pokercasinosports
pokercasinosports

Svona spilarðu Texas Hold’em

Viltu skemmta þér í leik af Texas Hold’em póker? Hér finnurðu helstu upplýsingar um Texas Hold’em sem hjálpa þér við að læra leikinn, þar á meðal reglurnar, hendurnar, mismunandi leikafbrigði og margt fleira.

Hvað er Texas Hold’em póker?

Texas Hold’em póker er eitt vinsælasta pókerafbrigði heims. Þrátt fyrir að vera frekar einfaldur leikur býður Texas Hold‘em upp á möguleikann á að vera spilaður með allt að því endalausum leikaðferðum og blæbrigðum.

Reglur í Texas Hold'em

Til að byrja að spila leiki í Texas Hold’em er mikilvægt að skilja grunnreglurnar:

  • Hver spilari fær gefin tvö spil sem bara þeir einir sjá (líka þekkt sem „holuspil“)
  • Gjafarinn leggur út fimm spil (sameignarspil) - þrjú í einu, svo eitt til viðbótar, svo annað - þessi spil nota svo allir spilararnir til að búa til sína bestu fimm spila hönd.
  • Áður og eftir að hvert spil er sýnt skiptast spilararnir á að bjóða (e. bet). Til að halda áfram að vera með í höndinni og sjá næsta spil verða allir spilaranir að hafa lagt út sömu upphæð af spilapeningum í pottinn (nema einhver spilari sé þegar með allt inni (e. all-in))
  • Besta pókerhöndin vinnur pottinn. Spilari má nota hvaða samsetningu sem er úr þessum sjö spilum til þess að mynda bestu mögulegu fimm spila pókerhöndina, með því að nota ekkert, eitt eða tvö af holuspilunum sínum.

Blindfé

Í Hold'em er notast við merki sem er kallað „hnappurinn“ eða „gjafarahnappurinn“, eða „takkinn“ og hann gefur til kynna hvaða spilari er gjafari í yfirstandandi leik. Áður en leikur hefst, á spilarinn sem situr strax réttsælis við hnappinn að leggja út fyrir „litla blind“, fyrsta skylduboðið. Spilarinn sem er svo beint réttsælis við litla blind póstar svo út „stóra blind“, sem er almennt tvöfalt hærri upphæð en á litla blind (blindféð getur svo verið misjafnt eftir því um hvers konar bita/upphæðir (e. stakes) er spilað.

Í Limit-leikjum (leikjum með takmarki) er stóri blindur jafnhár og lítið boð (e. bet) og litli blindur er yfirleitt helmingurinn af upphæð stóra blinds (en gæti verið hærri í einhverjum bitum/upphæðum). Til dæmis í leik sem er $2/$4 Limit er litli blindur $1 og stóri blindur $2. Í leik sem er $15/$30 Limit er litli blindur $10 og stóri blindur $15.

Í Pot Limit og No Limit-leikjum eru leikirnir nefndir eftir stærðum sem eru á blindfénu (t.d. $1/$2 Hold'em-leikur er með $1 fyrir litla blind og $2 fyrir stóra blind).

Það fer svo eftir uppbyggingunni í leiknum, en hver spilari gæti svo þurft að leggja líka út svokallað forfé (e. ante, sem er annars konar skylduboð, yfirleitt lægra en báðir blindir, sem allir spilarar við borðið verða að leggja út áður en hönd hefst).

Nú fær hver spilari gefin holuspilin sín tvö. Boð/sögn gengur réttsælis um borðið, byrjað á spilaranum „við hlaupið“ (strax réttsælis við stóra blind).

