í tengslum við Home Games.
Þegar snýr að því að Staruniv leyfi þér að nota Home Games samþykkir þú sem hluta af hugbúnaðaruppsetningarferlinu, með því að smella á hnappinn „Ég samþykki“, skilmálana og skilyrðin sem eru sett fram í þessu samkomulagi. Þar á meðal og án nokkurra takmarkana á þeirri ábyrgð sem hér er sett fram hér ofar
þjónustuskilmálana/leyfissamning notenda, persónuverndarskilmálana, pókerreglurnar skilmála fyrir úrvinnslu og gjaldmiðlaskipti raunpeninga og skilmála og skilyrði Stars Rewards frá einum tíma til annars í samræmi við það sem er lýst hér fyrir neðan og í tengslum við þau ákvæði. Með því að nota vídeó- og raddeiginleika í Home Games leyfir þú okkur og einnig hugbúnaðarleyfisrétthöfum okkar að fá aðgang að hljóðnemanum þínum og vefmyndavél, svo við getum fært þér þessa eiginleika.
Staruniv Home Games veitir þér tækifæri til að bjóða vinum þínum og aðilum í nánasta umhverfi að spila heimaleiki óháð því hvar þeir eru staðsettir í heiminum. Til viðbótar við hefðbundna spilun á netinu er þar að finna vídeó- og raddeiginleika sem gera hverjum spilara mögulegt að streyma sjálfum sér beint á meðan hann spilar á borði í Home Games og bætir það töluvert raunverulegri upplifun og áferð við leikspilunina. Þegar þú notar þennan eiginleika eru spilin þín gefin og spiluð rafrænt á hefðbundinn hátt, en spilarar geta séð og spjallað hver við annan með lifandi útsendingunni á meðan þeir spila hendurnar (eða beðið á meðan aðrir spila sínar hendur). Þú mátt á engan hátt taka þetta upp/afrita.
Kjarni Home Games þýðir að þú getur valið að keppa í hringleikjum og mótum, í fjölmörgum pókerafbrigðum sem leyfir þér að upplifa þægindin, samkeppnina og skemmtunina sem fylgir því að spila heimaleiki á netinu með fólki sem þú þekkir. Notkun þín á Home Games skal bæta við og vera í samræmi við kjarna Home Games. Tölfræðigögn spilara, stöðuröð, tölfræði klúbba og mörg önnur leikjaúrslit („Gagnatól“) eru veitt í gegnum Home Games, allt í þeim tilgangi að auka félagslega- og keppnislega upplifun meðal vina þinna og aðila úr nánasta umhverfi. Ekkert gagnatólanna eða aðrar upplýsingar sem verða til vegna slíkra gagnatóla má nota eða gefa til klúbbstjóra (e. Club Manager), meðlima eða annarra þriðju aðila til fjárhagslegs ávinnings. Staruniv áskilur sér réttinn til þess, ef það kemst að eða grunar að kjarni Home Games hafi verið misnotaður eða að eitthvað gagnatól, eða upplýsingar sem verða til vegna einhvers gagnatóls, sé notað af þér eða hefur verið notað af þér til fjárhagslegs ávinnings, að stöðva notkun þína á Home Games og/eða að loka tilheyrandi klúbbi hvenær sem er, kjósi það sjálft svo.
Skilgreind hugtök sem notuð eru í þjónustuskilmálum notenda skulu hafa sömu merkingu í þessum samningi.
Eftirfarandi orð og orðasambönd sem notuð eru í þessum samningi skulu hafa eftirfarandi merkingu (nema samhengið gefi greinilega til kynna annað):
Í tengslum við þjónustuskilmála notenda:
Orðasamband sem kynnt er með hugtakinu „inniheldur“, „þar á meðal“, „með tilliti til“ eða „til dæmis“ þýðir „að meðtöldu án takmarkana“ og skal ekki takmarka merkingu orðanna sem koma á undan hugtakinu eða skilyrðinu.
Orð sem fela í sér eintölu innihalda fleirtölu og öfugt og orð sem fela í sér kynjamynd skulu ná yfir allar kynjamyndir.
Tilvísun til „Ákvæðis“ er vísun í ákvæði í þessum samningi.
