Velkominn í heim Razz, þar sem lægsta höndin vinnur. Hér finnurðu allar upplýsingar sem þú þarft að hafa áður en þú byrjar þinn fyrsta leik í Razz, þar á meðal reglurnar og styrkleikaröð handa.
Razz (Seven Card Stud, aðeins spilaður sem „low“) er pókerleikur þar sem besta ás til fimma lághöndin vinnur pottinn á hólminum (e. showdown). Í Razz fá spilarar gefin sjö spil hver á meðan höndinni stendur, en aðeins besta fimm spila lághöndin sem hver spilari getur myndað er notuð til að skera úr um sigurvegarann. Athugið, að ólíkt því sem gildir í Seven Card Stud Hi/Lo eða Omaha Hi/Lo er engin skilyrðing í Razz um „áttu eða betra“ til að vinna pottinn.
Í Razz er notast við „ás til fimma“, eða „California“-kerfið til að styrkleikaraða lághöndum. Raðir (e. straights) og litur (e. flush) telja ekki á móti höndinni og ásar eru alltaf lægstir í lághönd, svo besta mögulega höndin er „hjól“: 5, 4, 3, 2, A. Til að auðvelda þér að skilja röðun lághanda er eftirfarandi dæmum um Razz hendur styrkleikaraðað frá þeirri veikustu (#1, sem vinnur sjaldnast pottinn) til þeirrar sterkustu (#12, rærnar - „the nuts“):
Athugaðu að óparaðri lághönd er alltaf raðað frá hæsta spilinu og niður. Svo, sem dæmi, hönd #10 er þekkt sem „sexa lág“ (e. „Six-low“) því hæsta spilið í henni er sexa. Hönd #9 er „nía lág“ og hönd #5 er „kóngur lág“. Á pókermáli gerir þú greinarmun á milli svipaðra lághanda með því að fara lengra niður í röðinni, þannig verður t.d. hönd #11 kölluð „sexa fjarki lág“, sem vinnur hönd #10 sem er „sexa fimma lág“.
Áður en leikur af Razz hefst leggja allir spilarar fyrst út smáupphæð (ante - nákvæm upphæð veltur á leiknum og er tiltekin í titilspjaldi borðsins). Þetta er gjaldið fyrir að fá gefin spil inn í höndina. Í leik með takmörkum upp á $1/$2 væri forféð $0,15.
Hver spilari fær fyrst gefin þrjú spil, tvo falin holuspil og eitt sem snýr upp. Í Razz er spilarinn með hæsta sjáanlega spilið „smalinn“ (e. bring-in) og þarf hann þá að hefja sögn. Hann þarf þá að byrja á að leggja út annað lágmarksboð (aftur, nákvæm stærð smalans veltur á leiknum) eða, ef hann kýs svo, að leggja út fullt boð sem jafngildir lægri boðeiningunni (e. betting increment). Sögnin gengur svo réttsælis um pókerborðið þar til boðum er lokið í þeirri umferð.
Hver spilari fær nú annað spil sem er gefið upp í loft og kallast það Fjórða stræti. Fyrsti spilarinn að gera er spilarinn sem er með sterkustu (lægstu) sýnilegu höndina. Reglan segir að þessi spilari megi annað hvort skoða (e. check) eða bjóða (e. bet). Upphæðin verður þá lítið boð ($1 í $1/$2 leik). Þá gengur boðlota hringinn.
Hver spilari fær nú annað spil sem er gefið upp í loft og kallast það Fimmta stræti. Aftur, þá er fyrsti spilarinn að gera sá sem er með sýnileg lægstu spilin. Til dæmis, spilari með átta hæst hann myndi gera fyrstur, ef hinn spilarinn sem enn er með er með sjáanlegt par af sjöum eða drottningu hæst. Spilari með átta hæst myndi þá annað hvort skoða (e. check) eða bjóða hærri boðupphæðina.
Frá Fimmta stræti og þar til höndin klárast, miðast öll boð og hækkanir við hærri boðeininguna (t.d. $2 í $1/$2 leik).
Hver spilari fær nú annað spil sem er gefið upp í loft og kallast það Sjötta stræti. Aftur, þá er fyrsti spilarinn að gera sá sem er með sýnileg lægstu spilin. Þá gengur boðlota hringinn.
Hver spilari fær nú sjöunda og síðasta spilið, sem er gefið á grúfu og aðeins sýnilegt spilaranum sem fær það gefið. Eins og á fyrri strætum, þá er fyrsti spilarinn sem á að gera sá sem hefur sýnileg spil sem sýna lægstu pókerhöndina. Það er síðasta boðlota og ef fleiri en einn spilari er eftir er komið á hólminn og spilin sýnd (e. Showdown).