Boðmöguleikar spilara

Í Hold'em, eins og í öðrum tegundum pókers, eru mögulegar sagnir spilara að pakka (e. fold), skoða (e. check), bjóða (e. bet), kalla/jafna (e. call), eða hækka (e. raise). Möguleikarnir sem eru í boði hverju sinni ráðast af því hvað spilararnir á undan hafa gert. Ef enginn hefur boðið getur spilari annað hvort skoðað (e. check - afþakkað að bjóða, en haldið spilunum) eða boðið (e. bet). Ef spilari hefur boðið geta spilarar sem gera á eftir pakkað (e. fold), jafnað/séð (e. call) eða hækkað (e. raise). Að jafna (að sjá að jöfnu, kalla) er þegar spilari setur út jafnháa upphæð og spilari á undan hefur boðið. Að hækka er ekki aðeins að jafna fyrra boð, heldur að hækka það líka.

Fyrir flopp (pre-flop)

Eftir að hafa skoðað holuspilin sín á hver spilari möguleika á að spila höndina með því að jafna eða hækka boð stóra blinds. Sögnin (e. action) byrjar til vinstri við stóra blind, sem er talinn hafa úti „virkt“ boð í þessari lotu. Spilarinn á þá val um að pakka, jafna eða hækka. Til dæmis, ef stóri blindur var $2 þá myndi kosta $2 að jafna, eða að minnsta kosti $4 til að hækka. Sögnin heldur svo áfram að ganga réttsælis um borðið.

Athugið: Uppbygging boða (e. betting structure) er mismunandi í ólíkum útgáfum af leiknum. Útskýringar á hvernig boð ganga fyrir sig í Limit Hold'em, No Limit Hold'em og Pot Limit Hold'em má finna hér neðar.

Boð halda svo áfram í hverri boðlotu þar til allir spilarar sem eru með (sem hafa ekki pakkað (e. folded)) hafa lagt út jafnhátt boð í pottinn.

Floppið (e. The Flop)

Nú eru gefin þrjú spil upp í loft í borðið. Þetta er kallað floppið. Í Hold'em eru spilin þrjú á floppinu sameignarspil, s.s. spil sem allir spilararnir sem enn eru með geta notað með sínum. Boðin á floppinu byrja á fyrsta virka spilara strax réttsælis frá hnappnum. Boðmöguleikarnir eru nú svipaðir og fyrir floppið, hins vegar, ef enginn hefur þegar boðið, hafa spilarar nú möguleika skoða (e. check), að láta sögnina halda áfram fram hjá á næsta spilara réttsælis sem enn er með.

Fléttan (e. The Turn)

Þegar boðlotunni er lokið fyrir floppið er fléttuspilið gefið upp í borðið. Fléttan er fjórða sameignarspilið í Hold'em (og er líka stundum kallað „fjórða stræti“). Önnur boðlota fer þá fram og byrjar á þeim spilara sem er enn með, næst réttsælis við hnappinn.

Fljótið (e. The River)

Þegar boðlotunni er lokið fyrir þessa umferð er „fljótaspilið“ (e. the river) eða „fimmta stræti“ gefið upp í borðið. Fljótið er fimmta og síðasta sameignarspilið í Hold'em. Boð byrja þá aftur hjá fyrsta spilaranum sem enn er með réttsælis frá hnappinum og sömu reglur gilda um boð og áttu við fyrir floppið og fléttuna.

Hólmurinn (e. Showdown)

Ef það eru fleiri en einn spilari eftir þegar síðustu boðlotunni er lokið á sá sem bauð eða hækkaði síðast að sýna spilin, nema að ekkert hafi verið boðið í síðustu lotunni. Ef það gerist á spilarinn sem er fyrstur til vinstri frá hnappnum að sýna spilin sín fyrst. Spilarinn með bestu fimm spila pókerhöndina vinnur pottinn. Ef það gerist að hendur séu jafn sterkar verður pottinum skipt jafnt á milli þeirra spilara sem eru með jafnbestu höndina. Í Hold'em-reglum gildir að allar spilasortir eru jafnar.

Eftir að potturinn hefur verið veittur sigurvegaranum er hægt að byrja að spila næstu Hold'em-hönd. Hnappurinn er þá færður réttsælis á næsta spilara og blindfé og forfé póstað út aftur og allir spilarar fá gefin spil í nýja hönd.

Hversu margar handasamsetningar eru mögulegar í Texas Hold’em?