Staruniv fer með yfirvald yfir:
Ákvörðun stjórnenda Staruniv í tengslum við hvert það er viðkemur þínum klúbbi, eða notkun þinni á Home Games (þar á meðal stöðu klúbbs þíns og meðlimastöðu), er bindandi og henni er ekki hægt að áfrýja eða fá endurskoðaða.
Ef þú ert klúbbstjóri verður þú að lesa og gangast undir allar útskýringar, leiðbeiningar og tilmæli sem tengjast Home Games sem gefin eru af síðunum frá einum tíma til annars.
Klúbbstjórar eru sendiherrar Staruniv og verða að sýna af sér bestu ímyndina fyrir Staruniv og Home Games, bæði gagnvart meðlimum og almenningi. Þú skalt ekki koma fram á þann hátt sem að okkar mati færir Staruniv eða fyrirtæki sem tengjast samsteypu þess slæmt mannorð eða er andstætt hagsmunum Staruniv eða einhverra fyrirtækja í samsteypu þess.
Þar að auki samþykkir þú, ef þú ert klúbbstjóri, að þú munir:
Þegar klúbbur er stofnaður skal klúbbstjórinn velja nafn á klúbbinn og merki. Eftir að það hefur verið samþykkt má ekki skipta um nafn klúbbsins nema það teljist síðar að það sé ekki í samræmi við ákvæði 3.5.
Til viðbótar við ákvæði 3.4 skal klúbbstjórinn ekki velja nafn á klúbb, merki eða mynd sem:
Án þess að veita undanþáguákvæði frá ákvæðum 3.4 og 3.5 hér að ofan, skulu öll nöfn og merki klúbba falla undir endurskoðun og samþykki Staruniv. Staruniv áskilur sér rétt til þess ákveði það sjálft slíkt að hafna hvaða klúbbsnafni, merki eða mynd hvenær sem er án þess að það þurfi að segja til um ástæðu höfnunarinnar.
Klúbbstjórinn skal ekki taka þátt í amapóstun eða öðrum íþyngjandi aðferðum til þess að afla meðlima. Hver klúbbstjóri ber einn ábyrgð á efni tölvupósta sem hann sendir.
Klúbbstjórum er ekki heimilt að innheimta af meðlimum gjöld fyrir að ganga til liðs við klúbb.
Ef þú ert meðlimur samþykkir þú að þú munir:
eins langt og það nær er kemur að því að þú bjóðir öðru fólki að ganga í klúbbinn þinn, að þú munir ekki beita amapóstun eða öðrum íþyngjandi aðferðum til að afla meðlima, þar á meðal en takmarkast ekki við að auglýsa óumbeðið í öðrum klúbbum. Hver meðlimur ber einn ábyrgð á efni tölvupósta sem hann sendir.
Ef þú átt aðild að samningi þjónustusöluaðila ertu bundinn af eftirfarandi skilmálum í tengslum við notkun þína á Home Games (hástafaskilgreind hugtök í þessu 5. ákvæði sem eru ekki annars skilgreind í þessum samningi skulu halda þeirri merkingu sem þeim hefur verið gefin í samningi þjónustusöluaðila (e. Affiliate Agreement)):
Þér er hér með veitt heimild til að markaðssetja og kynna Home Games með því að setja markaðskóða og/eða hlekki á vefsíðu þína sem hluta af markaðsfærslu og kynningum á síðurnar að því gefnu að þú farir eftir síðustu uppfærðu útgáfunni af samningi þjónustusöluaðila. Sérhverjum klúbbi sem er stofnaður, eftir óheimila markaðsfærslu og kynningu af þinni hálfu, verður samstundis lokað af Staruniv.
Þér er heimilt að bjóða vefsíðunotendum þínum, þar á meðal með skilaboðum í tölvupósti, að gerast klúbbstjórar og að láta fylgja með slíku boði markaðskóðann þinn og/eða hlekk en HINS VEGAR er það stranglega bannað fyrir þriðju aðila, þar á meðal, án takmarkana, notendur vefsíðu þinnar og hvaða klúbbstjóra sem er eða meðlim, að bjóða mögulegum meðlimum í klúbb með því að nota hlekkinn og/eða markaðskóðann sem þú hefur fengið í tengslum við samkomulag þjónustusöluaðila.
