Swap Hold’em er frábær útgáfa af uppáhaldsleik heimsins í póker, Texas Hold’em. Þegar hann á að gera, eða á hvaða stigi handarinnar sem er, má hvaða spilari sem er skipta öðru eða báðum holuspilunum sínum fyrir ný, alveg ókeypis, einu sinni í hverri hönd.
Swap Hold’em, sem er aðeins í boði á Staruniv, er einfalt að læra og spila fyrir alla sem hafa einhvern tímann spilað hann áður, eða meira að segja bara séð hann í sjónvarpinu.
Swap Hold’em spilast nákvæmlega eins og Texas Hold’em rules, nema með einni stórri undantekningu: áður en spilari fær að velja um að pakka (e. fold) þá fær hann fyrst tækifæri til að skipta út öðru eða báðum holuspilunum sínum fyrir ný spil. Spilarar geta skipt einu sinni í hverri hönd, á hvaða tímapunkti sem er í leiknum (hvort sem það er fyrir eða eftir flopp) nema þeir séu með allt inni (e. all-in).
Þú færð að sjá hvaða spilarar hafa skipt spilunum sínum – og ef svo er, hversu mörgum þeir hafa skipt – með því að skoða skiptitáknið við hliðina á táknmynd hvers spilara.
Það er enginn skyldaður til að skipta spilunum sínum ef hann vill það ekki, en ef þú gerir það geturðu séð hvaða spili (spilum) þú hefur skipt með því að hreyfa músarbendilinn fyrir ofan skiptitáknið hjá þér sjálfum.
Við erum með fjölmargar aðrar óvæntar uppákomur í vændum fyrir peningaleiksspilara (e. cash games) og því skaltu muna eftir að skrá þig inn reglulega til að sjá hvað er nýtt.