Það eru 1.326 mögulegar samsetningar fyrir opnunarhöndina þína í Texas Hold’em póker. Vegna þess að spilasortir hafa ekkert gildi í þessu pókerafbrigði munu margar af þessum samsetningum hafa sama gildi fyrir floppið. Þegar við tökum frá eins samsetningar eru 169 upphafshendur í Texas Hold’em.

Fyrir floppið eru vasaásar besta upphafshöndin. Ef höndin þín batnar hins vegar ekki í borði þá ertu bara með eitt par. Sérstaklega í fjölmennum pottum gæti verið að þetta sé ekki nógu sterk hönd til að halda áfram í seinni boðlotum (e. betting rounds), eða til að vinna höndina á hólminum.

Þegar leikir eru spilaðir „heads up“ (bara gegn einum mótspila) þarftu vanalega að spila mjög vítt bil af upphafshöndum, sérstaklega þegar þú situr við hnappinn.

Hins vegar, í fjölmennum leikjum (gegn mörgum mótspilurum), þarftu að vanda betur valið á upphafshöndunum og taka tillit til stöðunnar á borðinu og þeirra aðgerða sem mótspilararnir þínir eru að gera. Hendur sem eru almennt vel spilanlegar eru meðal annars:

  • Topp pör – AA (ásar) og KK (kóngar) eru úrvals byrjunarhendur í Texas Hold’em. Þær er hægt að spila af miklu sjálfsöryggi og sækja fram fyrir floppið og þú ættir ekki að hræðast að koma staflanum í miðjuna á þessu stigi leiksins ef þú færð tækifæri til þess. DD (drottningar) og JJ (gosar) eru næstbestu pörin, sem er líka hægt að spila með jákvæðum hug, en þú gætir þó þurft að halda varlega áfram ef þú mætir mjög árásarmikilli hegðun fyrir floppið, eða ef yfirspil koma í gjöfinni á floppinu.
  • Smápör – smá/lág og miðjupör eins og 44 eða 66 eru góð til að spila á seinni stigum ef þú nærð að sjá floppið ódýrt, til að reyna að hitta á sett á floppinu. Ef það tekst er höndin þín frekar vel dulbúin gagnvart mótspilurum sem eru kannski að spila með stærri pör eða hærri spil. Það er mælt með því að pakka ef þú stendur frammi fyrir miklum hækkunum fyrir floppið, eða ef þú stendur frammi fyrir boði (e. bet) eftir að hafa misst af því að hitta eitthvað á floppinu.
  • Tengd spil í sort (e. suited connectors) – spil í töluröð og í sömu sort (t.d. JH (gosi í hjarta), 10H (tía í hjarta). Þau eru vel spilanleg fyrir floppið og geta gefið þér möguleikann á að ná í röð (e. straight) eða lit (e. flush). Það er mælt með því að þú spilir mikið af þessum höndum þegar margir eru með og/eða þegar þú ert með stóran stafla, þar sem þú átt möguleika á að vinna stóra potta gegn spilurum með lakari hendur eins og tvö pör eða þrennu.
  • Ásar í sort – hendur eins og AH, 4H gefa þér möguleikann á að ná röð, en, það sem er mikilvægara, sterkasta mögulega litinn. Eins og kom fram áðan, getur þetta verið mjög ábatasamt gegn spilurum sem eru með lægri hendur – sérstaklega gegn spilurum sem hafa kannski veikari lit (e. flush). Þar að auki gefa ásar í sort þér frábærar hendur til að blekkja með gegn höndum fyrir hækkunum fyrir floppið. Með ás í hönd geturðu varist samsetningum með ásum sem mótspilarar þínir gætu haft. Og ef einhver jafnar þig/kallar, áttu samt enn ágætlega spilanlega hönd eftir floppið.

Hvernig er höndum styrkleikaraðað í Texas Hold’em?

Það er lykilatriði að skilja styrkleikaröðun handa lengra inn í leikinn en byrjunarhöndina þegar þú reynir að spila um bestu mögulegu fimm spila höndina úr öllum sjö spilunum sem eru í boði.