Þér er stranglega bannað að láta einhvern markaðskóða og/eða hlekk sem þú hefur fengið í tengslum við samkomulag þjónustusöluaðila, eða söluhvata af hvaða tagi sem er, í boði sem sent er af þér til hvaða þriðja aðila sem er, þar á meðal, án takmarkana, notendum vefsíðu þinnar, til að verða meðlimir klúbbs sem stofnaður er af þér.
Þér er bannað að biðja einhvern þriðja aðila m.a., án takmarkana, notendur vefsíðu þinnar að bjóða mögulegum meðlimum í klúbb með því að nota hlekkinn og/eða markaðskóða sem þú hefur fengið í tengslum við þitt samkomulag þjónustusöluaðila.
Þér er bannað að bjóða eða útvega (eða kaupa það sem einhver þriðji aðili býður eða útvegar) sérhvern söluhvata í hvaða formi sem er (beinan eða óbeinan, fjárhagslegan eða af öðrum toga) í gegnum tölvupóst, útgáfu á vef eða í gegnum hvaða annan miðil sem er (á netinu eða utan þess) til þriðja aðila í gegnum notkun þína á Home Games þar á meðal hlutdeild þína í einhverri söluþóknun sem þú hefur unnið þér inn með notkun á Home Games í tengslum við skilmála þessa samkomulags.
Þér er bannað að nota Home Games á hvern þann máta sem telst misnotkun á vörunni (þar á meðal að nota hana til að hækka söluþóknun eða gjöld sem annars eru greidd þér).
Ef það gerist að þú telst hafa brotið á þessu 5. ákvæði eða að þú hafir gripið til einhverra leiða til að reyna komast hjá því sem tiltekið er hér, áskiljum við okkur rétt til þess að grípa til hvaða ráða sem við teljum við hæfi, þar á meðal að loka tilheyrandi klúbbi og/eða slíta samningi þjónustusöluaðila, kjósum við svo.
Réttur þinn til þess að nota Home Games eins og hann er veittur þér í þessu ákvæði 5 er afturkræfur af hálfu Staruniv hvenær sem er kjósi félagið slíkt og eins og kemur fram í öðrum skilmálum og/eða takmörkunum sem Staruniv gæti frá einum tíma til annars mælt fyrir um kjósi það svo, eins og, en ekki takmarkað við, að takmarka fjölda eða hlutfall meðlima sem tengjast þér í gegnum rekla (e. Tracker) í hvaða klúbbi sem er.
Þú skalt ekki nota Home Games til að kynna þjónustu eða vöru hvaða þriðja aðila sem er fyrir utan Staruniv eða fyrirtækja í samsteypu þess (til dæmis með því að birta hlekki á vefsíður þriðju aðila eða sýna auglýsingar þriðju aðila), eða á neinn hátt hvetja meðlimi til að spila netpóker á vefsíðum samkeppnisaðila Staruniv.
Þér er ekki heimilt að pósta (birta) hlekki á eða á annan hátt hlekkja frá síðunum eða neinum hlutum þeirra (þar á meðal þeim hlutum á síðunum sem tengjast klúbbnum þínum) til neinnar vefsíðu þriðja aðila sem kynnir samkeppnisaðila Staruniv, gefur til kynna vensl/tengsl, samþykki eða stuðning við klúbbinn af hálfu Staruniv, eða brýtur á einhverjum skilmálum þessa samnings eða þjónustuskilmálum notenda.
Þú mátt hlekkja að síðunum frá hvaða vefsíðu sem er sem þú átt, eða í tölvupósti sem sendur er af þér, að því gefnu að (i) þú gerir það á þann hátt að það sé sanngjarnt og löglegt og skemmi ekki orðstír okkar eða nýti sér hann og (ii) þú gefir ekki til kynna nein vensl/tengsl, samþykki eða stuðning af okkar hálfu þar sem slíkt er ekki til staðar. Rétt þinn til að nota hlekki í tengslum við þetta ákvæði 6.3 er ekki hægt að framselja, ánafna eða annars vísa áfram af þinni hálfu. Við áskiljum okkur rétt til þess afturkalla þennan rétt til að nota hlekki hvenær sem er.