Ef fleiri en einn spilari er enn með þegar lokaboðlotan er búin skal sá sem síðast bauð eða hækkaði sýna spilin sín fyrst. Ef það var ekkert boð í lokaumferðinni skal spilarinn í fremsta sætinu sýna sín spil fyrst (sæti 1, svo sæti 2 o.s.frv.). Aðrar hendur sem koma við sögu á hólminum eru sýndar réttsælis um borðið.
Spilarinn með bestu fimm spila ás til fimmu lághöndina vinnur pottinn. Mundu að (ólíkt því sem gildir í Seven Card Stud Hi/Lo eða Omaha Hi/Lo) það er engin skilyrðing; besta lághöndin vinnur pottinn. Eftir að potturinn hefur verið veittur fyrir bestu lághöndina er hægt að byrja að spila næsta leik af Razz.
Ef tvær eða fleiri hendur hafa sama gildi er pottinum skipt jafnt á milli þeirra. Það er engin forgangsröðun á sortum til að skera úr um hver vinnur pottinn.
Í Razz, eins og í öðrum afbrigðum af póker, eru sagnirnar sem hægt er að velja um, að „pakka“ (e. „fold“), „skoða“ (e. „check“), „bjóða“ (e. „bet“), „jafna/sjá“ (e. „call“) eða „hækka“ (e. „raise“). Möguleikarnir sem eru í boði hverju sinni ráðast af því hvað spilararnir á undan hafa gert. Ef enginn hefur enn boðið, getur spilari annað hvort skoðað (afþakkað að bjóða, en haldið spilunum) eða boðið. Ef spilari hefur boðið verða spilarar sem gera þar á eftir að pakka, jafna eða hækka. Að jafna (að sjá að jöfnu, kalla) er þegar spilari setur út jafnháa upphæð og spilari á undan hefur boðið. Að hækka er ekki aðeins að jafna fyrra boð, heldur að hækka það líka. Boð og hækkanir í leikjum með takmarki (e. Limit games) fara eftir fyrir fram ákveðnum upphæðum.
Seven Card Stud, spilað aðeins sem „high“ (háhönd), er líka í boði á Staruniv.
Staruniv býður einnig upp á Seven Card Stud Hi/Lo. Í þessu afbrigði af Stud er pottinum skipt á milli háhandarinnar og bestu lághandarinnar sem stenst „átta eða betra"“skilyrðinguna.
Ef þú þekkir til Stud pókers ættirðu að geta náð tökum á Razz frekar fljótt. Ef þú þekkir ekkert til Stud pókers mælum við með því að þú prófir þann leik fyrst á ókeypis borðunum okkar, til að fá tilfinningu fyrir því hvernig leikurinn spilast. Það er alltaf velkomið að spila á ókeypis pókerborðunum okkar á Staruniv, svo þú getir skerpt á færninni áður en þú byrjar að spila póker fyrir raunverulega peninga.
Til viðbótar við Razz bjóðum við líka upp á mörg önnur pókerafbrigði. Skoðaðu síðuna okkar um pókerleiki til að kynna þér málið.
Ásar eru lægstir (e. low) og raðir vinna ekki gegn spilaranum, svo 5-4-3-2-A (líka kallað „hjól“) er besta höndin í Razz. Þar sem litir (e. flushes) teljast heldur ekki gegn spilaranum þá myndi ekki skipta neinu máli að öll spilin væru af sömu sort. Til að skoða nánar allar mögulegar hendur og handaraðir sem notast er við í Razz skaltu kíkja á hlutann okkar um styrkleikaröðun handa hér fyrir ofan og sjá hvernig þetta allt er svo miðað við aðra pókerleiki skaltu kíkja á síðuna okkar um styrkleikaröð handa.
Í Razz er notast við „ás til fimma“, eða „California“-kerfið til að styrkleikaraða lághöndum, svo ólíkt því sem gerist í öðrum afbrigðum af póker þá eru ásar alltaf lægstir. Þetta þýðir að hæsta spilið er kóngur, svo drottning og svo koll af kolli. Lægsta höndin vinnur, svo það er enn vanalega gott að hafa ás.
Pör teljast með í Razz. Markmið leiksins er að ná lægstu mögulegu fimm spila höndinni, svo þú vilt forðast það að fá par (eða það sem er enn verra, að fá tvö pör) þar sem það gerir það ólíklegra að þú náir að mynda góða lághönd. Upphafshönd sem inniheldur par er ekki frábær byrjunarstaða en það eru enn mögulegar leiðir til að vinna. Til dæmis gætirðu fengið gefið kóngapar, en ef hin fimm spilin þín eru A, 2, 3, 4, 5 þá ertu enn með bestu mögulegu höndina.