Texas Hold’em póker notast við hefðbundna háröðun pókerhanda:

  • Konungleg litaröð (e. Royal Flush) – 10-A í sömu sort
  • Litaröð (e. Straight Flush) – Fimm spil í sömu sort, í númeraröð
  • Ferna (e. Four of a Kind) – Fjögur jafnhá spil og svo eitt hliðarspil sem er kallað „kicker“
  • Fullt hús (e. Full House) – Þrjú jafnhá spil og svo tvö önnur spil sem eru líka jafnhá.
  • Litur (e. Flush) – Fimm spil í sömu sort
  • Röð (e. Straight) – Fimm spil í númeraröð.
  • Þrenna (e. Three of a Kind) – Þrjú jafnhá spil og svo tvö spil til hliðar sem eru ótengd
  • Tvö pör (e. Two Pair) – Tvö jafnhá spil og svo tvö önnur einnig jafnhá spil og svo eitt hliðarspil (e. kicker)
  • Eitt par (e. One Pair) – Tvö jafnhá spil og þrjú ótengd spil til hliðar
  • Hæsta spil – Engin eins spil og engin önnur handategund

Nánari upplýsingar um handaröðun, þar á meðal dæmi um pókerhendur, má finna í kaflanum Hvernig á að spila.

Limit, No Limit, Pot Limit og blandaður (e. Mixed) Texas Hold'em

Reglur í Hold'em eru þær sömu í Limit, Pot Limit og No Limit pókerleikjum, nema með örfáum undantekningum

  • Limit Texas Hold'em
    Boð í Limit Hold'em fara eftir fyrir fram ákvörðuðum og uppbyggðum upphæðum. Fyrir floppið og á floppinu eru öll boð og hækkanir sama upphæð og stóri blindur. Á fléttunni og fljótinu (e. turn, river) eru upphæðir á öllum boðum og hækkunum tvöfaldar. Í Limit Hold'em má hver spilari bjóða allt að fjórum sinnum í hverri boðlotu. Þar með talin eru (1) boð, (2) hækkun, (3) endurhækkun, (4) þak (e. cap - lokahækkun).
  • No Limit Texas Hold'em
    Lágmarksboð í No Limit Hold'em er sama upphæð og stóri blindur en spilarar mega alltaf bjóða eins mikið og þeir vilja, eða upp að öllum spilapeningunum sem þeir eiga.

    Lágmarkshækkun: Í No Limit Hold'em verður upphæðin sem hækkað er um að vera að minnsta kosti sú sama og áður var boðin í sömu lotu. Sem dæmi, ef fyrsti spilari sem gerir býður $5 verður sá næsti að hækka að lágmarki um $5 (heildarboðið hans er þá $10).

    Hámarkshækkun: Stærð staflans þíns (spilapeningarnir þínir á borðinu).

    Í No Limit Hold'em er ekkert þak á leyfilegan fjölda hækkana.
  • Pot Limit Texas Hold'em
    Lágmarksboð í Pot Limit Hold'em er sama upphæð og stóri blindur en spilarar mega alltaf bjóða allt að stærðina á pottinum.

    Lágmarkshækkun: Upphæðin sem hækkað er um verður að vera að minnsta kosti sú sama og áður var boðin í sömu lotu. Sem dæmi, ef fyrsti spilari sem gerir býður $5 þá verður sá næsti að hækka að lágmarki um $5 (heildarboðið hans er þá $10).

    Hámarkshækkun: Stærðin á pottinum, sem er skilgreindur sem samtals það sem er komið út í pottinn ásamt þeim boðum sem eru komin út á borðið, ásamt þeirri upphæð sem spilarinn sem er að gera þarf að jafna í pottinn áður en hækkunin er talin.