Home Games er aðeins ætlað til persónulegrar skemmtunar þinnar (hvort sem þú notar svæðið sem klúbbstjóri eða meðlimur) og svæðið má á engan hátt nota til að stofna til neins fjárhagslegs ávinnings eða annars fjárbata til þín eða annars notanda Home Games. Bönnuð framkoma í tengslum við notkun Home Games inniheldur (en takmarkast ekki af) eftirfarandi:
Þú gengst undir og samþykkir að HG-leikur sé líklegur til að innihalda aðra spilara sem þekkja hvern annan og að sumir eða allir þessir spilarar gætu verið að spila þann HG-leik frá sama eiginlega stað. Þú getur líka séð og heyrt í mótspilurunum í eigin persónu á meðan þeir spila í beinni, ef þú kveikir á vídeóinu ða raddmöguleikanum (eins sést þú og mótspilararnir heyra í þér á meðan þú spilar í beinni ef þú notar þennan eiginleika). Með samþykki þínu á þessum samningi staðfestir þú og samþykkir að það sé löglegt fyrir þig að taka þátt í Home Games í þinni lögsögu.
Spilaraauðkenni þitt á reikningi þínum á Staruniv verður líka einkennisnafn þitt sem klúbbstjóri eða meðlimur og verður sýnt klúbbstjóranum og meðlimum í anddyri Home Games, anddyri klúbbs og (ef klúbbstjórinn kýs að hafa þær sýnilegar í meðlimaskrám) almennum meðlimaskrám klúbba. Þarf af leiðir að fólk sem þekkir þig í gegnum Home Games og/eða klúbbinn þinn mun einnig vita auðkennið á notandanafni þínu á spilarareikningi þínum á Staruniv (og hafa séð þig og/eða heyrt í þér og þú notar vídeóeiginleikann). Ef þú samþykkir ekki þetta skaltu ekki nota Home Games. Notendum er ekki heimilt að eiga fleiri en eitt einstætt notandaauðkenni.
Staruniv gæti endurskoðað spjallskrár klúbbs af hvaða ástæðu sem er, þar á meðal til að skoða hlítingu þína gagnvart þessum samningi og þjónustuskilmálum notenda.
Persónuupplýsingum þínum gæti verið deilt með þriðju aðilum ef okkur grunar að þú sért aðili að sviksamlegri hegðun (eins og skilgreint er í ákvæði 10.1 hér neðar). Hins vegar, þegar við deilum slíkum upplýsingum förum við í öllu að persónuverndarstefnunni.
Þú samþykkir að taka við tölvupóstum frá okkur í tengslum við athafnir í klúbbnum þínum, þar á meðal dagskrár fyrir HG-leiki, úrslit og stöður. Þú mátt frábiðjast því að fá slíka tölvupósta hvenær sem er frá einum klúbbi til annars. Athugaðu að ef þú biðst ekki undan tölvupóstum vegna tiltekins klúbbs færðu þessa pósta áfram jafnvel þó þú hafir beðist undan því að fá sent kynningarefni eða aðra tölvupósta í tengslum við síðurnar almennt.
Staruniv gæti frá einum tíma til annars stöðvað tímabundið Home Games til þess að framkvæma nauðsynlegt viðhald (eða af hvaða annarri ástæðu sem er heimiluð samkvæmt þjónustusamningi notenda), en munum ef það er mögulegt láta þig vita áður af slíkri tímabundinni stöðvun. Ef til slíkrar tímabundinnar stöðvunar kemur gæti verið nauðsynlegt að fresta HG-leikjum sem eru á dagskrá. Klúbbstjórinn ber enga ábyrgð á slíkri frestun.
Ef þú ert meðlimur samþykkir þú að frestunin/tímabundna stöðvunin sem lýst er í ákvæði 9.1 sé utan umráðasviðs klúbbstjóra. Þrátt fyrir þetta, ef þú hefur einhverjar spurningar um frestun eða tímabundna stöðvun skaltu fyrst snúa þér með þær til klúbbstjórans.
Ef þú ert klúbbstjóri samþykkir þú að bera fyrst og fremst ábyrgð á að eiga við fyrirspurnir meðlima sem tengst gætu tímabundinni stöðvun eins og er lýst í ákvæði 9.1.
Þú getur skráð þig úr HG-móti hvenær sem er þar til allt að tveimur mínútum fyrir áætlaðan upphafstíma samkvæmt dagskrá. Þú gefur frá þér innkaupsupphæðina ef þú spilar ekki samþykkt HG-mót án þess að afskrá þig í tæka tíð og Staruniv mun ekki endurgreiða þér.
