Five Card Draw er leikur sem margir ólust upp við að spila við eldhúsborðið. Í þessum leik er markmiðið þitt að ná bestu fimm spila höndinni eftir að dregið er einu sinni. Eins og með Hold'em er þetta leikur sem er einfalt að læra en erfitt að ná að fullkomna.
Draw (drag) leikir eru spilaðir með blindum (e. blinds) og hnappi (e. button), alveg eins og leikir með floppi. Nú fær hver spilari gefin fimm falin holuspil. Fyrsti spilarinn á eftir stóra blind fær þá möguleika á að pakka (e. fold), jafna/kalla (e. call) eða hækka (e. raise). Sögnin gengur svo réttsælis um pókerborðið þar til boðum (e. betting) er lokið í þeirri umferð.
Eftir að fyrstu boðlotu lýkur er dregið. Hver spilari velur hvaða (ef einhver) spilum hann vill henda með því að smella á þau. Með því að smella í annað sinn á spil sem þú hefur ákveðið að henda þá fjarlægirðu það úr bunkanum sem er hent. Nú er haldið áfram að henda spilum réttsælis um borðið. Þegar kemur að þér að henda smellirðu á hnappinn til að staðfesta að þú viljir henda þeim spilum sem eru valin.
Eftir að dregið er í fyrsta sinn fer önnur boðlota fram, sem hefst á fyrsta virka spilaranum vinstra megin við hnappinn. Svo aðgerðaröðin er eftirfarandi:
Í dragleikjum er möguleiki á að þörf sé á fleiri spilum en eru eftir í stokknum. Í þeim tilvikum eru spilin endurstokkuð og svo haldið áfram að spila með nýja stokknum. Til að fá nánari upplýsingar um endurstokkun í dragleikjum skaltu vinsamlegast kíkja á stokkurinn endurstokkaður.
Spilarinn með bestu fimm spila höndina vinnur pottinn. Eftir að potturinn hefur verið veittur fyrir bestu höndina er hægt að byrja að spila nýjan leik af Five Card Draw.
Ef tvær eða fleiri hendur hafa sama gildi er pottinum skipt jafnt á milli þeirra. Það er engin forgangsröðun á sortum til að skera úr um hver vinnur pottinn.
Ef þú þekkir ekki Five Card Draw póker mælum við með því að þú prófir leikinn fyrst, til að fá tilfinningu fyrir því hvernig hann er spilaður. Þér er alltaf velkomið að spila á ókeypis pókerborðunum á Staruniv, svo þú getir fínpússað hæfileikana áður en þú byrjar að spila raunpeningapóker.
Staruniv býður líka upp á ráð til að hjálpa þér að læra um mismunandi pókerleiki, sem og ókeypis ráð um leikaðferðir. Þú finnur þessar upplýsingar undir hlutanum okkar Hvernig á að spila.
Að lokum, ef þig langar að spila aðrar útgáfur af dragleikjum, mælum við með að þú kíkir á Triple Draw 2-7 Lowball, eða Single Draw 2-7 Lowball; báðir þessir eru líka mjög vinsælir pókerleikir. Þessir leikir eru skemmtileg tilbreyting við hinn vinsæla leik Texas Hold’em og þeir eru einnig í boði undir hlutanum um pókermót hjá okkur.
Til viðbótar við Five Card Draw bjóðum við líka upp á mörg önnur pókerafbrigði. Skoðaðu síðuna okkar um pókerleiki til að kynna þér málið.
Þú átt möguleika á að skipta allt að fimm spilum úr höndinni þinni.
Five Card Draw notast við hefðbundna „háa“ pókerröðun. Samantekt:
Það eru engar fastar reglur þegar kemur að því að finna bestu leikaðferðina í Five Card Draw. Við hvetjum þig til að skoða hlutann Hvernig á að spila á heimasíðunni okkar til að fá leiðbeiningar um mismunandi pókerleiki.
Í Five Card Draw fær hver spilari fimm spil í upphafi leiksins. Í Five Card Stud, hins vegar, fær hver spilari tvö spil í upphafi og vinnur sig svo upp í fimm spil ef hann er áfram með í leiknum. Þar að auki, í Five Card Draw, eiga spilarar möguleika á að skipta út spilum til að reyna að búa til betri hönd. Í Five Card Stud er það hins vegar þannig að spilarar þurfa að spila úr þeim spilum sem þeir fá gefin.
Það eru tvær boðlotur í Five Card Draw. Sú fyrri fer fram eftir að upphaflegu fimm spilin hafa verið gefin. Eftir að spilarar hafa dregið spil fer seinni boðlotan fram.