    Dæmi: Ef potturinn er $100 og ekkert hefur verið gert á undan í tiltekinni boðlotu, er hámarksboð spilarans sem er að gera $100. Eftir það boð færist sögnin á næsta spilara réttsælis. Sá spilari getur þá annað hvort pakkað, jafnað $100 eða hækkað um hvaða upphæð sem er á milli lágmarksins ($100 í viðbót) og hámarksins. Hámarksboðið í þessu tilviki væri þá $400 - sá sem er að hækka væri fyrst að jafna $100, sem gerir pottinn þá $300 og svo að hækka um $300, sem gerir heildarboðið $400.

    Í Pot Limit Hold'em er ekkert þak á leyfilegan fjölda hækkana.
  • Mixed Texas Hold'em
    í Mixed Hold'em skiptir leikurinn á milli umferða af Limit Texas Hold'em og No Limit Texas Hold'em. Blindfé hækkar vanalega þegar leikurinn skiptist úr No Limit í Limit, til að tryggja samræmi í meðalstærð pottsins í hverjum leik. Boðreglurnar í hverri umferð eru samkvæmt reglum þess leiks, eins og er lýst hér fyrir ofan.

Í hugbúnaði Staruniv er ekki hægt að bjóða minna en lágmarkið, eða meira en hámarkið, hverju sinni. Boðstikan og boðglugginn leyfa þér bara að bjóða upphæðir sem eru leyfðar innan takmarka sem gilda í leiknum.

Lærðu hvernig þú spilar Texas Hold'em ókeypis

Ef þú vilt læra að spila Hold'em skaltu sækja hugbúnað Staruniv og skella þér í einhvern af ókeypis pókerleikjunum þar sem þú getur spilað á netinu við aðra spilara. Ólíkt því sem er í raunpeningapókerleikjunum okkar, þar sem ekkert er í húfi, geturðu lært leikinn og sett þig inn í allar reglurnar í Hold'em.

Til viðbótar við Texas Hold’em bjóðum við líka upp á mörg önnur pókerafbrigði. Skoðaðu síðuna okkar um pókerleiki til að kynna þér málið.

Aukalegar upplýsingar

Á meðan leikur stendur yfir í Texas Hold’em eru spilarar að reyna að vinna pottinn – summu allra boða (e. bets) sem hafa verið lögð út höndinni. Spilari vinnur pottinn ef hann er með bestu fimm spila höndina þegar á hólminn er komið (e. showdown).

Í þeim tilvikum þar sem allir nema einn spilarinn hafa ákveðið að pakka (e. fold) vinnur eini spilarinn sem eftir er pottinn án þess að þurfa að sýna höndina sína.

Árangur í Texas Hold’em-leikjum ræðst of af herkænsku/leikaðferð. Það gæti verið góð aðferð að taka tillit til eftirfarandi til að byrja að þróa ákjósanlega leikaðferð fyrir þig í Texas Hold’em:

  • Ákveddu að spila opnunarhendur sem eru líklegri til að vinna peninga fyrir þig í fjölbreyttum aðstæðum. Siturðu „við hnappinn“? Hugsaðu um hvað aðrir spilarar hafa gert fram að því og nýttu þér það að þú sitjir í sterkari stöðu við borðið.
  • Hugsaðu um mögulegar hendur sem þú getur fengið og hvað er líklegt að aðrir geri á borðinu þegar þú ert að meta stærð boðsins sem þú setur út. Þarna getur staðan sem þú ert í aftur leikið stórt hlutverk þegar kemur að því að taka ákvarðanir á þessu stigi.
  • Að pakka og vita hvenær þú ert sigraður er hæfileiki sem getur auðveldað þér að viðhalda staflastærðinni/innkaupunum og hvernig þér gengur/inneigninni til lengri tíma litið. Lærðu hvenær er best að pakka (e. fold) og færa sig í næstu hönd.

Æfing og reynsla geta skipt sköpum þegar kemur að því að þróa árangursríka leikaðferð í póker. Staruniv býður upp á leiki sem er ókeypis að spila þar sem spilarar geta fínpússað hæfileikana, ásamt því að sækja sér fjölbreitt hollráð um leikaðferðir.