Staruniv leyfir þér að nota Home Games á þeirri forsendu að þú munir ekki eiga aðild að neinum svikum eða sýna óheiðarleika. Þú samþykkir að þú munir ekki fremja, eða afla, hvetja til, aðstoða eða styðja við framin brot eða óheiðarleika eða aðra hegðun sem er ólögleg eða bönnuð af okkur (eins og tiltekið er í þessum samningi, þjónustuskilmálum notenda, eða annars á eða í gegnum síðurnar) í tengslum við klúbb eða notkun á Home Games („Sviksamleg hegðun“).
Staruniv lítur sviksamlega hegðun gríðarlega alvarlegum augum. Til viðbótar við önnur réttindi og úrræði sem Staruniv gæti átt undir þessum samningi, þjónustuskilmálum notenda, í lögum eða annars, gæti hver sá notandi sem telst eiga aðild að sviksamlegri hegðun verið tilkynntur til tilheyrandi yfirvalda.
Klúbbstjórinn verður að fylgjast eins vel og hann getur með starfsemi í klúbbnum sínum í leit að öllum vísbendingum um sviksamlega hegðun og tilkynna þjónustuborði alla þekkta eða grunaða sviksamlega hegðun í samræmi við ákvæði 3.3 (i).
Án þess að takmarka ákvæði 10.3, verður hver meðlimur að vera vakandi fyrir sviksamlegri hegðun eða vísbendingum þar um í tengslum við sinn klúbb og verður að tilkynna þjónustuborði alla þekkta eða grunaða sviksamlega hegðun í samræmi við ákvæði 4.1 (f).
Ef það gerist að við teljum þig brjóta á einhverju sem kemur fram í þessum samningi eða í þjónustuskilmálum notenda, eða af öðrum réttmætum ástæðum, áskilur Staruniv sér rétt til þess (án skerðingar á öðrum réttindum sínum eða úrræðum undir þessum samningi eða þjónustuskilmálum notenda, í lögum eða annars) að grípa strax til þess að:
Ef það gerist að við teljum þig brjóta á einhverju sem kemur fram í þessum samningi eða í þjónustuskilmálum notenda, áskilur Staruniv sér rétt til þess (án skerðingar á öðrum réttindum sínum eða úrræðum undir þessum samningi eða þjónustuskilmálum notenda, í lögum eða annars) að grípa strax til þess að:
Þú samþykkir að bæta að fullu, verja og halda að skaðlausu Staruniv, fyrirtæki í samstæðunni og hluthafa þess, stjórnendur og starfsmenn vegna allra krafna, kröfugerða, tjóns, taps, kostnaðar og útgjalda, þar á meðal lögfræðikostnað eða önnur gjöld af hvaða tagi sem er, hvernig sem þau hafa orðið til, sem gæti orðið til vegna:
Undir engum kringumstæðum, þar á meðal vegna vanrækslu, skal Staruniv bera ábyrgð á neinu sérstöku, beinu, óbeinu eða afleiddu tjóni af neinu tagi (þar á meðal, án takmarkana, tjóns vegna missis viðskiptahagnaðar, truflunar á viðskiptastarfsemi, missis viðskiptaupplýsinga, eða öðru fjárhagslegu tapi) sem gæti orðið til í tengslum við þennan samning, jafnvel þó að Staruniv hafi áður fengið vitneskju um að möguleiki gæti verið á slíku tjóni eða ef slíkt tap hefði mögulega mátt sjá fyrir.
Ekkert í þessu samkomulagi skal takmarka bótaábyrgð aðila vegna persónulegs líkamstjóns eða dauða sem orðið gæti vegna vanrækslu þeirra eða vegna þjófnaðar eða svika þess aðila.
Í tengslum við notkun þína á Home Games, að því gefnu að upp komi misræmi milli ákvæða í ákvæðum 6 og 7 í þessum samningi og þínum samningi þjónustusöluaðila, skal þinn samningur þjónustusöluaðila hafa forgang ef slíkt misræmi kemur upp.
Staruniv gæti uppfært eða breytt skilmálum þessa samnings eða einhverjum hlutum hans annað slagið. Við munum láta þig vita ef einhverjar efnislegar breytingar verða á þessu samkomulagi á síðunum eða eftir öðrum leiðum áður en slíkar breytingar taka gildi og þú munt þurfa samþykkja slíkar breytingar til þess að geta haldið áfram að nota þjónustuna og breytingarnar taka strax gildi eftir að þú hefur veitt samþykki þitt. Þess vegna hvetjum við þig til að heimsækja síðurnar reglulega og kanna skilmála og skilyrði þeirrar útgáfu af samningnum sem gildir á hverjum tíma. Áframhaldandi notkun þín á síðunum telst votta samþykki þitt við alla viðauka samningsins.
Samningurinn og öll málefni honum tengd skulu falla undir og fá meðferð samkvæmt þeim lögum sem eru í gildi á Möltu. Þú samþykkir án nokkurra fyrirvara, eins og tekið er til hér að neðan, að dómstólar á Möltu skuli hafa lögsögu yfir hverjum þeim kröfum, ágreiningi eða deilum sem risið gætu í tengslum við samning þennan og varðandi öll eftirfylgjandi málefni sem komið gætu upp vegna þess og þú gefur frá þér allan rétt sem þú gætir haft til þess að mótmæla eða krefjast frávísunar á grundvelli þess að málið skuli höfðað á óhentugum vettvangi eða að þessir dómstólar fari ekki með dómsvald eða lögsögu í þessum málum. Ekkert í þessu ákvæði skal takmarka rétt Staruniv til að taka upp málatilbúnað gegn þér í hvaða lögsögu eða undir hvaða hæfa dómsvaldi sem er, né skal það álitið að málatilbúnaður í einni eða fleiri lögsögum, hvort sem það er samtímis eða ekki, að það útiloki eða heimili ekki að mál verði sótt undir öðru dómsvaldi, eins og heimilt er í lögum slíks eða annars dómsvalds.
Ef ákvæði þessa samnings er eða verður ólöglegt, ógilt eða óframfylgjanlegt í einhverri lögsögu skal það ekki hafa áhrif á gildi eða framfylgni í þeirri lögsögu vegna annarra ákvæða hér í eða gildi eða fullnustu í öðrum lögsögum vegna þess ákvæðis eða annarra ákvæða hér. Ef einhver ákvæði eru ógild en væru annars gild ef einhverjum hlutum ákvæðis væri eytt eða breytt, skal ákvæðið sem um ræðir halda gildi sínu með slíkri breytingu eins og þarf til þess að það haldi gildi sínu.
Staruniv áskilur sér allan rétt til að framselja þessum samningi, að hluta eða í heild, hvenær sem er án fyrirvara. Þú mátt ekki framselja neinn hluta þinna réttinda eða skuldbindinga undir þessum samningi.
Engin tilslökun (bein eða gefin í skyn) af hálfu Staruniv á að fylgja eftir broti á þessum samningi (þar á meðal að Staruniv skuli ekki krefjast þess að öllum ákvæðum samnings sé stranglega eða bókstaflega fylgt) skal að neinu leyti skoðuð þannig að hún heimili annað eftirfylgjandi brot slíks ákvæðis eða brot á einhverju öðru ákvæði þessa samnings.
Að frátöldum fyrirtækjum í samsteypu Staruniv, er ekkert í þessum samningi sem skal stofna til eða staðfesta einhver réttindi eða önnur fríðindi í hag einhverjum sem ekki er aðili að þessum samningi (þar á meðal klúbbstjóri eða meðlimur í klúbbi annar en þú).
Ekkert í þessum samningi skal stofna eða teljast stofna starfsráðningu, félagasamband, umboð, traustyfirlýsingu eða samkomulag, fjármunasamband eða samrekstur milli þín og okkar.
Þessi samningur og skjölin sem vísað er í innan hans mynda allan skilning okkar og samkomulag milli þín og okkar í tengslum við Home Games og fellir úr gildi alla fyrri samninga, yfirlýsingar, skilning eða ráðstafanir milli þín og okkar í tengslum við Home Games.
Þú verður að gefa fullar og sannar upplýsingar í tengslum við allar upplýsingar og atriði sem Staruniv biður þig um í tengslum við notkun þína á Home Games og ef þú ert klúbbstjóri, að notkun klúbbmeðlima þinna á Home Games falli öllum stundum undir skilmála persónuverndarstefnunnar.
Útgáfa samnings þessa á ensku skal vera sú sem gildir umfram aðrar komi í ljós eitthvað misræmi á milli þýddra útgáfna af þessum samningi.